Kærkomin afmælisgjöf að fá að snúa heim Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. desember 2020 22:45 Jóhann Stefánsson segir það hafa verið kærkomna afmælisgjöf að fá að snúa aftur heim á Seyðisfjörð á sextíu ára afmælisdaginn. Jóhann Stefánsson, íbúi á Seyðisfirði segir það kærkomna afmælisgjöf að hafa fengið að snúa aftur heim í dag. Jóhann fagnar sextugsafmæli í dag, sama dag og fjörutíu fjölskyldur fengu að snúa aftur heim á Seyðisfjörð eftir að rýmingu var aflétt að hluta. „Það var bara ágætis afmælisgjöf,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hann og eiginkona hans, Bára Mjöll Jónsdóttir, eru fegin að komast aftur heim en tíu dagar eru liðnir síðan bærinn var rýmdur vegna aurskriðanna sem þar ollu gríðarlegu tjóni dagana fyrir jól. „Við gátum eiginlega ekki beðið að komast heim. En við erum svolítið einangruð núna því að við erum ekki með neitt internetsamband, það fór í sundur einhversstaðar línan til okkar þannig að við erum hvorki með sjónvarp eða síma eða internet. Þannig að þetta er bara svolítið eins og í gamladaga. Við erum bara tvö hjónin hérna heima,“ segir Jóhann. Hann segir að það hafi farið ágætlega um hann og hans fólk á meðan þau gátu ekki verið heima. „Alveg ljómandi, við vorum fjögur saman í lítilli íbúð og það fór bara vel um okkur,“ segir Jóhann. „Við vorum fyrstu dagana uppi á Egilsstöðum en síðan vorum við með íbúð hérna á öruggu svæði, hérna í Seyðisfirði.“ Dældi vatni upp úr kjallaranum alla nóttina Heimili þeirra Jóhanns og Báru slapp að mestu leyti vel miðað við önnur hús í bænum sem urðu fyrir miklu tjóni þegar ósköpin gengu yfir. „Við vorum reyndar heima vegna þess að aðfaranótt föstudagsins þá flæddi vatn inn í kjallara hjá okkur og ég var bara alla nóttina eiginlega að dæla vatni. Alveg til sjö um morguninn þá var hætt að leka og við vorum bara hérna heima hjónin og vorum að hvíla okkur bara þegar að ósköpin dundu yfir,“ segir Jóhann. „Við teljum okkur vera nokkuð örugg hérna þar sem við erum en samt sem áður, skriðurnar sem að féllu fyrst og féllu aðfararnótt föstudagsins eru ekki nema innan við hundrað metra frá okkur. Þannig að þær eru bara hérna rétt utan við húsið.“ Ekki allir tilbúnir að snúa heim Hann segir andrúmsloftið vissulega vera nokkuð óvenjulegt í bænum en það sé misjafnt hvernig hamfarirnar koma við fólk. „Þetta hefur svo sem ekki komið neitt sérstaklega illa við okkur þannig lagað. Við hlökkuðum bara til að komast heim og komast í okkar húsnæði aftur,“ segir Jóhann. Þótt þau hjónin hafi ekki hikað við að snúa heim um leið og þau fengu grænt ljós, á það ekki við um alla. „Ég veit af vinafólki mínu sem getur ekki hugsað sér að snúa til baka. Þau áttu reyndar heima svolítið nær flóðasvæðinu heldur en við en kannski skiljanlega sem að það er einhver beigur í þeim,“ segir Jóhann. Þótt húsið þeirra Báru og Jóhanns hafi sloppið er ekki það sama hægt að segja um vinnustað Báru. „Konan mín hún missti sína starfsaðstöðu, hún fór í flóðinu,“ segir Jóhann, en hún vinnur hjá þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins sem er með starfsstöð á Seyðisfirði. „Það fór alveg og hún hefur ekkert getað unnið síðan fyrir jól,“ bætir hann við. Komust ekki í afmæliskaffi yfir ófæra heiðina Sjálfur hefur hann getað sinnt sinni vinnu áfram. „Við erum þrír saman sem rekum litla vélsmiðju hérna en hún er ekki á hættusvæði þannig að þetta hefur ekkert truflað okkur neitt þannig lagað,“ segir Jóhann. Þess má geta að það var afi hans sem stofnaði vélsmiðjuna á sínum tíma, sem nú er hluti af Tæknimynjasafninu. Þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður segist Jóhann hafa átt notarlegan afmælisdag í faðmi fjölskyldunnar í tilefni af stórafmælinu. „Við fögnuðum honum bara í íbúðinni sem við vorum í og konan bakaði fyrir mig köku og nánasta fjölskyldan í kaffi, við vorum nú reyndar bara fjögur,“ segir Jóhann. Systir hans sem einnig er búsett á Seyðisfirði býr á hættusvæði og hefur hún því ekki ennþá fengið að snúa heim. Móðir Jóhanns, sem jafnan dvelur á hjúkrunarheimilinu á Seyðisfirði, þurfti að fara líka að yfirgefa bæinn þegar hann var rýmdur. „Þau komust ekkert yfir heiðina í dag, það var ófært. Það var ekki fært yfir heiðina í dag og var ófært um tíma í gær líka þannig að við erum svolítið innilokuð hérna núna eins og er,“ segir Jóhann. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Náttúruhamfarir Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
„Það var bara ágætis afmælisgjöf,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hann og eiginkona hans, Bára Mjöll Jónsdóttir, eru fegin að komast aftur heim en tíu dagar eru liðnir síðan bærinn var rýmdur vegna aurskriðanna sem þar ollu gríðarlegu tjóni dagana fyrir jól. „Við gátum eiginlega ekki beðið að komast heim. En við erum svolítið einangruð núna því að við erum ekki með neitt internetsamband, það fór í sundur einhversstaðar línan til okkar þannig að við erum hvorki með sjónvarp eða síma eða internet. Þannig að þetta er bara svolítið eins og í gamladaga. Við erum bara tvö hjónin hérna heima,“ segir Jóhann. Hann segir að það hafi farið ágætlega um hann og hans fólk á meðan þau gátu ekki verið heima. „Alveg ljómandi, við vorum fjögur saman í lítilli íbúð og það fór bara vel um okkur,“ segir Jóhann. „Við vorum fyrstu dagana uppi á Egilsstöðum en síðan vorum við með íbúð hérna á öruggu svæði, hérna í Seyðisfirði.“ Dældi vatni upp úr kjallaranum alla nóttina Heimili þeirra Jóhanns og Báru slapp að mestu leyti vel miðað við önnur hús í bænum sem urðu fyrir miklu tjóni þegar ósköpin gengu yfir. „Við vorum reyndar heima vegna þess að aðfaranótt föstudagsins þá flæddi vatn inn í kjallara hjá okkur og ég var bara alla nóttina eiginlega að dæla vatni. Alveg til sjö um morguninn þá var hætt að leka og við vorum bara hérna heima hjónin og vorum að hvíla okkur bara þegar að ósköpin dundu yfir,“ segir Jóhann. „Við teljum okkur vera nokkuð örugg hérna þar sem við erum en samt sem áður, skriðurnar sem að féllu fyrst og féllu aðfararnótt föstudagsins eru ekki nema innan við hundrað metra frá okkur. Þannig að þær eru bara hérna rétt utan við húsið.“ Ekki allir tilbúnir að snúa heim Hann segir andrúmsloftið vissulega vera nokkuð óvenjulegt í bænum en það sé misjafnt hvernig hamfarirnar koma við fólk. „Þetta hefur svo sem ekki komið neitt sérstaklega illa við okkur þannig lagað. Við hlökkuðum bara til að komast heim og komast í okkar húsnæði aftur,“ segir Jóhann. Þótt þau hjónin hafi ekki hikað við að snúa heim um leið og þau fengu grænt ljós, á það ekki við um alla. „Ég veit af vinafólki mínu sem getur ekki hugsað sér að snúa til baka. Þau áttu reyndar heima svolítið nær flóðasvæðinu heldur en við en kannski skiljanlega sem að það er einhver beigur í þeim,“ segir Jóhann. Þótt húsið þeirra Báru og Jóhanns hafi sloppið er ekki það sama hægt að segja um vinnustað Báru. „Konan mín hún missti sína starfsaðstöðu, hún fór í flóðinu,“ segir Jóhann, en hún vinnur hjá þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins sem er með starfsstöð á Seyðisfirði. „Það fór alveg og hún hefur ekkert getað unnið síðan fyrir jól,“ bætir hann við. Komust ekki í afmæliskaffi yfir ófæra heiðina Sjálfur hefur hann getað sinnt sinni vinnu áfram. „Við erum þrír saman sem rekum litla vélsmiðju hérna en hún er ekki á hættusvæði þannig að þetta hefur ekkert truflað okkur neitt þannig lagað,“ segir Jóhann. Þess má geta að það var afi hans sem stofnaði vélsmiðjuna á sínum tíma, sem nú er hluti af Tæknimynjasafninu. Þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður segist Jóhann hafa átt notarlegan afmælisdag í faðmi fjölskyldunnar í tilefni af stórafmælinu. „Við fögnuðum honum bara í íbúðinni sem við vorum í og konan bakaði fyrir mig köku og nánasta fjölskyldan í kaffi, við vorum nú reyndar bara fjögur,“ segir Jóhann. Systir hans sem einnig er búsett á Seyðisfirði býr á hættusvæði og hefur hún því ekki ennþá fengið að snúa heim. Móðir Jóhanns, sem jafnan dvelur á hjúkrunarheimilinu á Seyðisfirði, þurfti að fara líka að yfirgefa bæinn þegar hann var rýmdur. „Þau komust ekkert yfir heiðina í dag, það var ófært. Það var ekki fært yfir heiðina í dag og var ófært um tíma í gær líka þannig að við erum svolítið innilokuð hérna núna eins og er,“ segir Jóhann.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Náttúruhamfarir Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira