Dómsmálaráðherra Svía sætir gagnrýni: Skrapp á útsölur til að kaupa jólagjöf handa mömmu og pabba Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. desember 2020 10:27 Morgan Johansson hefur gengist við því að hafa gert mistök. epa/Salvatore Di Nolfi Dómsmálaráðherra Svía sætir nú gagnrýni eftir að hafa skellt sér á útsölur í Nova-verslanamiðstöðinni í Lundi á annan í jólum. Forsætisráðherrann Stefan Löfven, og samflokksmaður dómsmálaráðherrans, hafði í aðdraganda jóla sagt að falla ætti frá útsölunum þetta árið vegna Covid-19. Að sögn viðstaddra mætti Morgan Johansson í verslunarmiðstöðina í fylgd nokkurra lífvarða, sem biðu með honum í biðröð fyrir utan þar sem fjöldi viðskiptavina inni hafði náð hámarki. Johansson viðurkenndi í smáskilaboðum til SVT Nyheter að hann hefði lagt leið sína í verslunarmiðstöðina til að kaupa síðbúna jólagjöf handa foreldrum sínum. Gekkst hann við því að hafa verið kærulaus í ákvörðun sinni en hins vegar hefðu engin þrengsl myndast og mögulegt að virða fjarlægðarmörk vegna starfsmanna sem höfðu yfirsýn yfir fjölda viðskiptavina hverju sinni. Í frétt SVT segir að Johansson hafi ekki gerst brotlegur við lög en bent á að athæfi hans hafi verið þvert á tilmæli heilbrigðisyfirvalda um að forðast verslanamiðstöðvar. Fjölmiðlafulltrúi Löfven sagði í smáskilaboðum til SVT að forsætisráðherrann hefði átt í samskiptum við dómsmálaráðherrann og væri sammála því að hann hefði með hegðun sinni sýnt af sér kæruleysi. Samkvæmt miðlinum var ekki mögulegt að koma í veg fyrir útsölurnar, ekki síst vegna þess að verslanamiðstöðvar hafa ekki heimild til að skipa einstaka verslunum að loka. Joakim Esbjörnsson-Klemendz, prófessor í veirufræðum við háskólann í Lundi, segir hegðun Johansson „ótrúlega óviðeigandi“, ekki síst ef erindið var ekki brýnt, eins og að sækja lyf í apótek. Þá hefur Johansson sætt gagnrýni stjórnarandstæðinga. Så förbannat illojalt mot alla andra som sköter sig: Morgan Johansson (S) gick på mellandagsrean – trots Löfvens skarpa uppmaning https://t.co/i2OK0GnxlV via @svtnyheter #svpol— Tobias Billström (@TobiasBillstrom) December 27, 2020 Frétt SVT. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Fleiri fréttir Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Sjá meira
Forsætisráðherrann Stefan Löfven, og samflokksmaður dómsmálaráðherrans, hafði í aðdraganda jóla sagt að falla ætti frá útsölunum þetta árið vegna Covid-19. Að sögn viðstaddra mætti Morgan Johansson í verslunarmiðstöðina í fylgd nokkurra lífvarða, sem biðu með honum í biðröð fyrir utan þar sem fjöldi viðskiptavina inni hafði náð hámarki. Johansson viðurkenndi í smáskilaboðum til SVT Nyheter að hann hefði lagt leið sína í verslunarmiðstöðina til að kaupa síðbúna jólagjöf handa foreldrum sínum. Gekkst hann við því að hafa verið kærulaus í ákvörðun sinni en hins vegar hefðu engin þrengsl myndast og mögulegt að virða fjarlægðarmörk vegna starfsmanna sem höfðu yfirsýn yfir fjölda viðskiptavina hverju sinni. Í frétt SVT segir að Johansson hafi ekki gerst brotlegur við lög en bent á að athæfi hans hafi verið þvert á tilmæli heilbrigðisyfirvalda um að forðast verslanamiðstöðvar. Fjölmiðlafulltrúi Löfven sagði í smáskilaboðum til SVT að forsætisráðherrann hefði átt í samskiptum við dómsmálaráðherrann og væri sammála því að hann hefði með hegðun sinni sýnt af sér kæruleysi. Samkvæmt miðlinum var ekki mögulegt að koma í veg fyrir útsölurnar, ekki síst vegna þess að verslanamiðstöðvar hafa ekki heimild til að skipa einstaka verslunum að loka. Joakim Esbjörnsson-Klemendz, prófessor í veirufræðum við háskólann í Lundi, segir hegðun Johansson „ótrúlega óviðeigandi“, ekki síst ef erindið var ekki brýnt, eins og að sækja lyf í apótek. Þá hefur Johansson sætt gagnrýni stjórnarandstæðinga. Så förbannat illojalt mot alla andra som sköter sig: Morgan Johansson (S) gick på mellandagsrean – trots Löfvens skarpa uppmaning https://t.co/i2OK0GnxlV via @svtnyheter #svpol— Tobias Billström (@TobiasBillstrom) December 27, 2020 Frétt SVT.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Fleiri fréttir Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Sjá meira