Guðlaugur Þór undirritaði nýjan rammasamning við UN Women Heimsljós 15. desember 2020 10:58 Samningurinn gildir til loka árs 2023 og veitir heildræna umgjörð utan um samstarf Íslands og UN Women. Samningur, sem undirritaður var í gær, veitir heildræna umgjörð utan um samstarf Íslands og UN Women og styður við jafnréttismál í þróunarsamvinnu. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, og Ms. Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdarstjóri UN Women, skrifuðu í gær undir nýjan rammasamning um stuðning Íslands við UN Women. Samningurinn gildir til loka árs 2023 og veitir heildræna umgjörð utan um samstarf Íslands og stofnunarinnar og styður við jafnréttismál í þróunarsamvinnu. „Við vitum að ofbeldi gegn konum og stúlkum hefur aukist í kjölfar heimsfaraldursins. Ísland mun halda áfram að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi til dæmis með því að leggja áherslu á kjarnaframlög til UN Women, sem veita stofnuninni sveigjanleika til að bregðast við þar sem þörfin er mest hverju sinni,“ sagði Guðlaugur Þór við tilefnið, en samningurinn var undirritaður á fjarfundi. UN Women er ein af áherslustofnunum Íslands í þróunarsamvinnu og sinnir verkefnum sem ætlað er að efla réttindi kvenna, þátttöku þeirra í stjórnmálum, efnahagslegt sjálfstæði og uppræta ofbeldi gegn konum og stúlkum. Stofnunin starfar á vettvangi, sinnir samræmingarhlutverki meðal stofnana Sameinuðu þjóðanna og er leiðandi í stefnumótun á alþjóðavettvangi. Ísland hefur stutt stofnunina frá upphafi og er á meðal helstu stuðningsaðila. Á þessu ári hefur ofbeldi gegn konum og stúlkum aukist í kjölfar heimsfaraldursins og mikilvægt er að beina sjónum að þessari afar slæmu þróun sem á sér stað um heim allan. UN Women hefur jafnframt fjallað um þetta sem skuggafaraldurinn. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, og Ms. Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdarstjóri UN Women, skrifuðu í gær undir nýjan rammasamning um stuðning Íslands við UN Women. Samningurinn gildir til loka árs 2023 og veitir heildræna umgjörð utan um samstarf Íslands og stofnunarinnar og styður við jafnréttismál í þróunarsamvinnu. „Við vitum að ofbeldi gegn konum og stúlkum hefur aukist í kjölfar heimsfaraldursins. Ísland mun halda áfram að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi til dæmis með því að leggja áherslu á kjarnaframlög til UN Women, sem veita stofnuninni sveigjanleika til að bregðast við þar sem þörfin er mest hverju sinni,“ sagði Guðlaugur Þór við tilefnið, en samningurinn var undirritaður á fjarfundi. UN Women er ein af áherslustofnunum Íslands í þróunarsamvinnu og sinnir verkefnum sem ætlað er að efla réttindi kvenna, þátttöku þeirra í stjórnmálum, efnahagslegt sjálfstæði og uppræta ofbeldi gegn konum og stúlkum. Stofnunin starfar á vettvangi, sinnir samræmingarhlutverki meðal stofnana Sameinuðu þjóðanna og er leiðandi í stefnumótun á alþjóðavettvangi. Ísland hefur stutt stofnunina frá upphafi og er á meðal helstu stuðningsaðila. Á þessu ári hefur ofbeldi gegn konum og stúlkum aukist í kjölfar heimsfaraldursins og mikilvægt er að beina sjónum að þessari afar slæmu þróun sem á sér stað um heim allan. UN Women hefur jafnframt fjallað um þetta sem skuggafaraldurinn. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent