Mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og hægt er Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. desember 2020 19:00 Mikil eyðilegging varð á Seyðisfirði í kjölfar aurskriða sem féllu á bæinn. Fjarðarheiðin er eina leiðin inn og út úr bænum og segja íbúar það hafa verið til happs að heiðin hafi verið fær þegar rýma þurfti bæinn vegna skriðuhættu. Vísir/Vilhelm Vonskuveður var víðast hvar á landinu í dag og töluvert um foktjón. Þá var úrhellir á Seyðisfirði og Fjarðarheiði var lokuð bróðurpart dags. Sveitarstjóri Múlaþings segir gríðarlega mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og auðið er. Veðrið var einna verst í Vestmannaeyjum, en þar höfðu björgunarsveitarmenn í nægu að snúast. „Þetta var þetta klassíska. Þakpappi, þök, hurðir fuku, bátar losnuðu frá bryggju og svo fram vegis. En þetta slapp ótrúlega vel,“ segir Arnór Arnórsson, formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja, sem var á óðaönn við að undirbúa flugeldasölu þegar fréttastofa náði af honum tali. Björgunarsveitin Ársæll hafði í nægu að snúast í dag. Vísir/Vilhjálmur Halldórsson „Veðrið var mjög bylgjótt. Hviðurnar fóru upp í um 43 metra á sekúndu og það var í þessum hviðum sem verkefnin hrúguðust inn,” segir hann. „Við vorum sem betur fer með nóg af fólki í þremur bílum þannig að við gátum dreift mannskapnum vel niður á verkefnin.” Bátur losnaði frá bryggju í Vestmannaeyjum í morgun.Vísir/Óskar P. Friðriksson Þá var úrhellir á Seyðisfirði en þar er hættustig enn í gildi í kjölfar aurskriðanna sem féllu í bænum fyrir jól. Engar hreyfingar hafa mælst á skriðusvæðinu í dag en hættustig verður áfram í gildi. „Við höfum farið yfir þetta með sérfræðingum Veðurstofunnar og fleirum og þar eru skilaboðin þau að veðrið var eins og menn voru búnir að sjá fyrir, og miðað við þær mælingar sem hafa verið gerðar þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur,” segir Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings. Úrkoman mun breytast í hríðarveður á morgun og er því ekki útlit fyrir að hreinsunarstarf geti hafist fyrr en í fyrsta lagi á þriðjudag. „Það var allavega ákveðið að fara ekki í endurskoðun rýmingar að svo stöddu fyrr en við hefðum tök á því að greina þetta betur og taka þetta út aftur á morgun. Þá verður tekin afstaða til þess hvort við höldum okkur við óbreyttar rýmingar eða hvort það verði afléttingar.” Björn Ingimarsson segir ekki raunhæft að flýta framkvæmdum við Fjarðarheiði til ársins 2021 en segir það þó skipta höfuðmáli að ráðast í framkvæmdir eins fljótt og auðið er.Vísir/Egill Fjarðarheiði var lokuð bróðurpart dags en íbúar hafa haft nokkrar áhyggjur af því að verða innlyksa í bænum á meðan hættustig er í gildi, og segja það hafa verið til happs að heiðin hafi verið fær þegar skriðurnar féllu. Fyrirhugað er að hefja vinnu við Fjarðarheiðargöng árið 2022. Aðspurður segir Björn ekki raunhæft að fara fram á að verkefninu verði flýtt til 2021. „Ég er ekki viss um að það sé raunhæft að framkvæmdir geti hafist strax á árinu 2021 en auðvitað munum við leggja áherslu á að það verði farið í þetta eins hratt og mögulegt er. En þetta sýnir bara að það sem við höfum verið að leggja áherslu á, sveitarfélögin hér fyrir austan, mikilvægi þess að opna þessa tengileið undir Fjarðarheiðina. Gífurlega mikilvægt,” segir Björn. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Samgöngur Tengdar fréttir Seyðfirðingar fleyta kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum Seyðfirðingar hyggjast koma saman við Lónið á áramótunum og fleyta þar kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum. Margir eru hvekktir eftir drunurnar sem heyrðust í fjallinu eftir aurskriðurnar sem féllu á bæinn í síðustu viku og óttast að þeir muni endurupplifa áfallið. 26. desember 2020 18:28 Þúsundir ljósmynda sem týndust í aurskriðunum fundust óskemmdar Þúsundir ljósmynda í eigu Tækniminjasafns Austurlands sem týndust í aurskriðunum á Seyðisfirði í síðustu viku fundust óskemmdar á Þorláksmessu. Hlé hefur verið gert á hreinsunarstarfi í bænum en því verður framhaldið eftir helgi. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að ástandið sé viðkvæmt en að vel sé fylgst með. 25. desember 2020 14:02 Héraðsbúar gerðu heimagerðan jólaís handa Seyðfirðingum Íbúar Múlaþings hafa margir hverjir tekið sig til að búið til heimagerðan jólaís og gefið Seyðfirðingum. Heldur óvenjuleg jól blasa við fjölmörgum Seyðfirðingum í ár í kjölfar náttúruhamfarananna sem þar hafa riðið yfir. 23. desember 2020 21:53 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Veðrið var einna verst í Vestmannaeyjum, en þar höfðu björgunarsveitarmenn í nægu að snúast. „Þetta var þetta klassíska. Þakpappi, þök, hurðir fuku, bátar losnuðu frá bryggju og svo fram vegis. En þetta slapp ótrúlega vel,“ segir Arnór Arnórsson, formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja, sem var á óðaönn við að undirbúa flugeldasölu þegar fréttastofa náði af honum tali. Björgunarsveitin Ársæll hafði í nægu að snúast í dag. Vísir/Vilhjálmur Halldórsson „Veðrið var mjög bylgjótt. Hviðurnar fóru upp í um 43 metra á sekúndu og það var í þessum hviðum sem verkefnin hrúguðust inn,” segir hann. „Við vorum sem betur fer með nóg af fólki í þremur bílum þannig að við gátum dreift mannskapnum vel niður á verkefnin.” Bátur losnaði frá bryggju í Vestmannaeyjum í morgun.Vísir/Óskar P. Friðriksson Þá var úrhellir á Seyðisfirði en þar er hættustig enn í gildi í kjölfar aurskriðanna sem féllu í bænum fyrir jól. Engar hreyfingar hafa mælst á skriðusvæðinu í dag en hættustig verður áfram í gildi. „Við höfum farið yfir þetta með sérfræðingum Veðurstofunnar og fleirum og þar eru skilaboðin þau að veðrið var eins og menn voru búnir að sjá fyrir, og miðað við þær mælingar sem hafa verið gerðar þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur,” segir Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings. Úrkoman mun breytast í hríðarveður á morgun og er því ekki útlit fyrir að hreinsunarstarf geti hafist fyrr en í fyrsta lagi á þriðjudag. „Það var allavega ákveðið að fara ekki í endurskoðun rýmingar að svo stöddu fyrr en við hefðum tök á því að greina þetta betur og taka þetta út aftur á morgun. Þá verður tekin afstaða til þess hvort við höldum okkur við óbreyttar rýmingar eða hvort það verði afléttingar.” Björn Ingimarsson segir ekki raunhæft að flýta framkvæmdum við Fjarðarheiði til ársins 2021 en segir það þó skipta höfuðmáli að ráðast í framkvæmdir eins fljótt og auðið er.Vísir/Egill Fjarðarheiði var lokuð bróðurpart dags en íbúar hafa haft nokkrar áhyggjur af því að verða innlyksa í bænum á meðan hættustig er í gildi, og segja það hafa verið til happs að heiðin hafi verið fær þegar skriðurnar féllu. Fyrirhugað er að hefja vinnu við Fjarðarheiðargöng árið 2022. Aðspurður segir Björn ekki raunhæft að fara fram á að verkefninu verði flýtt til 2021. „Ég er ekki viss um að það sé raunhæft að framkvæmdir geti hafist strax á árinu 2021 en auðvitað munum við leggja áherslu á að það verði farið í þetta eins hratt og mögulegt er. En þetta sýnir bara að það sem við höfum verið að leggja áherslu á, sveitarfélögin hér fyrir austan, mikilvægi þess að opna þessa tengileið undir Fjarðarheiðina. Gífurlega mikilvægt,” segir Björn.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Samgöngur Tengdar fréttir Seyðfirðingar fleyta kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum Seyðfirðingar hyggjast koma saman við Lónið á áramótunum og fleyta þar kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum. Margir eru hvekktir eftir drunurnar sem heyrðust í fjallinu eftir aurskriðurnar sem féllu á bæinn í síðustu viku og óttast að þeir muni endurupplifa áfallið. 26. desember 2020 18:28 Þúsundir ljósmynda sem týndust í aurskriðunum fundust óskemmdar Þúsundir ljósmynda í eigu Tækniminjasafns Austurlands sem týndust í aurskriðunum á Seyðisfirði í síðustu viku fundust óskemmdar á Þorláksmessu. Hlé hefur verið gert á hreinsunarstarfi í bænum en því verður framhaldið eftir helgi. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að ástandið sé viðkvæmt en að vel sé fylgst með. 25. desember 2020 14:02 Héraðsbúar gerðu heimagerðan jólaís handa Seyðfirðingum Íbúar Múlaþings hafa margir hverjir tekið sig til að búið til heimagerðan jólaís og gefið Seyðfirðingum. Heldur óvenjuleg jól blasa við fjölmörgum Seyðfirðingum í ár í kjölfar náttúruhamfarananna sem þar hafa riðið yfir. 23. desember 2020 21:53 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Seyðfirðingar fleyta kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum Seyðfirðingar hyggjast koma saman við Lónið á áramótunum og fleyta þar kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum. Margir eru hvekktir eftir drunurnar sem heyrðust í fjallinu eftir aurskriðurnar sem féllu á bæinn í síðustu viku og óttast að þeir muni endurupplifa áfallið. 26. desember 2020 18:28
Þúsundir ljósmynda sem týndust í aurskriðunum fundust óskemmdar Þúsundir ljósmynda í eigu Tækniminjasafns Austurlands sem týndust í aurskriðunum á Seyðisfirði í síðustu viku fundust óskemmdar á Þorláksmessu. Hlé hefur verið gert á hreinsunarstarfi í bænum en því verður framhaldið eftir helgi. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að ástandið sé viðkvæmt en að vel sé fylgst með. 25. desember 2020 14:02
Héraðsbúar gerðu heimagerðan jólaís handa Seyðfirðingum Íbúar Múlaþings hafa margir hverjir tekið sig til að búið til heimagerðan jólaís og gefið Seyðfirðingum. Heldur óvenjuleg jól blasa við fjölmörgum Seyðfirðingum í ár í kjölfar náttúruhamfarananna sem þar hafa riðið yfir. 23. desember 2020 21:53