Telur bænahring í Reykjavík hafa bjargað Seyðfirðingum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. janúar 2021 15:00 Þröstur Jónsson er sannfærður um að bænastund í Reykjavík og guð almáttugur hafi komið Seyðfirðingum til bjargar. Vísir Bæjarfulltrúi Miðflokksins í Múlaþingi, er sannfærður um að bænahring í Reykjavík megi þakka að ekki varð manntjón í aurskriðununum sem féllu á Seyðisfirði í desember. Það sé rugl að heimurinn standi frammi fyrir hlýnun og það séu pólitísk vísindi. Bæjarfulltrúa Vinstri grænna blöskrar fullyrðingarnar. Fimmti fundur sveitarstjórnar Múlaþings, sem varð til við sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar síðastliðið sumar, fór fram í gær. Fyrsta og eina mál á dagskrá var Skriðuföllin á Seyðisfirði. Að höfðu samráði við Náttúruhamfaratryggingu Íslands var lögð fram sú tillaga að heimila ekki endurbyggingu húsa á ákveðnum lóðum fyrr en hættumat liggi fyrir og gerðar hafa verið fullnægjandi ráðstafanir í ofanflóðavörnum fyrir umræddar lóðir. Skaparinn hafi kippt í spotta Það voru hins vegar umræður um bænahring í Reykjavík og loftslagsmál sem tekist var á um á fundinum. Umræðurnar eru raktar hér á eftir en í myndbandinu má sjá samantekt af umræðunum. Þröstur Jónsson, bæjarfulltrúi Miðflokks, nýtti tækifærið og vottaði Seyðfirðingum samúð og hluttekningu. Þá lýsti hann þakklæti fyrir því að ekki hefði farið verr og allir komið heilir út úr skriðunum. „Það má kalla mestu guðs mildi. Ég veit ekki hvort það komi málinu við en ég heyrði af bænahóp suður í Reykjavík sem er á bæn á hverjum morgni í klukkutíma. Þennan föstudag, 18. desember, kom það mjög sterkt til þessa fólks sem er ekki tengt Seyðisfirði á neinn hátt, að þau ættu að biðja fyrir Seyðisfirði. Og þau gerðu það,“ sagði Þröstur. „Ég trúi því að skaparinn hafi kippt aðeins í spottann þar.“ Múlaþing verði leiðandi í loftslagsmálum Jódís Skúladóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna, ákvað í framhaldi af orðum Þrastar að benda á að hamfarirnar ættu sér ekki stað í neinu tómarúmi. „Við erum að horfa á hnattræna hlýnun, gríðarlega hátt hitastig í desember. Við erum að horfa á hamfarir í Noregi þar sem að varð manntjón. Ég held að ef ekki núna þá hvenær ætlum við að opna augun, meðtaka og taka af fullum þunga ábyrgð á loftslags- og umhverfismálum. Ég legg til að Múlaþing verði leiðandi sveitarfélag í lofslagsmálum.“ Jódís Skúladóttir, bæjarfulltrúi VG.VG Hvatti hún til þess að bæjarfulltrúar stæðu saman í því. „Við erum ekkert lengur að tala um barnabörn eða eftir hundrað ár eða eitthvað. Verðum að bregðast við og taka ábyrgð.“ Þröstur svaraði í framhaldi af orðum Jódísar. Blessaður loftslagskvíðinn „Mér finnst ekki við hæfi að fara að bæta þessum blessaða loftslagskvíða ofan á allt. Sérstaklega í ljósi þess að bæði ný og gömul gögn eru að sýna að það sé ekki verið að hlýna heldur kólna næstu þrjátíu árin. Mér finnst verið að misnota þetta áfall til að koma þessu blessaða hamfarahlýnunardæmi að. Sem eru fyrst og fremst pólitík vísindi en ekki vísindi,“ sagði Þröstur. Hildur Þórisdóttir, bæjarfulltrúi Austurlistans, sagðist þurfa að mótmæla orðum Þrastar. Hildur Þórisdóttir, bæjarfulltrúi Austurlistans. „Það er bláköld staðreynd að við erum að horfa upp á breytingar í veðurkerfinu og náttúruhamfarir um allan heim sem má rekja með beinum hætti til hnattrænnar hlýnunar. Vísindamenn hafa bent okkur á þetta í áratugi. Pólitíkin hefur ekki hlustað því það hefur ekki hentað stórfyrirætkjunm. Þetta hefur bara snúist um peninga. Þannig að þetta eru ekki gervivísindi eða pólitík sem eru að halda þessu fram. Það er afneitun.“ Lætur ekki þagga sig eða smætta Jódís bætti við að henni fyndist að sér vegið að segja að orð hennar um loftslagshlýnun væru pólitísk. Bæjarfulltrúar væru með ólíkan bakgrunn. Sjálf væri hún lögfræðingur sem hefði sérhæft sig í loftsmálum og starfað hjá Umhverfisstofnun. „Ég læt ekki þagga mig eða smætta umræðuna á þennan hátt. Þetta er gríðarlega mikilvægt og þetta er eitt af stóru málunum. Ekki bara hjá okkur heldur alls staðar í heiminum. Talandi um vísindalegar staðreyndir, þá læt ég ekki einhvern sem hefur mál sitt á því að það sé bænahring í Reykjavík að þakka að ekki fór verr segja mér að ég sé að fara með þvælu.“ Þröstur átti svo lokaorðið í þessum umræðum. „Það kom að því að ég yrði hæddur og spottaður fyrir að nefna Jesú krist. En það líka stendur í Biblíunni að það gerist alltaf. Þetta sannfærir mig enn frekar um þennan bænahring. Ég ætla ekki í stórdeilur um loftslagsmál en sem betur fer eru það góð tíðindi að það stefnir í að það kólni, ég stend við það. Menn skildu kynna sér þau gögn sem eru að koma í ljós vegna sólaráhrifa. Við skulum bara vona að það kólni.“ Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Trúmál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Fimmti fundur sveitarstjórnar Múlaþings, sem varð til við sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar síðastliðið sumar, fór fram í gær. Fyrsta og eina mál á dagskrá var Skriðuföllin á Seyðisfirði. Að höfðu samráði við Náttúruhamfaratryggingu Íslands var lögð fram sú tillaga að heimila ekki endurbyggingu húsa á ákveðnum lóðum fyrr en hættumat liggi fyrir og gerðar hafa verið fullnægjandi ráðstafanir í ofanflóðavörnum fyrir umræddar lóðir. Skaparinn hafi kippt í spotta Það voru hins vegar umræður um bænahring í Reykjavík og loftslagsmál sem tekist var á um á fundinum. Umræðurnar eru raktar hér á eftir en í myndbandinu má sjá samantekt af umræðunum. Þröstur Jónsson, bæjarfulltrúi Miðflokks, nýtti tækifærið og vottaði Seyðfirðingum samúð og hluttekningu. Þá lýsti hann þakklæti fyrir því að ekki hefði farið verr og allir komið heilir út úr skriðunum. „Það má kalla mestu guðs mildi. Ég veit ekki hvort það komi málinu við en ég heyrði af bænahóp suður í Reykjavík sem er á bæn á hverjum morgni í klukkutíma. Þennan föstudag, 18. desember, kom það mjög sterkt til þessa fólks sem er ekki tengt Seyðisfirði á neinn hátt, að þau ættu að biðja fyrir Seyðisfirði. Og þau gerðu það,“ sagði Þröstur. „Ég trúi því að skaparinn hafi kippt aðeins í spottann þar.“ Múlaþing verði leiðandi í loftslagsmálum Jódís Skúladóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna, ákvað í framhaldi af orðum Þrastar að benda á að hamfarirnar ættu sér ekki stað í neinu tómarúmi. „Við erum að horfa á hnattræna hlýnun, gríðarlega hátt hitastig í desember. Við erum að horfa á hamfarir í Noregi þar sem að varð manntjón. Ég held að ef ekki núna þá hvenær ætlum við að opna augun, meðtaka og taka af fullum þunga ábyrgð á loftslags- og umhverfismálum. Ég legg til að Múlaþing verði leiðandi sveitarfélag í lofslagsmálum.“ Jódís Skúladóttir, bæjarfulltrúi VG.VG Hvatti hún til þess að bæjarfulltrúar stæðu saman í því. „Við erum ekkert lengur að tala um barnabörn eða eftir hundrað ár eða eitthvað. Verðum að bregðast við og taka ábyrgð.“ Þröstur svaraði í framhaldi af orðum Jódísar. Blessaður loftslagskvíðinn „Mér finnst ekki við hæfi að fara að bæta þessum blessaða loftslagskvíða ofan á allt. Sérstaklega í ljósi þess að bæði ný og gömul gögn eru að sýna að það sé ekki verið að hlýna heldur kólna næstu þrjátíu árin. Mér finnst verið að misnota þetta áfall til að koma þessu blessaða hamfarahlýnunardæmi að. Sem eru fyrst og fremst pólitík vísindi en ekki vísindi,“ sagði Þröstur. Hildur Þórisdóttir, bæjarfulltrúi Austurlistans, sagðist þurfa að mótmæla orðum Þrastar. Hildur Þórisdóttir, bæjarfulltrúi Austurlistans. „Það er bláköld staðreynd að við erum að horfa upp á breytingar í veðurkerfinu og náttúruhamfarir um allan heim sem má rekja með beinum hætti til hnattrænnar hlýnunar. Vísindamenn hafa bent okkur á þetta í áratugi. Pólitíkin hefur ekki hlustað því það hefur ekki hentað stórfyrirætkjunm. Þetta hefur bara snúist um peninga. Þannig að þetta eru ekki gervivísindi eða pólitík sem eru að halda þessu fram. Það er afneitun.“ Lætur ekki þagga sig eða smætta Jódís bætti við að henni fyndist að sér vegið að segja að orð hennar um loftslagshlýnun væru pólitísk. Bæjarfulltrúar væru með ólíkan bakgrunn. Sjálf væri hún lögfræðingur sem hefði sérhæft sig í loftsmálum og starfað hjá Umhverfisstofnun. „Ég læt ekki þagga mig eða smætta umræðuna á þennan hátt. Þetta er gríðarlega mikilvægt og þetta er eitt af stóru málunum. Ekki bara hjá okkur heldur alls staðar í heiminum. Talandi um vísindalegar staðreyndir, þá læt ég ekki einhvern sem hefur mál sitt á því að það sé bænahring í Reykjavík að þakka að ekki fór verr segja mér að ég sé að fara með þvælu.“ Þröstur átti svo lokaorðið í þessum umræðum. „Það kom að því að ég yrði hæddur og spottaður fyrir að nefna Jesú krist. En það líka stendur í Biblíunni að það gerist alltaf. Þetta sannfærir mig enn frekar um þennan bænahring. Ég ætla ekki í stórdeilur um loftslagsmál en sem betur fer eru það góð tíðindi að það stefnir í að það kólni, ég stend við það. Menn skildu kynna sér þau gögn sem eru að koma í ljós vegna sólaráhrifa. Við skulum bara vona að það kólni.“
Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Trúmál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira