UNICEF vill tryggja að öll lönd hafi jafnan aðgang að bóluefni Heimsljós 22. desember 2020 14:22 Unicef Eitt af stóru verkefnum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) að tryggja að öll lönd hafi jafnan aðgang að bóluefnum. Eitt af stóru verkefnum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) að tryggja að öll lönd hafi jafnan aðgang að bóluefnum. UNICEF gegnir lykilhlutverki í COVAX-samstarfinu – samstarfi 192 landa sem tryggja á jafna dreifingu bóluefnis gegn kórónaveirunni meðal fátækari ríkja heimsins. UNICEF leiðir innkaup og afhendingu á bóluefnunum til yfir 90 lág- og millitekjuríkja. „Þetta er stærsta verkefni UNICEF á sviði bólusetninga fyrr og síðar og umfangið er sögulegt, enda aldrei jafn mikið verið í húfi. UNICEF nýtir sérþekkingu sína í útboði og dreifingu bóluefna til að tryggja að öll lönd hafi jafnan aðgang að fyrstu skömmtunum þegar þeir verða í boði,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Með þessu svarar UNICEF kalli alþjóðasamfélagsins í baráttunni gegn heimsfaraldrinum. Vernda þarf þau lönd sem hafa veikustu heilbrigðiskerfin gegn veirunni til þess að hægt sé að úrýma henni fyrir fullt og allt. Markmið COVAX-samstarfsins er að tryggja 2 milljarða skammta af bóluefnum fyrir lok ársins 2021. UNICEF hefur í áratugi verið leiðandi í bólusetningum og er stærsti einstaki kaupandi bóluefna í heiminum. Á hverju ári bólusetur UNICEF með samstarfsaðilum hátt í helming allra barna í heiminum gegn lífshættulegum sjúkdómum á borð við mislinga, mænusótt, rauða hunda og stífkrampa. Nú þegar hefur UNICEF komið upp gríðarstórum lager af sprautum og viðræður eru í fullum gangi við flutningsaðila, meðal annars stærstu flugfélög heims, um dreifingu á bóluefnum gegn COVID-19. UNICEF segir í frétt að undanfarið hafi verið unnið að því að meta getu flugfélaganna, kortleggja helstu flugleiðir og rýna í stærstu áskoranirnar við afhendingu bóluefnanna. „UNICEF hefur mikla reynslu í því að finna leiðir til að koma bóluefnum til barna á afskekktum eða stríðshrjáðum svæðum. Oft þarf að notast við ólíka samgöngumáta, til dæmis mótorhjól, asna eða jafnvel fara fótgangandi yfir fjöll og dali með kælitöskur sérstaklega útbúnar til að bóluefnið haldist við rétt hitastig,“ segir Birna. Enn fremur undirbýr UNICEF, í samstarfi við Alþjóðasamtök um bólusetningar (GAVI) og Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO), nauðsynlega innviði, leiðbeiningar um verklag og þjálfun starfsfólks sem þarf fyrir örugga framkvæmd bólusetninga í efnaminni ríkjum. „Kórónaveirufaraldurinn hefur raskað lífi barna um allan heim og sett áratuga árangur af þróunarsamvinnu í mikla hættu. Því er mikilvægt að forgangsraða dreifingu bóluefna þannig að ójöfnuður aukist ekki enn frekar. Eins og fram hefur komið í fréttum taka íslensk stjórnvöld þátt í COVAX-samstarfinu og fjármagna bóluefni fyrir fátækari ríki heimsins. UNICEF á Íslandi fagnar þeirri ákvörðun stjórnvalda enda ljóst að mikinn samtakamátt þarf til að fjármagna dreifinguna til landa um allan heim, sem er kostnaður sem bætist ofan á önnur verkefni UNICEF í þágu barna,“ segir í frétt UNICEF. „Bóluefnin eru handan við hornið og með því kviknar von um að við getum farið að lifa eðlilegra lífi á ný. En það er ekki nóg að bóluefnin séu komin, það þarf að tryggja bóluefni fyrir alla. Það er ekki heldur nóg að koma bóluefnunum á áfangastað, það þarf að veita tæknilegan og fjárhagslegan stuðning, þjálfa heilbrigðisstarfsfólk og byggja upp traust til bólusetninga í samfélögunum. Öll þessi vinna er gífurlega mikilvæg til þess að fátækari ríki heimsins verði ekki skilin eftir. Slíkt myndi hafa skelfilegar og óafturkræfar afleiðingar fyrir börn um allan heim. Þetta er ekki búið fyrr en við höfum náð að bólusetja allan heiminn,“ segir Birna. Nýtt mælaborð um þróun bóluefnanna Í gær hleypti UNICEF af stokknum nýju mælaborði fyrir bóluefnamarkaðinn sem er gagnvirkt tæki fyrir lönd, samstarfsaðila og framleiðsluiðnaðinn. Þar verður hægt að fylgjast með þróun bóluefna gegn COVID-19 og árangri COVAX-samstarfsins í að tryggja sanngjarnt verð og sanngjarnt aðgengi allra landa í heiminum að bóluefnum. Þetta er gert til að tryggja gagnsæi, skilvirkni og frjálst flæði upplýsinga. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Bólusetningar Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent
Eitt af stóru verkefnum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) að tryggja að öll lönd hafi jafnan aðgang að bóluefnum. UNICEF gegnir lykilhlutverki í COVAX-samstarfinu – samstarfi 192 landa sem tryggja á jafna dreifingu bóluefnis gegn kórónaveirunni meðal fátækari ríkja heimsins. UNICEF leiðir innkaup og afhendingu á bóluefnunum til yfir 90 lág- og millitekjuríkja. „Þetta er stærsta verkefni UNICEF á sviði bólusetninga fyrr og síðar og umfangið er sögulegt, enda aldrei jafn mikið verið í húfi. UNICEF nýtir sérþekkingu sína í útboði og dreifingu bóluefna til að tryggja að öll lönd hafi jafnan aðgang að fyrstu skömmtunum þegar þeir verða í boði,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Með þessu svarar UNICEF kalli alþjóðasamfélagsins í baráttunni gegn heimsfaraldrinum. Vernda þarf þau lönd sem hafa veikustu heilbrigðiskerfin gegn veirunni til þess að hægt sé að úrýma henni fyrir fullt og allt. Markmið COVAX-samstarfsins er að tryggja 2 milljarða skammta af bóluefnum fyrir lok ársins 2021. UNICEF hefur í áratugi verið leiðandi í bólusetningum og er stærsti einstaki kaupandi bóluefna í heiminum. Á hverju ári bólusetur UNICEF með samstarfsaðilum hátt í helming allra barna í heiminum gegn lífshættulegum sjúkdómum á borð við mislinga, mænusótt, rauða hunda og stífkrampa. Nú þegar hefur UNICEF komið upp gríðarstórum lager af sprautum og viðræður eru í fullum gangi við flutningsaðila, meðal annars stærstu flugfélög heims, um dreifingu á bóluefnum gegn COVID-19. UNICEF segir í frétt að undanfarið hafi verið unnið að því að meta getu flugfélaganna, kortleggja helstu flugleiðir og rýna í stærstu áskoranirnar við afhendingu bóluefnanna. „UNICEF hefur mikla reynslu í því að finna leiðir til að koma bóluefnum til barna á afskekktum eða stríðshrjáðum svæðum. Oft þarf að notast við ólíka samgöngumáta, til dæmis mótorhjól, asna eða jafnvel fara fótgangandi yfir fjöll og dali með kælitöskur sérstaklega útbúnar til að bóluefnið haldist við rétt hitastig,“ segir Birna. Enn fremur undirbýr UNICEF, í samstarfi við Alþjóðasamtök um bólusetningar (GAVI) og Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO), nauðsynlega innviði, leiðbeiningar um verklag og þjálfun starfsfólks sem þarf fyrir örugga framkvæmd bólusetninga í efnaminni ríkjum. „Kórónaveirufaraldurinn hefur raskað lífi barna um allan heim og sett áratuga árangur af þróunarsamvinnu í mikla hættu. Því er mikilvægt að forgangsraða dreifingu bóluefna þannig að ójöfnuður aukist ekki enn frekar. Eins og fram hefur komið í fréttum taka íslensk stjórnvöld þátt í COVAX-samstarfinu og fjármagna bóluefni fyrir fátækari ríki heimsins. UNICEF á Íslandi fagnar þeirri ákvörðun stjórnvalda enda ljóst að mikinn samtakamátt þarf til að fjármagna dreifinguna til landa um allan heim, sem er kostnaður sem bætist ofan á önnur verkefni UNICEF í þágu barna,“ segir í frétt UNICEF. „Bóluefnin eru handan við hornið og með því kviknar von um að við getum farið að lifa eðlilegra lífi á ný. En það er ekki nóg að bóluefnin séu komin, það þarf að tryggja bóluefni fyrir alla. Það er ekki heldur nóg að koma bóluefnunum á áfangastað, það þarf að veita tæknilegan og fjárhagslegan stuðning, þjálfa heilbrigðisstarfsfólk og byggja upp traust til bólusetninga í samfélögunum. Öll þessi vinna er gífurlega mikilvæg til þess að fátækari ríki heimsins verði ekki skilin eftir. Slíkt myndi hafa skelfilegar og óafturkræfar afleiðingar fyrir börn um allan heim. Þetta er ekki búið fyrr en við höfum náð að bólusetja allan heiminn,“ segir Birna. Nýtt mælaborð um þróun bóluefnanna Í gær hleypti UNICEF af stokknum nýju mælaborði fyrir bóluefnamarkaðinn sem er gagnvirkt tæki fyrir lönd, samstarfsaðila og framleiðsluiðnaðinn. Þar verður hægt að fylgjast með þróun bóluefna gegn COVID-19 og árangri COVAX-samstarfsins í að tryggja sanngjarnt verð og sanngjarnt aðgengi allra landa í heiminum að bóluefnum. Þetta er gert til að tryggja gagnsæi, skilvirkni og frjálst flæði upplýsinga. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Bólusetningar Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent