Á bak við tjöldin Bergþór Bergsson skrifar 29. apríl 2020 07:30 Senn líður að sumri og margir líklega farnir að huga að útilegum, nú sérstaklega þegar landsmenn eru hvattir til að ferðast innanlands. Sumarið er tíminn til þess að njóta íslenskrar náttúru, og fátt betra til þess að gera það en að sofa í tjaldi á góðviðrisdegi í júni eða júlí. Stóra spurningin er þó, hvar má ég eiginlega tjalda? Vissulega má tjalda á tjaldsvæðum, en í þessu samhengi gleymist almannarétturinn oft. Almannaréttinn má rekja til hugmynda Rómarréttarins um sameiginleg gæði, en í honum felst að tiltekin gæði eigi að vera öllum almenningi til frjálsra afnota og aðgengis. Hefur hann fylgt okkur Íslendingum frá örófi alda og er hans meðal annars getið í Jónsbók. Í réttinum felst m.a. heimild til þess að tjalda, en sá réttur er lögfestur í 22. greinar laga um náttúruvernd („náttúruverndarlög“). Heimildin til að tjalda Heimildin til að tjalda er lögfestur réttur almennings til þess að tjalda á ákveðnum svæðum, almennings að kostnaðarlausu. Segja má að heimildin sé þrískipt, og hægt er að lýsa í stuttu máli með eftirfarandi hætti: Heimild til að tjalda við við alfararleið í byggð Heimilt er að tjalda hefðbundnum viðlegutjöldum til einnar nætur á óræktuðu landi, ef að tjaldsvæði er ekki í næsta nágrenni. Leita skal leyfis landeiganda eða annarrs rétthafa áður en tjaldið er nærri bústöðum manna, og ef tjöldin eru fleiri en þrjú, eða tjaldað sé lengur en til einnar nætur. Heimild til að tjalda við alfararleið í óbyggðum Heimilt er að setja tjalda hefðbundnum viðlegutjöldum við alfararleið í óbyggðum. Heimild til að tjalda utan alfararleiðar Heimilt er að tjalda göngutjöldum nema annað sé tekið fram í sérreglum. Byggð er skilgreind sem þau svæði sem ekki falla undir óbyggðir. Með óbyggðum er að miklu leyti átt við öræfi eða hálendi, eða þau svæði þar sem fólk hefur ekki fasta búsetu og þar sem mannvirki eru ekki til staðar eða eru lítt áberandi. Mikilvægt er að taka fram að hér er einungis átt við hefðbundin viðlegutjöld (og göngutjöld m.t.t. utan alfararleiðar). Náttúruverndarlögin gera greinamun á viðlegutjöldum og öðrum búnaði, s.s. tjaldvögnum, fellihýsum og húsbýlum en slíkum búnaði er talsvert þrengri stakkur sniðinn í lögunum. Takmarkanir á heimildinni til að tjalda Talsvert hefur borið á takmörkunum á heimildinni til að tjalda í lögreglusamþykktum, en í 10. gr. Reglugerðar um lögreglusamþykkir frá 2007 segir: „Eigi má gista í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum og tjaldvögnum á almannafæri í þéttbýli utan sérmerktra svæða.” Reglugerðin gildir sem fyrirmynd að lögreglusamþykktum sveitarfélaga og kemur í stað samþykkta í þeim umdæmum sem samþykktir hafa ekki verið settar. Ákvæðið hefur því verið tekið upp í margar lögreglusamþykktir. Árið 2017 var sett ný lögreglusamþykkt á Suðurlandi, en nær hún yfir öll sveitarfélög Suðurlands. Lögreglusamþykktin var fréttaefni, en samþykktin takmarkaði heimildina til að tjalda verulega, og talsvert meira en í reglugerðarákvæðinu hér að ofan. Samkvæmt 12. gr. samþykktarinnar er eftirfarandi óheimilt: „Við alfaraleið í byggð er óheimilt að gista í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum, fellihýsum, tjaldvögnum og öðrum sambærilegum búnaði, utan skipulagðra tjaldsvæða.” Tilgangur hinnar nýju lögreglusamþykktar var m.a. að einfalda störf lögreglunnar, með því að samræma reglurnar á Suðurlandi. Einnig var haft eftir formanni Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, að mikið hafði borið á að ferðamenn hefðu verið að tjalda og leggja ferðavögnum á stöðum þar sem slíkt var óheimilt. Enginn greinarmunur er gerður á viðlegutjöldum annars vegar og öðrum búnaði s.s. tjaldvögnum og fellihýsum hins vegar, þrátt fyrir að sá greinamunur sé skýr i náttúruverndarlögum. Sveitarfélögin á Norðurlandi Vestra fylgdu í fótspor Suðurlands árið 2019 og tóku upp eina samþykkt fyrir öll sveitarfélögin þar sem að 12. gr. hér að ofan var tekin samhljóða upp. Í tilkynningu sveitarfélagsins Skagafjarðar er t.a.m. sérstaklega tekið fram að samþykktin taki á gistingu ferðamanna utan skipulagðra tjaldsvæða. Hvar má ég eiginlega tjalda? Sveitarfélögin á Suðurlandi og Norðurlandi Vestra hafa óneitanlega gengið en í 10. gr. reglugerðarinnar um lögreglusamþykktir. Reglugerðin takmarkar bannið við að tjalda við þéttbýli. Nú er þegar óheimilt að tjalda nærri bústöðum manna við alfararleið í byggð án leyfis landeiganda. Ætla mætti að þetta ætti við á flestum stöðum í þéttbýli. Ennfremur kemur fram í 23. gr. náttúruverndarlaga að ef eigandi lands hafi útbúið tjaldsvæði á landi sínu er honum heimilt að beina fólki þangað, og ætla má að tjaldsvæði megi finna í flestu þéttbýli. Takmarkanirnar í lögreglusamþykktum Suðurlands og Norðurlands Vestra eru hins vegar talsvert víðfemarir. Alfararleið í byggð er ekki einungis þéttbýli, heldur þvert á móti, allt það sem ekki eru óbyggðir. Ljóst er að stór hluti lands innan þessara tveggja umdæma falli undir alfararleið í byggð. Því er ekki ljóst hvort takmörkun 12. gr. hér að ofan standist áskilnað náttúruverndarlaga. Eftir stendur því spurningin, hvar má ég eiginlega tjalda? Höfundur er lögfræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Senn líður að sumri og margir líklega farnir að huga að útilegum, nú sérstaklega þegar landsmenn eru hvattir til að ferðast innanlands. Sumarið er tíminn til þess að njóta íslenskrar náttúru, og fátt betra til þess að gera það en að sofa í tjaldi á góðviðrisdegi í júni eða júlí. Stóra spurningin er þó, hvar má ég eiginlega tjalda? Vissulega má tjalda á tjaldsvæðum, en í þessu samhengi gleymist almannarétturinn oft. Almannaréttinn má rekja til hugmynda Rómarréttarins um sameiginleg gæði, en í honum felst að tiltekin gæði eigi að vera öllum almenningi til frjálsra afnota og aðgengis. Hefur hann fylgt okkur Íslendingum frá örófi alda og er hans meðal annars getið í Jónsbók. Í réttinum felst m.a. heimild til þess að tjalda, en sá réttur er lögfestur í 22. greinar laga um náttúruvernd („náttúruverndarlög“). Heimildin til að tjalda Heimildin til að tjalda er lögfestur réttur almennings til þess að tjalda á ákveðnum svæðum, almennings að kostnaðarlausu. Segja má að heimildin sé þrískipt, og hægt er að lýsa í stuttu máli með eftirfarandi hætti: Heimild til að tjalda við við alfararleið í byggð Heimilt er að tjalda hefðbundnum viðlegutjöldum til einnar nætur á óræktuðu landi, ef að tjaldsvæði er ekki í næsta nágrenni. Leita skal leyfis landeiganda eða annarrs rétthafa áður en tjaldið er nærri bústöðum manna, og ef tjöldin eru fleiri en þrjú, eða tjaldað sé lengur en til einnar nætur. Heimild til að tjalda við alfararleið í óbyggðum Heimilt er að setja tjalda hefðbundnum viðlegutjöldum við alfararleið í óbyggðum. Heimild til að tjalda utan alfararleiðar Heimilt er að tjalda göngutjöldum nema annað sé tekið fram í sérreglum. Byggð er skilgreind sem þau svæði sem ekki falla undir óbyggðir. Með óbyggðum er að miklu leyti átt við öræfi eða hálendi, eða þau svæði þar sem fólk hefur ekki fasta búsetu og þar sem mannvirki eru ekki til staðar eða eru lítt áberandi. Mikilvægt er að taka fram að hér er einungis átt við hefðbundin viðlegutjöld (og göngutjöld m.t.t. utan alfararleiðar). Náttúruverndarlögin gera greinamun á viðlegutjöldum og öðrum búnaði, s.s. tjaldvögnum, fellihýsum og húsbýlum en slíkum búnaði er talsvert þrengri stakkur sniðinn í lögunum. Takmarkanir á heimildinni til að tjalda Talsvert hefur borið á takmörkunum á heimildinni til að tjalda í lögreglusamþykktum, en í 10. gr. Reglugerðar um lögreglusamþykkir frá 2007 segir: „Eigi má gista í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum og tjaldvögnum á almannafæri í þéttbýli utan sérmerktra svæða.” Reglugerðin gildir sem fyrirmynd að lögreglusamþykktum sveitarfélaga og kemur í stað samþykkta í þeim umdæmum sem samþykktir hafa ekki verið settar. Ákvæðið hefur því verið tekið upp í margar lögreglusamþykktir. Árið 2017 var sett ný lögreglusamþykkt á Suðurlandi, en nær hún yfir öll sveitarfélög Suðurlands. Lögreglusamþykktin var fréttaefni, en samþykktin takmarkaði heimildina til að tjalda verulega, og talsvert meira en í reglugerðarákvæðinu hér að ofan. Samkvæmt 12. gr. samþykktarinnar er eftirfarandi óheimilt: „Við alfaraleið í byggð er óheimilt að gista í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum, fellihýsum, tjaldvögnum og öðrum sambærilegum búnaði, utan skipulagðra tjaldsvæða.” Tilgangur hinnar nýju lögreglusamþykktar var m.a. að einfalda störf lögreglunnar, með því að samræma reglurnar á Suðurlandi. Einnig var haft eftir formanni Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, að mikið hafði borið á að ferðamenn hefðu verið að tjalda og leggja ferðavögnum á stöðum þar sem slíkt var óheimilt. Enginn greinarmunur er gerður á viðlegutjöldum annars vegar og öðrum búnaði s.s. tjaldvögnum og fellihýsum hins vegar, þrátt fyrir að sá greinamunur sé skýr i náttúruverndarlögum. Sveitarfélögin á Norðurlandi Vestra fylgdu í fótspor Suðurlands árið 2019 og tóku upp eina samþykkt fyrir öll sveitarfélögin þar sem að 12. gr. hér að ofan var tekin samhljóða upp. Í tilkynningu sveitarfélagsins Skagafjarðar er t.a.m. sérstaklega tekið fram að samþykktin taki á gistingu ferðamanna utan skipulagðra tjaldsvæða. Hvar má ég eiginlega tjalda? Sveitarfélögin á Suðurlandi og Norðurlandi Vestra hafa óneitanlega gengið en í 10. gr. reglugerðarinnar um lögreglusamþykktir. Reglugerðin takmarkar bannið við að tjalda við þéttbýli. Nú er þegar óheimilt að tjalda nærri bústöðum manna við alfararleið í byggð án leyfis landeiganda. Ætla mætti að þetta ætti við á flestum stöðum í þéttbýli. Ennfremur kemur fram í 23. gr. náttúruverndarlaga að ef eigandi lands hafi útbúið tjaldsvæði á landi sínu er honum heimilt að beina fólki þangað, og ætla má að tjaldsvæði megi finna í flestu þéttbýli. Takmarkanirnar í lögreglusamþykktum Suðurlands og Norðurlands Vestra eru hins vegar talsvert víðfemarir. Alfararleið í byggð er ekki einungis þéttbýli, heldur þvert á móti, allt það sem ekki eru óbyggðir. Ljóst er að stór hluti lands innan þessara tveggja umdæma falli undir alfararleið í byggð. Því er ekki ljóst hvort takmörkun 12. gr. hér að ofan standist áskilnað náttúruverndarlaga. Eftir stendur því spurningin, hvar má ég eiginlega tjalda? Höfundur er lögfræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun