Ábyrg uppbygging í kjölfar heimsfaraldurs Gísli Rafn Ólafsson skrifar 15. janúar 2021 07:31 Þegar náttúruhamfarir skella á eru viðbrögðin fyrstu dagana og vikurnar oft óskipuleg og ná oft ekki að draga úr neyð allra á jafnan hátt, enda oft byggð á takmörkuðum gögnum um áhrif hamfaranna. En eftir því sem lengri tími líður, þá verður ástandið og þarfir þeirra sem urðu fyrir hamförunum ljósari og því hægt að bæta þær ákvarðanir sem teknar eru um hvernig hjálpa má fólki að komast aftur á réttan kjöl. Það að bregðast við heimsfaraldri eins og COVID-19 er að mörgu leyti svipað og að bregðast við náttúruhamförum. Við reynum að takmarka útbreiðsluna, að hlúa að þeim sem að sýkjast og að draga úr áhrifum hans á þjóðfélagið allt. Blessunarlega nýttum við Íslendingar okkur reynslu og þekkingu fólks sem er vant að takast á við náttúruhamfarir í þessari baráttu og bættum inn í það teymi fólk með mikla þekkingu á smitsjúkdómum og faraldsfræði. Í hita leiksins eru oft teknar ákvarðanir sem síðar reynast mistök, en svo lengi sem þær voru teknar út frá bestu fáanlegum upplýsingum á þeim tíma og svo lengi sem við lærum af þeim, þá er ekki um mistök að ræða, heldur lærdóm. Þetta höfum við séð gerast í viðbrögðum Íslands við COVID-19 og það hefur verið aðdáunarvert hversu vel þríeykið svokallaða hefur verið tilbúið til að viðurkenna þann lærdóm sem það hefur dregið af eigin ákvörðunum. En heimsfaraldrar eins og COVID-19 hafa ekki bara áhrif á heilsu fólks og möguleika heilbrigðiskerfisins að sinna þeim. Þeir hafa einnig mikil efnahagsleg áhrif, sér í lagi á landi eins og Íslandi sem hefur undanfarinn áratug reitt sig á ferðamannaiðnaðinn sem grunnstoð í vexti hagkerfisins. Þar að auki hafa takmarkanir á starfssemi ýmissa aðila í þjónustugeiranum orsakað gífurlegt tekjutap. Því miður er það þannig að þegar kemur að öðrum sviðum en sóttvörnum og heilsu fólks, þá eru það stjórnmálamenn með litla til enga reynslu af krísustjórnun sem ráða ferðinni. Þetta sést glöggt á því að flestar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa undanfarið ár einblína á það að setja vandamálin á frost. Margar af þeim aðgerðum sem kynntar hafa verið nýtast fyrirtækjum og einstaklingum illa og sumar hafa jafnvel kynnt undir uppsagnir og atvinnuleysi. En ólíkt reyndum krísustjórnendum þá virðist flestum stjórnmálamönnum vera ómögulegt að viðurkenna mistök og draga af þeim lærdóma. Nú þegar við erum farin að sjá glitta í ljósið við enda ganganna og við þurfum ekki lengur að einblína á þá heilbrigðisvá sem átt hefur hug okkar síðastliðið ár, þá er mikilvægt að við hugsum af alvöru að þeirri uppbyggingu sem framundan er. Þau okkar sem hafa brugðist við fjölda náttúruhamfara í gegnum árin vitum að það er oft erfiðasti og mest krefjandi fasinn, fasi sem oft verður litaður af pólítískum vanmætti og spillingu. Við vitum líka að þegar kemur að uppbyggingu er mikilvægt að byggja ekki upp sama viðkvæma samfélagið upp aftur, heldur nýta tækifærið til að laga þá hluti sem betur mega fara, rétt eins og eftir jarðskjálfta byggjum við ekki upp sama viðkvæma húsið sem hrundi, heldur lærum af reynslunni og byggjum sterkara hús á betri stað. Það gleymist líka að COVID-19 faraldurinn er bara ein af mörgum krísum sem framundan eru fyrir mannkynið allt. Við erum á hraðri leið inn í vaxandi áhrif loftlagsbreytinga og hin öra tæknivæðing er að gera mörg þau störf úrelt sem við vinnum í dag. Þegar kemur að uppbyggingu eftir COVID-19 faraldurinn er mjög mikilvægt að við gerum okkar samfélag betur í stakk búið að takast á við þessar framtíðaráskoranir. Næstu ár munu skipta sköpum fyrir íslenskt samfélag. Tekst okkur að komast út úr þeirri djúpu efnahagslægð sem heimsfaraldurinn hefur orsakað og við erum aðeins rétt byrjuð að finna fyrir, eða munu stjórnmálamenn tala í galdralausnum og innantómum loforðum sem hafa lítil raunveruleg áhrif hafa á líf fólks. Það er á slíkum tímum sem það er mikilvægt að hafa stjórnmálamenn sem trúa á gagnsæi, ábyrgð, gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. Stjórnmálamenn sem byggja ákvarðanir á gögnum en ekki sérhagsmunum. Stjórnmálamenn sem eru með hag þjóðarinnar allrar að leiðarjósi í stað eigin hagsmuna. Það eru þessi grunngildi sem Píratar hafa og gerir þá að þeim flokk á Íslandi sem best er til þess fallinn að tryggja ábyrga, vel upplýsta og sanngjarna uppbyggingu Íslands á komandi árum. Uppbyggingu þar sem raddir fólks fá að hljóma og hafa áhrif á það hvaða lausnir verða fyrir valinu. Uppbyggingu þar sem gögn eru nýtt til að öðlast skilning um möguleg áhrif þeirra lausna sem lagðar eru fram. Uppbyggingu þar sem jöfnuður og réttindi eru tryggð en ekki bara hagsmunir fámennra sérhagsmunahópa. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata í SV-kjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar og höfundur bókarinnar Leiðtogi á neyðarstund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Gísli Rafn Ólafsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar náttúruhamfarir skella á eru viðbrögðin fyrstu dagana og vikurnar oft óskipuleg og ná oft ekki að draga úr neyð allra á jafnan hátt, enda oft byggð á takmörkuðum gögnum um áhrif hamfaranna. En eftir því sem lengri tími líður, þá verður ástandið og þarfir þeirra sem urðu fyrir hamförunum ljósari og því hægt að bæta þær ákvarðanir sem teknar eru um hvernig hjálpa má fólki að komast aftur á réttan kjöl. Það að bregðast við heimsfaraldri eins og COVID-19 er að mörgu leyti svipað og að bregðast við náttúruhamförum. Við reynum að takmarka útbreiðsluna, að hlúa að þeim sem að sýkjast og að draga úr áhrifum hans á þjóðfélagið allt. Blessunarlega nýttum við Íslendingar okkur reynslu og þekkingu fólks sem er vant að takast á við náttúruhamfarir í þessari baráttu og bættum inn í það teymi fólk með mikla þekkingu á smitsjúkdómum og faraldsfræði. Í hita leiksins eru oft teknar ákvarðanir sem síðar reynast mistök, en svo lengi sem þær voru teknar út frá bestu fáanlegum upplýsingum á þeim tíma og svo lengi sem við lærum af þeim, þá er ekki um mistök að ræða, heldur lærdóm. Þetta höfum við séð gerast í viðbrögðum Íslands við COVID-19 og það hefur verið aðdáunarvert hversu vel þríeykið svokallaða hefur verið tilbúið til að viðurkenna þann lærdóm sem það hefur dregið af eigin ákvörðunum. En heimsfaraldrar eins og COVID-19 hafa ekki bara áhrif á heilsu fólks og möguleika heilbrigðiskerfisins að sinna þeim. Þeir hafa einnig mikil efnahagsleg áhrif, sér í lagi á landi eins og Íslandi sem hefur undanfarinn áratug reitt sig á ferðamannaiðnaðinn sem grunnstoð í vexti hagkerfisins. Þar að auki hafa takmarkanir á starfssemi ýmissa aðila í þjónustugeiranum orsakað gífurlegt tekjutap. Því miður er það þannig að þegar kemur að öðrum sviðum en sóttvörnum og heilsu fólks, þá eru það stjórnmálamenn með litla til enga reynslu af krísustjórnun sem ráða ferðinni. Þetta sést glöggt á því að flestar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa undanfarið ár einblína á það að setja vandamálin á frost. Margar af þeim aðgerðum sem kynntar hafa verið nýtast fyrirtækjum og einstaklingum illa og sumar hafa jafnvel kynnt undir uppsagnir og atvinnuleysi. En ólíkt reyndum krísustjórnendum þá virðist flestum stjórnmálamönnum vera ómögulegt að viðurkenna mistök og draga af þeim lærdóma. Nú þegar við erum farin að sjá glitta í ljósið við enda ganganna og við þurfum ekki lengur að einblína á þá heilbrigðisvá sem átt hefur hug okkar síðastliðið ár, þá er mikilvægt að við hugsum af alvöru að þeirri uppbyggingu sem framundan er. Þau okkar sem hafa brugðist við fjölda náttúruhamfara í gegnum árin vitum að það er oft erfiðasti og mest krefjandi fasinn, fasi sem oft verður litaður af pólítískum vanmætti og spillingu. Við vitum líka að þegar kemur að uppbyggingu er mikilvægt að byggja ekki upp sama viðkvæma samfélagið upp aftur, heldur nýta tækifærið til að laga þá hluti sem betur mega fara, rétt eins og eftir jarðskjálfta byggjum við ekki upp sama viðkvæma húsið sem hrundi, heldur lærum af reynslunni og byggjum sterkara hús á betri stað. Það gleymist líka að COVID-19 faraldurinn er bara ein af mörgum krísum sem framundan eru fyrir mannkynið allt. Við erum á hraðri leið inn í vaxandi áhrif loftlagsbreytinga og hin öra tæknivæðing er að gera mörg þau störf úrelt sem við vinnum í dag. Þegar kemur að uppbyggingu eftir COVID-19 faraldurinn er mjög mikilvægt að við gerum okkar samfélag betur í stakk búið að takast á við þessar framtíðaráskoranir. Næstu ár munu skipta sköpum fyrir íslenskt samfélag. Tekst okkur að komast út úr þeirri djúpu efnahagslægð sem heimsfaraldurinn hefur orsakað og við erum aðeins rétt byrjuð að finna fyrir, eða munu stjórnmálamenn tala í galdralausnum og innantómum loforðum sem hafa lítil raunveruleg áhrif hafa á líf fólks. Það er á slíkum tímum sem það er mikilvægt að hafa stjórnmálamenn sem trúa á gagnsæi, ábyrgð, gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. Stjórnmálamenn sem byggja ákvarðanir á gögnum en ekki sérhagsmunum. Stjórnmálamenn sem eru með hag þjóðarinnar allrar að leiðarjósi í stað eigin hagsmuna. Það eru þessi grunngildi sem Píratar hafa og gerir þá að þeim flokk á Íslandi sem best er til þess fallinn að tryggja ábyrga, vel upplýsta og sanngjarna uppbyggingu Íslands á komandi árum. Uppbyggingu þar sem raddir fólks fá að hljóma og hafa áhrif á það hvaða lausnir verða fyrir valinu. Uppbyggingu þar sem gögn eru nýtt til að öðlast skilning um möguleg áhrif þeirra lausna sem lagðar eru fram. Uppbyggingu þar sem jöfnuður og réttindi eru tryggð en ekki bara hagsmunir fámennra sérhagsmunahópa. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata í SV-kjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar og höfundur bókarinnar Leiðtogi á neyðarstund.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun