Sorry ef ég er að trufla partýið Sigríður Karlsdóttir skrifar 20. apríl 2020 11:15 Sorry ef ég er eitthvað að trufla partýið. Héddna.. ég er að tala við þig sem fórst með 3 hjónum og maka þínum í bústað um helgina. Og þig, ungi maður í ísbúðinni sem varst með 5 öðrum vinum þínum að knúsast og hafa það næs. Svona eins og maður gerir vanalega. Bara ekki núna. Og svo þig líka, dömuna, sem hittir vinkonur þínar á kaffihúsinu í hverfinu. Mamma þarf að djamma og allt það. Bara sorry með mig. En ég ætla vera ógeðslega leiðinleg og skemma stemmninguna. Þarna úti er fólk sem vinnur af sér rassgatið inni á sjúkrahúsum, hættir lífi sínu til að vera til staðar fyrir deyjandi fólk. Þarna úti er þríeykið að vinna á hverjum einasta degi, líka um helgar. Líka í páskafríinu, á meðan þú hittir nokkra félaga yfir öl. Þarna úti eru ömmur og afar sem geta ekki farið út í búð vegna þess að þetta er leikur upp á líf og dauða. Þarna úti eru kennarar að reyna halda rútínu hjá börnunum ykkar meðan þetta gengur yfir. Ef þið hysjið ekki upp um ykkur buxurnar, þá gengur þetta yfir á.. tja…. 18 mánuðum?? Sjáiði ekki virðingaleysið? Takið nú rakettuna úr rassinum á ykkur. Takið lika hausinn þaðan út til að þið getið áttað ykkur á heildarmyndinni. Við lendum aftur á byrjunarreit af því ykkur langaði bara svo ofsalega að hitta einhvern. Og bara hafa gaman, skiluru. Ef þið getið ekki chillað með ykkur sjálfum, þið vitið - verið sjálfum ykkur nóg - þá er kannski kominn tími til að skoða af hverju. Kannski þurfið þið bara að setjast aðeins niður og fara í naflaskoðun. Gætuð jafnvel fundið eitthvað naflakusk þar. Ef þið hafið tíma. Afsakið hvað ég er óforskömmuð að ráðast svona á ykkur í gegnum tölvuna. Ég nenni bara ekki að vera næs núna. Kannski er ég bara abbó af því mig langar að fara í bústað. Kannski er ég bara eigingjörn af því ég nenni ekki að byrja alltaf upp á nýtt og leyfa þessu ástandi að malla heila meðgöngu i viðbót. Kannski er ég svona hvöss af því ég hef hangið heima hjá mér í að verða mánuð, Þetta er ekkert flókið. Inn í hellinn með ykkur. Góðar stundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Sorry ef ég er eitthvað að trufla partýið. Héddna.. ég er að tala við þig sem fórst með 3 hjónum og maka þínum í bústað um helgina. Og þig, ungi maður í ísbúðinni sem varst með 5 öðrum vinum þínum að knúsast og hafa það næs. Svona eins og maður gerir vanalega. Bara ekki núna. Og svo þig líka, dömuna, sem hittir vinkonur þínar á kaffihúsinu í hverfinu. Mamma þarf að djamma og allt það. Bara sorry með mig. En ég ætla vera ógeðslega leiðinleg og skemma stemmninguna. Þarna úti er fólk sem vinnur af sér rassgatið inni á sjúkrahúsum, hættir lífi sínu til að vera til staðar fyrir deyjandi fólk. Þarna úti er þríeykið að vinna á hverjum einasta degi, líka um helgar. Líka í páskafríinu, á meðan þú hittir nokkra félaga yfir öl. Þarna úti eru ömmur og afar sem geta ekki farið út í búð vegna þess að þetta er leikur upp á líf og dauða. Þarna úti eru kennarar að reyna halda rútínu hjá börnunum ykkar meðan þetta gengur yfir. Ef þið hysjið ekki upp um ykkur buxurnar, þá gengur þetta yfir á.. tja…. 18 mánuðum?? Sjáiði ekki virðingaleysið? Takið nú rakettuna úr rassinum á ykkur. Takið lika hausinn þaðan út til að þið getið áttað ykkur á heildarmyndinni. Við lendum aftur á byrjunarreit af því ykkur langaði bara svo ofsalega að hitta einhvern. Og bara hafa gaman, skiluru. Ef þið getið ekki chillað með ykkur sjálfum, þið vitið - verið sjálfum ykkur nóg - þá er kannski kominn tími til að skoða af hverju. Kannski þurfið þið bara að setjast aðeins niður og fara í naflaskoðun. Gætuð jafnvel fundið eitthvað naflakusk þar. Ef þið hafið tíma. Afsakið hvað ég er óforskömmuð að ráðast svona á ykkur í gegnum tölvuna. Ég nenni bara ekki að vera næs núna. Kannski er ég bara abbó af því mig langar að fara í bústað. Kannski er ég bara eigingjörn af því ég nenni ekki að byrja alltaf upp á nýtt og leyfa þessu ástandi að malla heila meðgöngu i viðbót. Kannski er ég svona hvöss af því ég hef hangið heima hjá mér í að verða mánuð, Þetta er ekkert flókið. Inn í hellinn með ykkur. Góðar stundir.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun