„Þetta var mjög svekkjandi“ | Ragnheiður heldur í vonina um úrslitakeppni Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2020 22:00 Ragnheiður Júlíusdóttir við Framheimilið í dag. skjáskot/stöð 2 sport „Ég verð nú bara að vera alveg hreinskilin með að þetta var mjög svekkjandi,“ sagði Ragnheiður Júlíusdóttir í Sportinu í dag, nýjum íþróttaþætti Stöðvar 2 Sport. Ragnheiður og stöllur í Fram voru einum leik frá því að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í handbolta þegar allri handboltakeppni á Íslandi var frestað um óákveðinn tíma vegna kórónuveirunnar. Ragnheiður ræddi við Henry Birgi Gunnarsson fyrir utan íþróttahús Fram í Safamýrinni í dag, þar sem hún er vön að verja deginum við æfingar og þjálfun yngri flokka. Innslagið má sjá neðst í fréttinni. „Það er ekkert að frétta eins og er. Engin þjálfun og engar æfingar svo það er mjög lítið að gera. Þetta er mjög skrýtið ástand en við tökum þessu bara eins og þetta er,“ sagði Ragnheiður. Fram er fimm stigum á undan Val á toppi Olís-deildarinnar og sigur gegn Stjörnunni síðasta föstudagskvöld hefði tryggt liðinu deildarmeistaratitilinn: „Það var stutt í mætingu og maður var búinn að peppa sig upp í leikinn og til í að spila. En við vonum það besta og reynum að vera jákvæðar, og vonum að við fáum að klára deildina og að það verði úrslitakeppni, sama hvernig hún verður. Þetta var mjög svekkjandi,“ sagði Ragnheiður. Hún segir Framkonur opnar fyrir ýmsum lausnum til að klára Íslandsmótið en hvað þætti henni um að efsta lið deildarinnar yrði einfaldlega krýnt Íslandsmeistari, án úrslitakeppni? „Það væri mjög skrýtið. Ég veit ekki hvort að manni myndi líða eins og að maður ætti þetta verðskuldað. En maður sér á Norðurlöndunum að það er búið að aflýsa öllu, og þetta er bara mjög skrýtið ástand. Við treystum bara HSÍ og ÍSÍ til að finna niðurstöðu í þessu.“ Klippa: Ragnheiður Júlíusdóttir um ástandið Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Sportið í dag Tengdar fréttir Nýr íþróttaþáttur hefur göngu sína í dag | Guðni Bergsson mætir í sett Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson stýra nýjum íþróttaþætti, Sportið í dag, á Stöð 2 Sport. 16. mars 2020 11:56 Sjáðu fyrsta þáttinn af Sportið í dag Nýr íþróttaþáttur hóf göngu sína á Stöð 2 Sport í dag. 16. mars 2020 15:35 HSÍ teiknað upp ýmsar sviðsmyndir Öll keppni í handbolta á Íslandi er komin í ótímabundið hlé vegna kórónuveirunnar. Framkvæmdastjóri HSÍ segir nokkrar leiðir hafa verið ræddar varðandi lok Íslandsmótsins, fari svo að hægt verði að spila meira fyrir sumar. 17. mars 2020 07:00 HSÍ frestar öllum leikjum ótímabundið Handknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að fresta öllum leikjum ótímabundið frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HSÍ. 13. mars 2020 16:35 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
„Ég verð nú bara að vera alveg hreinskilin með að þetta var mjög svekkjandi,“ sagði Ragnheiður Júlíusdóttir í Sportinu í dag, nýjum íþróttaþætti Stöðvar 2 Sport. Ragnheiður og stöllur í Fram voru einum leik frá því að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í handbolta þegar allri handboltakeppni á Íslandi var frestað um óákveðinn tíma vegna kórónuveirunnar. Ragnheiður ræddi við Henry Birgi Gunnarsson fyrir utan íþróttahús Fram í Safamýrinni í dag, þar sem hún er vön að verja deginum við æfingar og þjálfun yngri flokka. Innslagið má sjá neðst í fréttinni. „Það er ekkert að frétta eins og er. Engin þjálfun og engar æfingar svo það er mjög lítið að gera. Þetta er mjög skrýtið ástand en við tökum þessu bara eins og þetta er,“ sagði Ragnheiður. Fram er fimm stigum á undan Val á toppi Olís-deildarinnar og sigur gegn Stjörnunni síðasta föstudagskvöld hefði tryggt liðinu deildarmeistaratitilinn: „Það var stutt í mætingu og maður var búinn að peppa sig upp í leikinn og til í að spila. En við vonum það besta og reynum að vera jákvæðar, og vonum að við fáum að klára deildina og að það verði úrslitakeppni, sama hvernig hún verður. Þetta var mjög svekkjandi,“ sagði Ragnheiður. Hún segir Framkonur opnar fyrir ýmsum lausnum til að klára Íslandsmótið en hvað þætti henni um að efsta lið deildarinnar yrði einfaldlega krýnt Íslandsmeistari, án úrslitakeppni? „Það væri mjög skrýtið. Ég veit ekki hvort að manni myndi líða eins og að maður ætti þetta verðskuldað. En maður sér á Norðurlöndunum að það er búið að aflýsa öllu, og þetta er bara mjög skrýtið ástand. Við treystum bara HSÍ og ÍSÍ til að finna niðurstöðu í þessu.“ Klippa: Ragnheiður Júlíusdóttir um ástandið
Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Sportið í dag Tengdar fréttir Nýr íþróttaþáttur hefur göngu sína í dag | Guðni Bergsson mætir í sett Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson stýra nýjum íþróttaþætti, Sportið í dag, á Stöð 2 Sport. 16. mars 2020 11:56 Sjáðu fyrsta þáttinn af Sportið í dag Nýr íþróttaþáttur hóf göngu sína á Stöð 2 Sport í dag. 16. mars 2020 15:35 HSÍ teiknað upp ýmsar sviðsmyndir Öll keppni í handbolta á Íslandi er komin í ótímabundið hlé vegna kórónuveirunnar. Framkvæmdastjóri HSÍ segir nokkrar leiðir hafa verið ræddar varðandi lok Íslandsmótsins, fari svo að hægt verði að spila meira fyrir sumar. 17. mars 2020 07:00 HSÍ frestar öllum leikjum ótímabundið Handknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að fresta öllum leikjum ótímabundið frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HSÍ. 13. mars 2020 16:35 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Nýr íþróttaþáttur hefur göngu sína í dag | Guðni Bergsson mætir í sett Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson stýra nýjum íþróttaþætti, Sportið í dag, á Stöð 2 Sport. 16. mars 2020 11:56
Sjáðu fyrsta þáttinn af Sportið í dag Nýr íþróttaþáttur hóf göngu sína á Stöð 2 Sport í dag. 16. mars 2020 15:35
HSÍ teiknað upp ýmsar sviðsmyndir Öll keppni í handbolta á Íslandi er komin í ótímabundið hlé vegna kórónuveirunnar. Framkvæmdastjóri HSÍ segir nokkrar leiðir hafa verið ræddar varðandi lok Íslandsmótsins, fari svo að hægt verði að spila meira fyrir sumar. 17. mars 2020 07:00
HSÍ frestar öllum leikjum ótímabundið Handknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að fresta öllum leikjum ótímabundið frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HSÍ. 13. mars 2020 16:35