„Ár prófrauna, harmleikja og tára“ Heimsljós 29. desember 2020 11:20 Sameinuðu þjóðirnar António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir kolefnisjafnvægi fyrir árið 2050 helsta baráttumál samtakanna á næsta ári. Kolefnisjafnvægi fyrir miðja öldina verður helsta baráttumál Sameinuðu þjóðanna á nýju ári. „Helsta metnaðarmál Sameinuðu þjóðanna árið 2021 verður að mynda alheimsbandalag í þágu kolefnisjafnvægis fyrir árið 2050,” segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri samtakanna í nýársávarpi fyrir 2021. Í ávarpinu segir Guterres að árið 2020 hafi verið einstaklega erfitt og COVID-10 hafi sett líf fólks á hvolf og valdið þjáningu og sorg í heiminum - „ár prófrauna, harmleikja og tára“, eins og segir í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC). „Við höfum misst marga ástvini – og faraldurinn geisar enn með nýjum bylgjum veikinda og dauða,” segir Guterres. „Fátækt, ójöfnuður og hungur fara vaxandi. Störf tapast og skuldir aukast. Börn eiga erfitt uppdráttar. Heimilisofbeldi og óöryggi magnast hvarvetna.“ Í ávarpinu nefnir hann þó ýmsar ljósgætur í myrkrinu eins og að fólk hefði rétt nágrönnum og ókunnugum hjálparhönd, framlínustarfsfólk hafi lagt sig allt fram, vísindamenn hafi þróunar bóluefni á metttíma og ríki hafi tilkynnt um nýjar skuldbindingar til að koma í veg fyrir loftslagshamfarir. „Loftslagsbreytingar og COVID-19 fela í sér kreppu sem einungis er hægt að glíma við í sameiningu,“ segir Guterres í ávarpinu og hvetur til aukinnar alþjóðlegrar samvinnu. „Með samstilltu átaki getum við friðmælst við okkur sjálf og náttúruna, tekist á við loftslagsbreytingar, stöðvað útbreiðslu COVD-19 og helgaði árið 2021 því að græða sár, sár af völdum banvænnar veiru, sár særðra hagkerfa og samfélaga, sár sundrungar. Og hefja lækningu plánetunnar. Þetta ættu að vera nýársheit okkar fyrir 2021,“ segir Guterres í nýársávarpinu með óskum um gleðiríkt og friðsælt nýtt ár. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent
Kolefnisjafnvægi fyrir miðja öldina verður helsta baráttumál Sameinuðu þjóðanna á nýju ári. „Helsta metnaðarmál Sameinuðu þjóðanna árið 2021 verður að mynda alheimsbandalag í þágu kolefnisjafnvægis fyrir árið 2050,” segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri samtakanna í nýársávarpi fyrir 2021. Í ávarpinu segir Guterres að árið 2020 hafi verið einstaklega erfitt og COVID-10 hafi sett líf fólks á hvolf og valdið þjáningu og sorg í heiminum - „ár prófrauna, harmleikja og tára“, eins og segir í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC). „Við höfum misst marga ástvini – og faraldurinn geisar enn með nýjum bylgjum veikinda og dauða,” segir Guterres. „Fátækt, ójöfnuður og hungur fara vaxandi. Störf tapast og skuldir aukast. Börn eiga erfitt uppdráttar. Heimilisofbeldi og óöryggi magnast hvarvetna.“ Í ávarpinu nefnir hann þó ýmsar ljósgætur í myrkrinu eins og að fólk hefði rétt nágrönnum og ókunnugum hjálparhönd, framlínustarfsfólk hafi lagt sig allt fram, vísindamenn hafi þróunar bóluefni á metttíma og ríki hafi tilkynnt um nýjar skuldbindingar til að koma í veg fyrir loftslagshamfarir. „Loftslagsbreytingar og COVID-19 fela í sér kreppu sem einungis er hægt að glíma við í sameiningu,“ segir Guterres í ávarpinu og hvetur til aukinnar alþjóðlegrar samvinnu. „Með samstilltu átaki getum við friðmælst við okkur sjálf og náttúruna, tekist á við loftslagsbreytingar, stöðvað útbreiðslu COVD-19 og helgaði árið 2021 því að græða sár, sár af völdum banvænnar veiru, sár særðra hagkerfa og samfélaga, sár sundrungar. Og hefja lækningu plánetunnar. Þetta ættu að vera nýársheit okkar fyrir 2021,“ segir Guterres í nýársávarpinu með óskum um gleðiríkt og friðsælt nýtt ár. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent