Háskólanemi í sófanum heima Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar 16. mars 2020 15:00 Háskólanám á Íslandi er mjög fjölbreytt. Á Íslandi starfa nú sjö háskólar um allt land sem bjóða upp á ýmsar námsleiðir og sumir sérhæfa sig í ýmsum fögum. Margar háskóladeildir á Íslandi hafa hafið fjarnám og upptökur á fyrirlestrum sínum. Það er jákvæð þróun enda auðveldar það nemendum lífið svo um munar og gerir mörgum kleift að stunda nám sem gætu það annars ekki. Mörg þeirra sem hefja nám á háskólastigi eru farin að stofna fjölskyldur, vinna til að sjá fyrir sér, eiga erfitt með ferðalög, eiga misauðvelt með nám og eru í mismunandi aðstæðum. Því kjósa margir að fara í fjarnám. Í nútímasamfélagi ætti fjarnám að vera mun stærri hluti af háskólasamfélaginu en raun ber vitni. Í kjölfar ljósleiðaravæðingarinnar er mun auðveldara fyrir fólk að byrja að stunda nám án þess að flytja langar leiðir. Því gæti aukið fjarnám aukið möguleika á að bæta við sig menntun, komið í veg fyrir spekileka minni samfélaga, gefið fjölskyldufólki og námsmönnum meiri möguleika á því að velja hvar þau búa og yrði góð leið til þess að styrkja landsbyggðina. Einnig yrðu upptökur á fyrirlestrum til þess að nemendur gætu fylgst betur með náminu sínu því oft koma upp aðstæður sem hindra nemendur í því að mæta í tíma eins og veikindi og veðurfar. Þær háskóladeildir sem hafa byrjað með fjarnám og upptökur á fyrirlestrum eiga hrós skilið. En því miður eru aðrar deildir sem eiga enn langt í land. Margar námsbrautir eru einungis í boði í staðnámi. Þá er í flestum tilvikum mætingarskylda í tíma. Stundum er það skiljanlegt þar sem sumar námsbrautir ganga út á verklega kennslu. En þegar námið byggist aðallega á fyrirlestrum, lestri og stafrænum verkefnaskilum þá er mér í mun að skilja hvers vegna það býðst ekki í fjarnámi. Fjarnámið getur létt mikið á háskólanum sjálfum og nemendum. Umræður í tímunum eru mun betri þegar færri eru í stofunni heldur en þegar yfir hundrað nemendur mæta í tíma. Í staðnáminu eru mörg vandamál sem koma upp. Umræður í tíma verða mjög takmarkaðar vegna fjölda nemenda og þurfa nemendur stundum að mæta um leið og stofan er opnuð til þess að ná sæti. Síðan heyrist misvel í kennurum þannig að það er eins gott að sitja ekki aftast. Fyrirlestrar eru ekki teknir upp í sumum deildum, þrátt fyrir að búnaður sé til staðar, vegna þess að það er ekki vaninn. Ég get ekki séð að nemandi læri meira í þeim aðstæðum heldur en sitjandi upp í sófa heima og hlusta á fyrirlesturinn í tölvunni og hafa þann valkost að geta spólað til baka og hlustað aftur á það sem var óskiljanlegt og geta svo glósað á sínum hraða. Nemendur eru mismunandi og fólk á fullorðinsaldri á að geta skipulagt og borið ábyrgð á sínu eigin námi. Kostirnir fyrir háskólasamfélagið gætu einnig orðið mjög miklir: Styttri biðlistar á stúdentagarða, minni umferð, meira pláss fyrir nemendur og betri umræður í tímum. Þetta gæti líka létt verulega á umferð sem myndi skila sér í minna viðhaldi og bættari samgöngum. Því skil ég ekki hvers vegna reynt er að halda i fornar kennsluaðferðir eins og er gert í dag. Síðustu daga hefur fjarnám, fjarvinna og samskipti í gegnum netið skipt sköpum fyrir þá einstaklinga sem þurfa að vera heima í meira mæli en áður vegna þess faraldurs sem nú geysar. Ég vona því að þeir skólar sem taka upp fjarnám í fögum sem hafa ekki boðið upp á það áður haldi því áfram til að bæta aðstæður fyrir nemendur og skólann sjálfan. Ég tel að auka eigi fjarnám gífurlega á Íslandi. Í því tæknisamfélagi sem við búum í ætti nám að vera miklu aðgengilegra og fjarnám er ein besta leiðin til þess. Með því er einnig komið til móts við fjórða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: „Menntun fyrir alla“. Markmiðið er sett til að tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi. Höfundur er formaður Sambands ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Háskólanám á Íslandi er mjög fjölbreytt. Á Íslandi starfa nú sjö háskólar um allt land sem bjóða upp á ýmsar námsleiðir og sumir sérhæfa sig í ýmsum fögum. Margar háskóladeildir á Íslandi hafa hafið fjarnám og upptökur á fyrirlestrum sínum. Það er jákvæð þróun enda auðveldar það nemendum lífið svo um munar og gerir mörgum kleift að stunda nám sem gætu það annars ekki. Mörg þeirra sem hefja nám á háskólastigi eru farin að stofna fjölskyldur, vinna til að sjá fyrir sér, eiga erfitt með ferðalög, eiga misauðvelt með nám og eru í mismunandi aðstæðum. Því kjósa margir að fara í fjarnám. Í nútímasamfélagi ætti fjarnám að vera mun stærri hluti af háskólasamfélaginu en raun ber vitni. Í kjölfar ljósleiðaravæðingarinnar er mun auðveldara fyrir fólk að byrja að stunda nám án þess að flytja langar leiðir. Því gæti aukið fjarnám aukið möguleika á að bæta við sig menntun, komið í veg fyrir spekileka minni samfélaga, gefið fjölskyldufólki og námsmönnum meiri möguleika á því að velja hvar þau búa og yrði góð leið til þess að styrkja landsbyggðina. Einnig yrðu upptökur á fyrirlestrum til þess að nemendur gætu fylgst betur með náminu sínu því oft koma upp aðstæður sem hindra nemendur í því að mæta í tíma eins og veikindi og veðurfar. Þær háskóladeildir sem hafa byrjað með fjarnám og upptökur á fyrirlestrum eiga hrós skilið. En því miður eru aðrar deildir sem eiga enn langt í land. Margar námsbrautir eru einungis í boði í staðnámi. Þá er í flestum tilvikum mætingarskylda í tíma. Stundum er það skiljanlegt þar sem sumar námsbrautir ganga út á verklega kennslu. En þegar námið byggist aðallega á fyrirlestrum, lestri og stafrænum verkefnaskilum þá er mér í mun að skilja hvers vegna það býðst ekki í fjarnámi. Fjarnámið getur létt mikið á háskólanum sjálfum og nemendum. Umræður í tímunum eru mun betri þegar færri eru í stofunni heldur en þegar yfir hundrað nemendur mæta í tíma. Í staðnáminu eru mörg vandamál sem koma upp. Umræður í tíma verða mjög takmarkaðar vegna fjölda nemenda og þurfa nemendur stundum að mæta um leið og stofan er opnuð til þess að ná sæti. Síðan heyrist misvel í kennurum þannig að það er eins gott að sitja ekki aftast. Fyrirlestrar eru ekki teknir upp í sumum deildum, þrátt fyrir að búnaður sé til staðar, vegna þess að það er ekki vaninn. Ég get ekki séð að nemandi læri meira í þeim aðstæðum heldur en sitjandi upp í sófa heima og hlusta á fyrirlesturinn í tölvunni og hafa þann valkost að geta spólað til baka og hlustað aftur á það sem var óskiljanlegt og geta svo glósað á sínum hraða. Nemendur eru mismunandi og fólk á fullorðinsaldri á að geta skipulagt og borið ábyrgð á sínu eigin námi. Kostirnir fyrir háskólasamfélagið gætu einnig orðið mjög miklir: Styttri biðlistar á stúdentagarða, minni umferð, meira pláss fyrir nemendur og betri umræður í tímum. Þetta gæti líka létt verulega á umferð sem myndi skila sér í minna viðhaldi og bættari samgöngum. Því skil ég ekki hvers vegna reynt er að halda i fornar kennsluaðferðir eins og er gert í dag. Síðustu daga hefur fjarnám, fjarvinna og samskipti í gegnum netið skipt sköpum fyrir þá einstaklinga sem þurfa að vera heima í meira mæli en áður vegna þess faraldurs sem nú geysar. Ég vona því að þeir skólar sem taka upp fjarnám í fögum sem hafa ekki boðið upp á það áður haldi því áfram til að bæta aðstæður fyrir nemendur og skólann sjálfan. Ég tel að auka eigi fjarnám gífurlega á Íslandi. Í því tæknisamfélagi sem við búum í ætti nám að vera miklu aðgengilegra og fjarnám er ein besta leiðin til þess. Með því er einnig komið til móts við fjórða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: „Menntun fyrir alla“. Markmiðið er sett til að tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi. Höfundur er formaður Sambands ungra Framsóknarmanna.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun