Guðmundur kveðst hálfnaður með landsliðið: „Menn héldu að ég yrði íhaldssamur“ Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2020 19:00 Guðmundur Guðmundsson er með tvo bolta á lofti sem þjálfari landsliðsins og Melsungen í Þýskalandi. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Ég er búinn að sjá liðið taka nokkur mikilvæg framfaraskref og mér finnst mjög gaman að vera hluti af þessu, og þess vegna hef ég áhuga á því að halda áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson sem á í viðræðum við HSÍ um framlengingu á samningi sínum sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. Guðmundur tók við landsliðinu á nýjan leik árið 2018 og hefur stýrt því á tveimur stórmótum með góðum árangri. Vegna kórónuveirufaraldursins var hætt við HM-umspilið sem fara átti fram í sumar, þar sem Ísland átti að mæta Sviss, og miðað við hvaða árangri lið náðu á EM í janúar. Ísland varð þar í 11. sæti og spilar því á HM í Egyptalandi í byrjun næsta árs ef allt gengur að óskum. Núgildandi samningur Guðmundar rennur út í júní 2021 en hann vill stýra landsliðinu lengur eftir að hafa farið með það í gegnum mikla endurnýjun. Samhliða því stýrir hann Melsungen í Þýskalandi. „Við [HSÍ] erum bara að tala saman og það var í sjálfu sér allt jákvætt með það. Ég hef auðvitað hug á að starfa áfram með þetta lið, mér finnst ég ekkert búinn að ljúka því verki. Við erum kannski hálfnaðir,“ sagði Guðmundur í Sportinu í dag. Séð mjög stór skref fram á við „Við erum komnir vel af stað með endurnýjun á liðinu og uppbyggingu, eins og ég sagðist ætla að fara út í. Menn héldu nú í byrjun að ég myndi nú vera íhaldssamur og allt það, en ég held nú að það sé ekki á neinn hallað með það. Ég tók alla vega af skarið með þetta, ásamt mínum mönnum, og við erum mjög markvisst búnir að byggja upp þetta unga lið. Ég er mjög stoltur af því. Ég er búinn að sjá mjög mikil skref fram á við hjá liðinu, við erum búnir að sýna það á undanförnum tveimur stórmótum að við erum búnir að taka rétt skref, með því að tryggja okkur inn í milliriðla sem er mjög stórt skref að taka þegar þú ert með tiltölulega ungt lið,“ sagði Guðmundur. Kynslóðaskiptin gengið vel og árangur náðst á sama tíma „Það er ekki einfalt mál þegar eiga sér stað svona kynslóðaskipti eins og urðu núna. Þau voru svakaleg, og stórkostleg kynslóð að kveðja. Þetta voru ekki neinir venjulegir leikmenn sem eru að hætta. Þarna var ákveðin gullöld. Þá komum við að því að við erum allt í einu með mjög ungt lið en efnilegt. Ég er mjög ánægður með hvernig við höfum komið þessu verkefni af stað og að okkur hafi tekist á sama tíma að ná góðum árangri. Við erum komnir inn á þriðja stórmótið í röð, og komumst í milliriðil sem hafði ekki tekist í sex ár, og mér finnst við stíga mjög stór skref. Það var ekki tilviljun að við unnum þennan leik gegn Dönum á EM. Við gerðum það á sannfærandi hátt og það segir hvað við getum á góðum degi. Hins vegar þá er þetta þannig lið að það mun eiga sína döpru daga inni á milli. Það er pottþétt,“ sagði Guðmundur. Nánar er rætt við hann í innslaginu hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Guðmundur um framhaldið hjá landsliðinu Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
„Ég er búinn að sjá liðið taka nokkur mikilvæg framfaraskref og mér finnst mjög gaman að vera hluti af þessu, og þess vegna hef ég áhuga á því að halda áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson sem á í viðræðum við HSÍ um framlengingu á samningi sínum sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. Guðmundur tók við landsliðinu á nýjan leik árið 2018 og hefur stýrt því á tveimur stórmótum með góðum árangri. Vegna kórónuveirufaraldursins var hætt við HM-umspilið sem fara átti fram í sumar, þar sem Ísland átti að mæta Sviss, og miðað við hvaða árangri lið náðu á EM í janúar. Ísland varð þar í 11. sæti og spilar því á HM í Egyptalandi í byrjun næsta árs ef allt gengur að óskum. Núgildandi samningur Guðmundar rennur út í júní 2021 en hann vill stýra landsliðinu lengur eftir að hafa farið með það í gegnum mikla endurnýjun. Samhliða því stýrir hann Melsungen í Þýskalandi. „Við [HSÍ] erum bara að tala saman og það var í sjálfu sér allt jákvætt með það. Ég hef auðvitað hug á að starfa áfram með þetta lið, mér finnst ég ekkert búinn að ljúka því verki. Við erum kannski hálfnaðir,“ sagði Guðmundur í Sportinu í dag. Séð mjög stór skref fram á við „Við erum komnir vel af stað með endurnýjun á liðinu og uppbyggingu, eins og ég sagðist ætla að fara út í. Menn héldu nú í byrjun að ég myndi nú vera íhaldssamur og allt það, en ég held nú að það sé ekki á neinn hallað með það. Ég tók alla vega af skarið með þetta, ásamt mínum mönnum, og við erum mjög markvisst búnir að byggja upp þetta unga lið. Ég er mjög stoltur af því. Ég er búinn að sjá mjög mikil skref fram á við hjá liðinu, við erum búnir að sýna það á undanförnum tveimur stórmótum að við erum búnir að taka rétt skref, með því að tryggja okkur inn í milliriðla sem er mjög stórt skref að taka þegar þú ert með tiltölulega ungt lið,“ sagði Guðmundur. Kynslóðaskiptin gengið vel og árangur náðst á sama tíma „Það er ekki einfalt mál þegar eiga sér stað svona kynslóðaskipti eins og urðu núna. Þau voru svakaleg, og stórkostleg kynslóð að kveðja. Þetta voru ekki neinir venjulegir leikmenn sem eru að hætta. Þarna var ákveðin gullöld. Þá komum við að því að við erum allt í einu með mjög ungt lið en efnilegt. Ég er mjög ánægður með hvernig við höfum komið þessu verkefni af stað og að okkur hafi tekist á sama tíma að ná góðum árangri. Við erum komnir inn á þriðja stórmótið í röð, og komumst í milliriðil sem hafði ekki tekist í sex ár, og mér finnst við stíga mjög stór skref. Það var ekki tilviljun að við unnum þennan leik gegn Dönum á EM. Við gerðum það á sannfærandi hátt og það segir hvað við getum á góðum degi. Hins vegar þá er þetta þannig lið að það mun eiga sína döpru daga inni á milli. Það er pottþétt,“ sagði Guðmundur. Nánar er rætt við hann í innslaginu hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Guðmundur um framhaldið hjá landsliðinu Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira