Fór holu í höggi og leiðir á Opna bandaríska eftir fyrsta daginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2020 07:30 Amy Olson spilaði best allra á fyrsta degi Opna bandaríska meistaramótsins í golfi. AP/Eric Gay Amy Olson er í forystu eftir fyrsta daginn á Opna bandaríska meistaramóti kvenna í golfi sem fer fram í Houston og hófst í gær. Það eru ekki allir sem ná því að fara holu í höggi á risamóti í golfi en það tókst hjá hinni bandarísku Amy Olson í gær. Amy Olson lék fyrsta hringinn á 67 höggum eða á fjórum höggum undir pari. Olson er með eins höggs forskot á þær Moriya Jutanugarn Moriya Jutanugarn frá Tælandi, A Lim Kim frá Suður Kóru og Hinako Shibuno frá Japan. Amy Olson lagði grunninn að forystu sinni með því að fara holu í höggi á sextándu holunni sem var par þrjú hola. Það má sjá þetta fullkomna högg hér fyrir neðan. ACE ALERT! @AmyOlsonGolf hits a perfect shot at the @uswomensopen!Watch now on @GolfChannel!pic.twitter.com/Q6jCR06ZgR— LPGA (@LPGA) December 10, 2020 Amy Olson er orðin 28 ára gömul og er búin að vera í sjö ár á bandarísku atvinumótaröðinni en hún er enn að bíða eftir fyrsta sigrinum. Hún átti frábæran háskólaferil en hlutirnir hafa ekki alveg gengið upp sem atvinnumaður. Amy Olson byrjaði hringinn á tíundu holunni og því var sextánda holan í raun sjöunda holan hennar á hringnum. Hún hafði fengið skolla á annarri holunni sem hún spilaði en komst undir parið með ásnum. Olson fékk tvo fugla á næstu þremur holum og endaði hringinn á fjórum höggum undir pari. "I think it is important to enjoy the little things."After an ace that helped drive her to the top, @AmyOlsonGolf made sure to soak in the moment. pic.twitter.com/7ENEqMO2jH— LPGA (@LPGA) December 10, 2020 .@AmyOlsonGolf leads by one after 18 holes at the @uswomensopen FULL LEADERBOARD https://t.co/kP0PQaWm3I#NECLPGAStats— LPGA (@LPGA) December 10, 2020 Golf Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það eru ekki allir sem ná því að fara holu í höggi á risamóti í golfi en það tókst hjá hinni bandarísku Amy Olson í gær. Amy Olson lék fyrsta hringinn á 67 höggum eða á fjórum höggum undir pari. Olson er með eins höggs forskot á þær Moriya Jutanugarn Moriya Jutanugarn frá Tælandi, A Lim Kim frá Suður Kóru og Hinako Shibuno frá Japan. Amy Olson lagði grunninn að forystu sinni með því að fara holu í höggi á sextándu holunni sem var par þrjú hola. Það má sjá þetta fullkomna högg hér fyrir neðan. ACE ALERT! @AmyOlsonGolf hits a perfect shot at the @uswomensopen!Watch now on @GolfChannel!pic.twitter.com/Q6jCR06ZgR— LPGA (@LPGA) December 10, 2020 Amy Olson er orðin 28 ára gömul og er búin að vera í sjö ár á bandarísku atvinumótaröðinni en hún er enn að bíða eftir fyrsta sigrinum. Hún átti frábæran háskólaferil en hlutirnir hafa ekki alveg gengið upp sem atvinnumaður. Amy Olson byrjaði hringinn á tíundu holunni og því var sextánda holan í raun sjöunda holan hennar á hringnum. Hún hafði fengið skolla á annarri holunni sem hún spilaði en komst undir parið með ásnum. Olson fékk tvo fugla á næstu þremur holum og endaði hringinn á fjórum höggum undir pari. "I think it is important to enjoy the little things."After an ace that helped drive her to the top, @AmyOlsonGolf made sure to soak in the moment. pic.twitter.com/7ENEqMO2jH— LPGA (@LPGA) December 10, 2020 .@AmyOlsonGolf leads by one after 18 holes at the @uswomensopen FULL LEADERBOARD https://t.co/kP0PQaWm3I#NECLPGAStats— LPGA (@LPGA) December 10, 2020
Golf Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira