Forgangsröðun í þágu fólks Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 21. apríl 2020 11:00 Sjálfstæðisflokkurinn í meirihluta bæjarstjórnar Garðabæjar ætlar sér nú stærri hluti en nokkru sinni fyrr í uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlað fólk. Meirihlutinn hefur löngum verið gagnrýndur fyrir hægagang og jafnvel sinnuleysi þegar kemur að málefnum fatlaðs fólks, svo þessi umskipti eru sannarlega ánægjuleg. Stóru tíðindin eru þau að nú skal lagt upp með að fara í framkvæmdir á tveimur íbúðakjörnum í einu. Við í Garðabæjarlistanum fögnum því mjög að nú skuli gefið í, enda núverandi staða ekki forsvaranleg og brýnt að leysa úr hratt og vel. Sambýli af gamla skólanum eru því miður enn við lýði þrátt fyrir að sá kostur sé algjörlega óviðunandi. Það sem veldur hins vegar áhyggjum er að það verði ekki tekið mið af reynslu til að mynda af búsetu í nýlegum búsetukjarna. Það blasir við að sama lausn hentar ekki öllum og mikilvægt að huga að þörfum þeirra einstaklinga sem á að byggja fyrir og bera virðingu fyrir þeim réttindum fatlaðra sjálfra að hafa skoðun á því hvernig hámarka megi lífsgæði þeirra. Fjölbreytileikinn í þessari atrennu snýr hins vegar fyrst og síðast að því hvað henti Garðabæ rekstrarlega. Meirihlutinn telur rétt að Garðabær reki annan búsetukjarnann, sem við fögnum mjög, því það að efla og styrkja inniviði sveitarfélagsins er fjárfesting til framtíðar og mikilvæg fjárfesting þegar kemur að þjónustu við fatlað fólk. Á þessu kjörtímabili hefur minnihlutinn oftar en einu sinni setið undir ræðum bæjarstjóra um að sama lausnin henti alls ekki öllum, þegar talið berst að búsetukostum fyrir fatlaða. Þess vegna skyti það skökku við ef ráðast á í framkvæmdir, þar sem beinlínis er gert ráð fyrir að allir passi í sama mót. Það færi betur á því að líta til þess sem best hefur heppnast hjá öðrum sveitarfélögum þar sem reynsluna er að finna, þar sem búsetukjarnar eru t.d. hluti af fjölbýli, þar sem fólk óttast ekki að hugsa út fyrir boxið og þar sem væntanlegir íbúa eru hafðir með í ráðum. Fyrir hönd Garðabæjarlistans hvet ég meirihlutann, með bæjarstjórann í broddi fylkingar, til þess að taka mið af ráðleggingum sérfræðinga, hagsmunaaðila og notenda þessa búsetukosts. Hlutverk sveitarstjórna er að þjóna íbúum, öllu sveitarfélaginu til hagsbóta og framfara. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Félagsmál Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn í meirihluta bæjarstjórnar Garðabæjar ætlar sér nú stærri hluti en nokkru sinni fyrr í uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlað fólk. Meirihlutinn hefur löngum verið gagnrýndur fyrir hægagang og jafnvel sinnuleysi þegar kemur að málefnum fatlaðs fólks, svo þessi umskipti eru sannarlega ánægjuleg. Stóru tíðindin eru þau að nú skal lagt upp með að fara í framkvæmdir á tveimur íbúðakjörnum í einu. Við í Garðabæjarlistanum fögnum því mjög að nú skuli gefið í, enda núverandi staða ekki forsvaranleg og brýnt að leysa úr hratt og vel. Sambýli af gamla skólanum eru því miður enn við lýði þrátt fyrir að sá kostur sé algjörlega óviðunandi. Það sem veldur hins vegar áhyggjum er að það verði ekki tekið mið af reynslu til að mynda af búsetu í nýlegum búsetukjarna. Það blasir við að sama lausn hentar ekki öllum og mikilvægt að huga að þörfum þeirra einstaklinga sem á að byggja fyrir og bera virðingu fyrir þeim réttindum fatlaðra sjálfra að hafa skoðun á því hvernig hámarka megi lífsgæði þeirra. Fjölbreytileikinn í þessari atrennu snýr hins vegar fyrst og síðast að því hvað henti Garðabæ rekstrarlega. Meirihlutinn telur rétt að Garðabær reki annan búsetukjarnann, sem við fögnum mjög, því það að efla og styrkja inniviði sveitarfélagsins er fjárfesting til framtíðar og mikilvæg fjárfesting þegar kemur að þjónustu við fatlað fólk. Á þessu kjörtímabili hefur minnihlutinn oftar en einu sinni setið undir ræðum bæjarstjóra um að sama lausnin henti alls ekki öllum, þegar talið berst að búsetukostum fyrir fatlaða. Þess vegna skyti það skökku við ef ráðast á í framkvæmdir, þar sem beinlínis er gert ráð fyrir að allir passi í sama mót. Það færi betur á því að líta til þess sem best hefur heppnast hjá öðrum sveitarfélögum þar sem reynsluna er að finna, þar sem búsetukjarnar eru t.d. hluti af fjölbýli, þar sem fólk óttast ekki að hugsa út fyrir boxið og þar sem væntanlegir íbúa eru hafðir með í ráðum. Fyrir hönd Garðabæjarlistans hvet ég meirihlutann, með bæjarstjórann í broddi fylkingar, til þess að taka mið af ráðleggingum sérfræðinga, hagsmunaaðila og notenda þessa búsetukosts. Hlutverk sveitarstjórna er að þjóna íbúum, öllu sveitarfélaginu til hagsbóta og framfara. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun