Var í fýlu út í Óla Stef í viku en segir að áritunin eigi vel við í dag Anton Ingi Leifsson skrifar 22. apríl 2020 21:00 Bjarki Már Elísson í viðtalinu í dag í búningnum fræga. vísir/s2s Handboltamaðurinn Bjarki Már Elísson er léttur og skemmtilegur yfirleitt í viðtölum. Hann var í viðtali í Sportinu í dag en Bjarki Már var á dögunum krýndur markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar. Bjarki Már sem spilar með Lemgo var efstur með 216 mörk, fjórtán á undan Hans Lindberg, er deildin var blásin af. Lemgo var í 10. sæti deildarinnar en Bjarki bíður nú eftir markakóngstitlinum í pósti. Hann var í treyju frá AG Kaupmannahöfn í viðtalinu í dag en Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Stefánsson léku meðal annars með liðinu áður en það varð gjaldþrota. Hver er sagan á bakvið búninginn? „Þetta er góð saga. Nú er ég að reyna láta eins og ég hafi ekki vitað að þú ætlaðir að spyrja mig að þessu,“ sagði Bjarki Már glaður í bragði. Klippa: Sportið í dag - Bjarki Már fékk áritun frá Óla Stef „Þetta er AG Kaupmannahöfn. Ég var í menningarferð í Köben 2012. Ég fór á úrslitaleik AG og Bjerringbro/Silkeborg með tveimur félögum mínum. Á einhvern óskiljanlegan hátt þá náðum við að koma okkur niður í klefa hjá AG sem er sennilega næst stærsta afrekið á ferlinum fyrir utan þennan markakóngstitil sem ég var að vinna.“ „Ég var að láta gaurana skrifa á bolinn í liðinu og svo kom að Óla Stef. Hann sagði svona: Ertu tilbúinn? Ég sagði honum bara skrifa nafnið og þá væri þetta búið. Þá skrifaði hann: Things turn out best for the people who make the best of the way things turn out.“ „Ég var í fýlu út í hann í svona viku því ég vildi ekki að hann myndi skrifa svona mikið á bolinn en þetta á vel við tíðarandann og fólk á að hugsa svona í dag og spila vel úr spilunum,“ sagði Bjarki í léttum tón. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Þýski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Handboltamaðurinn Bjarki Már Elísson er léttur og skemmtilegur yfirleitt í viðtölum. Hann var í viðtali í Sportinu í dag en Bjarki Már var á dögunum krýndur markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar. Bjarki Már sem spilar með Lemgo var efstur með 216 mörk, fjórtán á undan Hans Lindberg, er deildin var blásin af. Lemgo var í 10. sæti deildarinnar en Bjarki bíður nú eftir markakóngstitlinum í pósti. Hann var í treyju frá AG Kaupmannahöfn í viðtalinu í dag en Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Stefánsson léku meðal annars með liðinu áður en það varð gjaldþrota. Hver er sagan á bakvið búninginn? „Þetta er góð saga. Nú er ég að reyna láta eins og ég hafi ekki vitað að þú ætlaðir að spyrja mig að þessu,“ sagði Bjarki Már glaður í bragði. Klippa: Sportið í dag - Bjarki Már fékk áritun frá Óla Stef „Þetta er AG Kaupmannahöfn. Ég var í menningarferð í Köben 2012. Ég fór á úrslitaleik AG og Bjerringbro/Silkeborg með tveimur félögum mínum. Á einhvern óskiljanlegan hátt þá náðum við að koma okkur niður í klefa hjá AG sem er sennilega næst stærsta afrekið á ferlinum fyrir utan þennan markakóngstitil sem ég var að vinna.“ „Ég var að láta gaurana skrifa á bolinn í liðinu og svo kom að Óla Stef. Hann sagði svona: Ertu tilbúinn? Ég sagði honum bara skrifa nafnið og þá væri þetta búið. Þá skrifaði hann: Things turn out best for the people who make the best of the way things turn out.“ „Ég var í fýlu út í hann í svona viku því ég vildi ekki að hann myndi skrifa svona mikið á bolinn en þetta á vel við tíðarandann og fólk á að hugsa svona í dag og spila vel úr spilunum,“ sagði Bjarki í léttum tón. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Þýski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira