Gul viðvörun á Austfjörðum vegna mikillar rigningar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2021 07:03 Þessi mynd er tekin þann 19. desember, daginn eftir að gríðarstór aurskriða féll á Seyðisfjörð. Í kjölfarið var allur bærinn rýmdur. Vísir/Egill Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Austfirði vegna talsverðrar eða mikillar rigningar. Viðvörunin tekur gildi klukkan eitt í nótt og stendur til klukkan þrjú síðdegis á morgun, laugardag. Þá á að draga úr úrkomuákefð. Á viðvörunarvef Veðurstofunnar segir að í ljósi aðstæðna sé Seyðisfjörður viðkvæmur fyrir rigningu og Eskifjörður að einhverju leyti einnig en eins og flestum ætti að vera í fersku minni féllu gríðarstórar aurskriður á Seyðisfirði í desember með tilheyrandi eignatjóni. Aurskriðurnar féllu eftir miklar rigningar í bænum og var úrkomumet slegið. Á fimm daga tímabili, frá 14. til 18. desember mældist rigningin 570 mm en aldrei áður hafði sést svo áköf úrkoma á fimm dögum hér á landi. Meðalúrkoma í Reykjavík á heilu ári er til samanburðar 860 mm. Í spá og viðvörun Veðurstofunnar nú er ekki gert ráð fyrir eins mikilli rigningu á sólarhring og var í desember. Í viðvöruninni segir að spáð sé 50 mm uppsafnaðri úrkomu á Seyðisfirði á þeim tíma sem viðvörunin gildir. Úrkoman byrji mögulega sem slydda fyrsta klukkutímann en síðan hlýnar heldur: „[…] megnið af tímanum slydda í yfir 200 m hæð yfir sjávarmáli og snjókoma yfir 300 m. Hlýnar svo eftir hádegi á laugardag og fer snjólína þá væntanlega upp í 800-900 m. Á Eskifirði er spáð uppsafnaðri úrkomu um 35 mm meðan viðvörunin gildir og slyddu- og snjólína þar um 50-100 m hærri en á Seyðisfirði,“ segir í viðvörun Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu: Sunnan 5-13 m/s og skúrir eða slydduél, en léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Gengur í austan 13-20 sunnanlands eftir hádegi með rigningu eða slyddu. Mun hægari vindur og lengst af þurrt á norðurhelmingi landsins. Norðaustan 10-18 í nótt og í fyrramálið. Talsverð rigning austantil, en annars víða slydda eða rigning með köflum, en snjókoma til fjalla. Hægari um tíma síðdegis á morgun og dregur úr úrkomu fyrir austan. Norðvestan 10-18 annað kvöld og slydda eða snjókoma, en úrkomulítið sunnanlands. Hiti 0 til 5 stig, en hiti kringum frostmark fyrir norðan. Á laugardag: Norðaustan 8-15 m/s, en vestlægari á sunnanverðu landinu. Víða dálítil rigning eða slydda á láglendi, en snjókoma til fjalla. Talsverð rigning austanlands. Hiti 0 til 5 stig. Ásunnudag: Norðan 10-18 m/s, en hægari vindur austanlands. Slydda eða snjókoma á norðanverðu landinu, en úrkomulítið sunnantil. Hiti kringum frostmark. Á mánudag og þriðjudag: Ákveðin norðanátt með snjókomu eða éljum á norðurhelmingi landsins, en þurrt að mestu og bjart með köflum sunnan heiða. Víða vægt frost. Veður Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Á viðvörunarvef Veðurstofunnar segir að í ljósi aðstæðna sé Seyðisfjörður viðkvæmur fyrir rigningu og Eskifjörður að einhverju leyti einnig en eins og flestum ætti að vera í fersku minni féllu gríðarstórar aurskriður á Seyðisfirði í desember með tilheyrandi eignatjóni. Aurskriðurnar féllu eftir miklar rigningar í bænum og var úrkomumet slegið. Á fimm daga tímabili, frá 14. til 18. desember mældist rigningin 570 mm en aldrei áður hafði sést svo áköf úrkoma á fimm dögum hér á landi. Meðalúrkoma í Reykjavík á heilu ári er til samanburðar 860 mm. Í spá og viðvörun Veðurstofunnar nú er ekki gert ráð fyrir eins mikilli rigningu á sólarhring og var í desember. Í viðvöruninni segir að spáð sé 50 mm uppsafnaðri úrkomu á Seyðisfirði á þeim tíma sem viðvörunin gildir. Úrkoman byrji mögulega sem slydda fyrsta klukkutímann en síðan hlýnar heldur: „[…] megnið af tímanum slydda í yfir 200 m hæð yfir sjávarmáli og snjókoma yfir 300 m. Hlýnar svo eftir hádegi á laugardag og fer snjólína þá væntanlega upp í 800-900 m. Á Eskifirði er spáð uppsafnaðri úrkomu um 35 mm meðan viðvörunin gildir og slyddu- og snjólína þar um 50-100 m hærri en á Seyðisfirði,“ segir í viðvörun Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu: Sunnan 5-13 m/s og skúrir eða slydduél, en léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Gengur í austan 13-20 sunnanlands eftir hádegi með rigningu eða slyddu. Mun hægari vindur og lengst af þurrt á norðurhelmingi landsins. Norðaustan 10-18 í nótt og í fyrramálið. Talsverð rigning austantil, en annars víða slydda eða rigning með köflum, en snjókoma til fjalla. Hægari um tíma síðdegis á morgun og dregur úr úrkomu fyrir austan. Norðvestan 10-18 annað kvöld og slydda eða snjókoma, en úrkomulítið sunnanlands. Hiti 0 til 5 stig, en hiti kringum frostmark fyrir norðan. Á laugardag: Norðaustan 8-15 m/s, en vestlægari á sunnanverðu landinu. Víða dálítil rigning eða slydda á láglendi, en snjókoma til fjalla. Talsverð rigning austanlands. Hiti 0 til 5 stig. Ásunnudag: Norðan 10-18 m/s, en hægari vindur austanlands. Slydda eða snjókoma á norðanverðu landinu, en úrkomulítið sunnantil. Hiti kringum frostmark. Á mánudag og þriðjudag: Ákveðin norðanátt með snjókomu eða éljum á norðurhelmingi landsins, en þurrt að mestu og bjart með köflum sunnan heiða. Víða vægt frost.
Veður Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira