Netflix beinir eyrum sínum að Akureyri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. apríl 2020 20:00 Fulltrúi almannavarna sá til þess að allt færi að settum reglum í Hofi um helgina. Vísir/Tryggvi Bandaríska streymisveitan Netflix sendir nú verkefni í gríð og erg til Akureyrar. Sinfóníuhljómsveitin Sinfonia Nord á Akureyri, er ein af fáum, ef ekki sú eina í heiminum, sem getur sinnt kvikmyndatónlistarverkefnum þessa dagana vegna kórónuveirufaraldursins. Miðstöð Sinfonia Nord er í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri þar sem hljóðfæraleikarar hafa staðið í ströngu alla helgina, að taka upp kvikmyndatónlist fyrir bandarísku streymisveitinu Netflix. Verkefnin hreinlega hrúgast inn. „Við eiginlega trúum því ekki hvað er að gerast. Við virðumst vera eina sinfónuhjómsveitin í heiminum sem getur veitt þessa þjónustu núna, ekki það að við vorum löngu byrjaðir á því. Núna erum við að taka upp tónlist fyrir þriðju Netflix-kvikmyndina okkar í röð,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar. Þorvaldur Bjarni fylgist með upptökunum.Vísir/Tryggvi Það flækir málin að ekki mega vera fleiri en 20 í sama rýminu vegna samkomubannsins auk þess sem að Netflix krefst ýtrustu sóttvarna. Því þurfti að skipta hljómsveitinni upp í minni einingar auk þess sem að enginn komst inn í Hof nema fá grænt ljós frá hjúkrunarfræðingi. Hljóðfæraleikararnir þurftu að vera með grímu í almennum rýmum og líklega hefur það ekki oft gerst áður að sinfóníuhljómsveit hafi starfað undir vökulum augum fulltrúa almannavarna, sem gætti þess að allt færi fram samkvæmt reglum. En tónlistin hentar þessum varúðarráðstöfunum. „Við erum að taka upp kvikmyndatónlist fyrir dramatískan þátt, krimma, og þetta er bara svolítið eins og að vera inn í því,“ segir Þorvaldur Bjarni. Framundan eru minnst þrjú verkefni og Netflix virðist ætla að grípa gæsina eftir að hafa kynnst Sinfoniu Nord í fyrri verkefnum, í febrúar var meðal annars tilkynnt að hljómsveitin myndi taka upp tónlistina í Eurovison-mynd Will Ferrel, þar sem Ísland kemur mjög við sögu. „Við erum komin með olnbogann inn, þá vill svo til að fólk lítur til okkar þegar það fattar að á Íslandi er kannski langöruggast að vera á meðan á þessu stendur og þess vegna getum við veitt þjónustuna,“ segir Þorvaldur Bjarni en greint hefur verið frá því að Netflix hafi sett nánast alla sjónvarps- og kvikmyndaframleiðslu á ís, nema í tveimur löndum, Suður-Kóreu og Íslandi, vegna árangurs þeirra í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum. Passað var upp á að nægjanlegt bil væri á milli hljóðfæraleikara. Og fulltrúi almannavarna var aldrei langt undan.Vísir/Tryggvi Og framkvæmdastjórinn vonar að þessi törn skili verkefnum til frambúðar, sem hún virðist þegar vera farin að gera. „Ég var að fá póst núna í gærkvöldi þar sem var verið að spyrja hvort mögulegt væri að fá Hof frá 4. maí þangað til í byrjun september, alla daga.“ Þannig að það verður nóg að gera hjá ykkur? „Það lítur út fyrir það að það verði en þetta er ekki í hendi en ef svo erum við akkúrat kominn á þann stað sem við vildum, að vera með eitt verkefni í viku.“ Hof þykir henta einstaklega vel til þess að taka upp kvikmyndatónlist.Vísir/Tryggvi Netflix Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Kvöddu með stæl Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Orð ársins vísar til rotnunar heilans Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Bandaríska streymisveitan Netflix sendir nú verkefni í gríð og erg til Akureyrar. Sinfóníuhljómsveitin Sinfonia Nord á Akureyri, er ein af fáum, ef ekki sú eina í heiminum, sem getur sinnt kvikmyndatónlistarverkefnum þessa dagana vegna kórónuveirufaraldursins. Miðstöð Sinfonia Nord er í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri þar sem hljóðfæraleikarar hafa staðið í ströngu alla helgina, að taka upp kvikmyndatónlist fyrir bandarísku streymisveitinu Netflix. Verkefnin hreinlega hrúgast inn. „Við eiginlega trúum því ekki hvað er að gerast. Við virðumst vera eina sinfónuhjómsveitin í heiminum sem getur veitt þessa þjónustu núna, ekki það að við vorum löngu byrjaðir á því. Núna erum við að taka upp tónlist fyrir þriðju Netflix-kvikmyndina okkar í röð,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar. Þorvaldur Bjarni fylgist með upptökunum.Vísir/Tryggvi Það flækir málin að ekki mega vera fleiri en 20 í sama rýminu vegna samkomubannsins auk þess sem að Netflix krefst ýtrustu sóttvarna. Því þurfti að skipta hljómsveitinni upp í minni einingar auk þess sem að enginn komst inn í Hof nema fá grænt ljós frá hjúkrunarfræðingi. Hljóðfæraleikararnir þurftu að vera með grímu í almennum rýmum og líklega hefur það ekki oft gerst áður að sinfóníuhljómsveit hafi starfað undir vökulum augum fulltrúa almannavarna, sem gætti þess að allt færi fram samkvæmt reglum. En tónlistin hentar þessum varúðarráðstöfunum. „Við erum að taka upp kvikmyndatónlist fyrir dramatískan þátt, krimma, og þetta er bara svolítið eins og að vera inn í því,“ segir Þorvaldur Bjarni. Framundan eru minnst þrjú verkefni og Netflix virðist ætla að grípa gæsina eftir að hafa kynnst Sinfoniu Nord í fyrri verkefnum, í febrúar var meðal annars tilkynnt að hljómsveitin myndi taka upp tónlistina í Eurovison-mynd Will Ferrel, þar sem Ísland kemur mjög við sögu. „Við erum komin með olnbogann inn, þá vill svo til að fólk lítur til okkar þegar það fattar að á Íslandi er kannski langöruggast að vera á meðan á þessu stendur og þess vegna getum við veitt þjónustuna,“ segir Þorvaldur Bjarni en greint hefur verið frá því að Netflix hafi sett nánast alla sjónvarps- og kvikmyndaframleiðslu á ís, nema í tveimur löndum, Suður-Kóreu og Íslandi, vegna árangurs þeirra í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum. Passað var upp á að nægjanlegt bil væri á milli hljóðfæraleikara. Og fulltrúi almannavarna var aldrei langt undan.Vísir/Tryggvi Og framkvæmdastjórinn vonar að þessi törn skili verkefnum til frambúðar, sem hún virðist þegar vera farin að gera. „Ég var að fá póst núna í gærkvöldi þar sem var verið að spyrja hvort mögulegt væri að fá Hof frá 4. maí þangað til í byrjun september, alla daga.“ Þannig að það verður nóg að gera hjá ykkur? „Það lítur út fyrir það að það verði en þetta er ekki í hendi en ef svo erum við akkúrat kominn á þann stað sem við vildum, að vera með eitt verkefni í viku.“ Hof þykir henta einstaklega vel til þess að taka upp kvikmyndatónlist.Vísir/Tryggvi
Netflix Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Kvöddu með stæl Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Orð ársins vísar til rotnunar heilans Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira