„Vonandi erum við að fara að sjá þetta eitthvað niður á við“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 2. desember 2020 11:48 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir tölur dagsins yfir fjölda kórónuveirusmita sýni að smituðum fjölgi ekki mjög skarpt upp á við. Það þurfi þó að bíða aðeins og sjá þróunina næstu daga varðandi það hvort smitum fari fækkandi. „Vonandi erum við að fara að sjá þetta eitthvað niður á við líka því þetta sem við erum að sjá núna er eitthvað sem gerðist fyrir um það bil viku síðan, við erum alltaf viku á eftir. Þannig að við þurfum aðeins að sjá hvernig dagarnir verða á næstunni,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Óbreyttar samkomutakmarkanir eru í gildi til og með 9. desember næstkomandi. Það heyrir til undantekninga að gildistími sóttvarnaaðgerða sé ekki lengri en vika en takmarkanirnar sem áfram gilda tóku fyrst gildi 18. nóvember. Aðspurður hvort vika sé nægilega langur tími fyrir kúrvuna til þess að fara niður þannig að hægt verði að grípa til einhverra afléttinga eftir viku segir Þórólfur að það verði að koma í ljós. „Við erum ekki að grípa til neinna breytinga. Við höfum sagt að það geti tekið eina til tvær vikur að sjá hvað hver breyting skilar, að herða eða aflétta, en við erum ekki að gera það núna. Það sem við erum að gera núna er að sjá hvernig áframhaldandi þróun verður,“ segir hann. Ekki hægt að benda á einstaka staði og segja „hér getum við aflétt“ Áður en bakslag kom í faraldurinn í síðari hluta seinustu viku hafði Þórólfur skilað tillögum að tilslökunum til heilbrigðisráðherra. Þegar faraldurinn fór í uppsveiflu dró hann þær tillögur til baka. Lagði hann meðal annars til að rýmka um fyrir verslunarstarfsemi, annarri en hjá matvöru- og lyfjaverslunum, sem geta haft fleiri en tíu viðskiptavini inni í einu, ólíkt öðrum búðum. Verslunarmenn hafa mikið kallað eftir að slakað verði á tíu manna samkomubanninu gagnvart öðrum búðum enda er jólaverslunin komin á fullt og langar biðraðir hafa myndast fyrir utan verslanir. Spurður út í hvort ekki hefði mátt slaka á aðgerðum varðandi verslanir nú, þrátt fyrir uppsveifluna, og hvort einhver smit hafi komið upp í verslunum, segir Þórólfur: „Þetta er ekki þannig að við getum bent á einstaka staði eða einstaka starfsemi og sagt að þar sé hægt að herða eða aflétta. Það er í raun og veru ekki þannig. Þetta er aðeins flóknara en það því við erum að tala um að það sem við erum búin að gera núna er að grípa til mjög harðra takmarkana í öllu samfélaginu og erum að vonast til að sjá færri smit út frá því. Þannig að við getum á þessum tímapunkti ekki alveg farið inn í einstaka stofnanir og sagt „Hér hefur verið lítið smit og þess vegna getum við aflétt.“ Það verður mjög erfitt en ég vona svo sannarlega að við getum gripið til afléttinga ef smitin fara almennt séð niður og þróunin sé í rétta átt.“ Áttu von á því að það verði kannski eftir þessa viku? „Það er erfitt að segja, við verðum bara að sjá hvernig þróunin verður. Eins og kom í ljós þarna, við héldum að við værum á góðri leið og allt væri að ganga vel þegar þróunin skyndilega snerist við og þá þurftum við að endurskoða það sem við vorum að gera,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
„Vonandi erum við að fara að sjá þetta eitthvað niður á við líka því þetta sem við erum að sjá núna er eitthvað sem gerðist fyrir um það bil viku síðan, við erum alltaf viku á eftir. Þannig að við þurfum aðeins að sjá hvernig dagarnir verða á næstunni,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Óbreyttar samkomutakmarkanir eru í gildi til og með 9. desember næstkomandi. Það heyrir til undantekninga að gildistími sóttvarnaaðgerða sé ekki lengri en vika en takmarkanirnar sem áfram gilda tóku fyrst gildi 18. nóvember. Aðspurður hvort vika sé nægilega langur tími fyrir kúrvuna til þess að fara niður þannig að hægt verði að grípa til einhverra afléttinga eftir viku segir Þórólfur að það verði að koma í ljós. „Við erum ekki að grípa til neinna breytinga. Við höfum sagt að það geti tekið eina til tvær vikur að sjá hvað hver breyting skilar, að herða eða aflétta, en við erum ekki að gera það núna. Það sem við erum að gera núna er að sjá hvernig áframhaldandi þróun verður,“ segir hann. Ekki hægt að benda á einstaka staði og segja „hér getum við aflétt“ Áður en bakslag kom í faraldurinn í síðari hluta seinustu viku hafði Þórólfur skilað tillögum að tilslökunum til heilbrigðisráðherra. Þegar faraldurinn fór í uppsveiflu dró hann þær tillögur til baka. Lagði hann meðal annars til að rýmka um fyrir verslunarstarfsemi, annarri en hjá matvöru- og lyfjaverslunum, sem geta haft fleiri en tíu viðskiptavini inni í einu, ólíkt öðrum búðum. Verslunarmenn hafa mikið kallað eftir að slakað verði á tíu manna samkomubanninu gagnvart öðrum búðum enda er jólaverslunin komin á fullt og langar biðraðir hafa myndast fyrir utan verslanir. Spurður út í hvort ekki hefði mátt slaka á aðgerðum varðandi verslanir nú, þrátt fyrir uppsveifluna, og hvort einhver smit hafi komið upp í verslunum, segir Þórólfur: „Þetta er ekki þannig að við getum bent á einstaka staði eða einstaka starfsemi og sagt að þar sé hægt að herða eða aflétta. Það er í raun og veru ekki þannig. Þetta er aðeins flóknara en það því við erum að tala um að það sem við erum búin að gera núna er að grípa til mjög harðra takmarkana í öllu samfélaginu og erum að vonast til að sjá færri smit út frá því. Þannig að við getum á þessum tímapunkti ekki alveg farið inn í einstaka stofnanir og sagt „Hér hefur verið lítið smit og þess vegna getum við aflétt.“ Það verður mjög erfitt en ég vona svo sannarlega að við getum gripið til afléttinga ef smitin fara almennt séð niður og þróunin sé í rétta átt.“ Áttu von á því að það verði kannski eftir þessa viku? „Það er erfitt að segja, við verðum bara að sjá hvernig þróunin verður. Eins og kom í ljós þarna, við héldum að við værum á góðri leið og allt væri að ganga vel þegar þróunin skyndilega snerist við og þá þurftum við að endurskoða það sem við vorum að gera,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira