Átta sig fyrst núna á hve hræðilegt þetta var - og er Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 21. desember 2020 16:17 Bryndís Steinþórsdóttir segist ekki hafa áttað sig á því hve hræðileg eyðileggingin væri fyrr en sá hana með eigin augum. Vísir Seyðfirðingarnir Bryndís Steinþórsdóttir og Stefán Ómar Magnússon sneru aftur heim til sín í dag eftir að bærinn var rýmdur á föstudag. Þau segja það hafa verið erfitt að koma aftur og sjá það sem blasir við. „Mér líður eiginlega bara hálfilla yfir þessu. Að sjá þetta allt hérna gerir þetta miklu raunverulegra en það var kannski á myndum. Þetta er ekki fallegt að sjá,“ segir Stefán. Upplifun Bryndísar er svipuð. „Ég get eiginlega ekki lýst því. Ég var búin að sjá þetta á myndum náttúrulega. Maður gerir sér ekki alveg grein fyrir hversu mikið þetta fór með bæinnn fyrr en ég kom hingað.“ Hún segir ástandið í bænum verra en hún reiknaði með. „Já, miklu verra. Ég var búin að heyra í Seyðfirðingum í gær hvernig þetta var. Maður áttar sig ekki alveg á þessu fyrr en maður kemur hingað og heyrir í þeim, hversu hræðilegt þetta var - og er.“ Stefán var við vinnu á leikskóla í bænum þegar hann heyrði óhljóðin í stóru skriðunni. „Við heyrðum bara drunurnar. Ég hoppaði út í glugga, sá ekki neitt og svo sá maður bara fólkið í götunni koma út úr húsunum og benda eitthvað. Það voru allir að passa börnin,“ segir Stefán og bætir við að á sama tíma hafi allir spurt sig hvað væri í gangi, hvað væri að gerast. „Föstudagurinn var hrikalegur. Allir að pakka saman og fara. Það er mjög erfitt.“ Mikil uppbygging fram undan Óvissan hafi verið erfiðust. Ljóst var snemma að húsin hefðu farið en óljóst hvort einhver hefði slasast. „Það var roslega erfitt að vita ekki hvort það væri í lagi með fólkið.“ Hann segir að það hafi verið rosalega gott að koma heim, þrátt fyrir allt. „Við höfum oft lent í því að vera lokuð inni hérna en aldrei lent í því að vera lokuð út úr bænum. Það er enn þá alveg scary að horfa á þetta allt.“ Fram undan sé vinna við uppbyggingu og hreinsunarstörf. „Það þarf að gera mjög mikið. Byggja allt upp á nýtt og hreinsa til. Ég veit ekki hvernig það verður. Það mun taka langan tíma býst ég við.“ Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
„Mér líður eiginlega bara hálfilla yfir þessu. Að sjá þetta allt hérna gerir þetta miklu raunverulegra en það var kannski á myndum. Þetta er ekki fallegt að sjá,“ segir Stefán. Upplifun Bryndísar er svipuð. „Ég get eiginlega ekki lýst því. Ég var búin að sjá þetta á myndum náttúrulega. Maður gerir sér ekki alveg grein fyrir hversu mikið þetta fór með bæinnn fyrr en ég kom hingað.“ Hún segir ástandið í bænum verra en hún reiknaði með. „Já, miklu verra. Ég var búin að heyra í Seyðfirðingum í gær hvernig þetta var. Maður áttar sig ekki alveg á þessu fyrr en maður kemur hingað og heyrir í þeim, hversu hræðilegt þetta var - og er.“ Stefán var við vinnu á leikskóla í bænum þegar hann heyrði óhljóðin í stóru skriðunni. „Við heyrðum bara drunurnar. Ég hoppaði út í glugga, sá ekki neitt og svo sá maður bara fólkið í götunni koma út úr húsunum og benda eitthvað. Það voru allir að passa börnin,“ segir Stefán og bætir við að á sama tíma hafi allir spurt sig hvað væri í gangi, hvað væri að gerast. „Föstudagurinn var hrikalegur. Allir að pakka saman og fara. Það er mjög erfitt.“ Mikil uppbygging fram undan Óvissan hafi verið erfiðust. Ljóst var snemma að húsin hefðu farið en óljóst hvort einhver hefði slasast. „Það var roslega erfitt að vita ekki hvort það væri í lagi með fólkið.“ Hann segir að það hafi verið rosalega gott að koma heim, þrátt fyrir allt. „Við höfum oft lent í því að vera lokuð inni hérna en aldrei lent í því að vera lokuð út úr bænum. Það er enn þá alveg scary að horfa á þetta allt.“ Fram undan sé vinna við uppbyggingu og hreinsunarstörf. „Það þarf að gera mjög mikið. Byggja allt upp á nýtt og hreinsa til. Ég veit ekki hvernig það verður. Það mun taka langan tíma býst ég við.“
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira