„Maður sem tekur ákvarðanir og framkvæmir þær er fljótur að kveikja hjá mér áhuga“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 18. janúar 2021 20:06 Guðlaug Helga Björndsóttir deilir því með lesendum hvaða eiginleikar henni finnast vera heillandi og óheillandi í fari karlmanna. „Ég opna kannski ekki samtölin á því að spyrja hvort menn séu með mótefni en ég viðurkenni alveg að maður veltir því fyrir sér hvort þeir séu á útopnu um allar trissur. Maður sigtar svo út þá sem eru þess virði að hitta en að sjálfsögðu hlýði ég Víði,“ segir Guðlaug Helga Björnsdóttir í viðtali við Makamál. Guðlaug er þrjátíu og eins árs, þriggja barna móðir í Laugardalnum og starfar sem skrifstofudama og sminka. Hún er mikill fagurkeri og elskar fátt meira en að ferðast og njóta ævintýra hvers dags. Guðlaug segir stefnumótaheiminn vissulega breyttan eftir tilkomu Covid. „Ég er ofboðslega spennt fyrir nýja árinu, hef miklar væntingar um að þetta verði gott ár og að við getum farið að horfa meira til eðlilegri tíma þar sem fólk getur hagað lífinu eftir sínu höfði. Til dæmis skroppið í gott frí erlendis.“ Framundan segir Guðlaug spennandi tíma í vinnunni en hún sé þó farin að renna hýru auga til vorsins. Ævintýraþrá er eitt af því sem heillar Guðlaugu. Hún segir mikilvægt fyrir henni að karlmenn hafi drifkraft og vilja til að henda sér í ævintýri og prófa nýja hluti. „Ég er að fara að sminka fyrir tíu vikna þáttaseríu næstu helgar sem ég er virkilega spennt fyrir. En svo er ég mikil vor og sumar týpa og tel því niður í strigaskó, sumarkjóla og skemmtileg sumarkvöld.“ Hér fyrir neðan deilir Guðlaug því með lesendum hvað henni finnast aðlaðandi og óaðlaðandi eiginleikar í fari karlmanna í viðtalsliðnum Boneorðin 10. ON: Frumkvæði - Maður sem tekur ákvarðanir og framkvæmir þær er fljótur að kveikja hjá mér áhuga. Heilsuhreysti - Maður sem stundar hreyfingu og hugsar vel um sjálfan sig. Það er virkilega heillandi. Húmor - Að vera með húmor fyrir sjálfum sér og fá aðra í kringum sig til að hlægja finnst mér vera ómissandi eiginleiki. Einlægni - Að vera einlægur í því sem maður segir og gerir. Yfirborðskennd má vera annars staðar. Ævintýraþrá - Einhver sem er til í að gera eitthvað annað en að horfa á fótbolta á sunnudögum. Einhver sem vill vakna snemma um helgar og fara til dæmis í sund eða óvænt road-trip - Þetta þarf ekki að vera flókið, bara vera tilbúinn að gera eitthvað annað en að hanga. OFF: Metnaðarleysi - Að vera alltaf í því sama og hafa ekki metnað fyrir stærri draumum. Hlaupa áfram í hamstrahjólinu og hafa enga löngun til að taka áhættur og eltast við eitthvað annað er eitthvað sem ég tengi ekki við. Leikmenn - Óheiðarlegir menn sem geta ekki tjáð hugsanir sínar og leika alla leikina. Þeir sem þurfa að leika leiki til þess að heilla aðra, þurfa að endurhugsa planið sitt. Framtaksleysi - Það þarf að framkvæma hlutina svo að þeir verði að veruleika. Að vanta allan drifkraft er ekki sexí. Tölvuleikir - Þegar fullorðið fólk eyðir öllum sínum stundum fyrir framan tölvur í tölvuleikjum og finnst ekkert eðlilegra en að senda sína eina í rúmið á kvöldin. Þá er hægt að taka númer annars staðar. Hroki sem sprettur út frá eigin minnimáttarkennd - Ókurteisi og pirringur gagnvart öðrum, eins og til dæmis fólki sem er í þjónustustörfum. Þetta slekkur mjög hratt í glóðunum. Húmor, heilsuhreysti og einlægni eru eiginleikar sem heilla Guðlaugu upp úr skónum. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófíl Guðlaugar hér. Ókurteisi og pirringur gagnvart fólki eins og þjónustufólki segir Guðlaug vera eitt af því sem henni finnst vera afar óheillandi. Ef þú ert með ábendingu um einhleypa og áhugaverða einstaklinga getur þú sent póst á [email protected]. Bone-orðin 10 Tengdar fréttir „Mikil áskorun að læra að vera ein eftir nítján ára sambúð“ „Nýja árið er bara virkilega spennandi. Það er búið að vera mikil áskorun að læra að vera ein eftir nítján ár í sambúð en nýtt ár og ný tækifæri er klisja sem ég er bara spennt að nota óspart þessa dagana,“ segir Tinna Brá Baldvinsdóttir framkvæmdastjóri og eigandi verlslunarinnar Hrím í viðtali við Makamál. 13. janúar 2021 19:59 Stóð í skilnaði í miðjum heimsfaraldri en lítur björtum augum á framtíðina „Það er ekkert heillandi við það að vera á nákvæmlega sama stað og fyrir tíu árum síðan, að gera sömu hlutina og heimsækja alltaf sömu borgina þegar þú ferð erlendis. Hvaða sögur ætlarðu þá að segja seinna?“ Þetta segir Linda Sæberg í viðtali við Makamál. 7. janúar 2021 20:01 Bone-orðin 10: „Kynorkan er lífsorkan okkar“ Gleðigjafinn og fjölmiðlakonan Sigga Lund hefur komið víða við á ferli sínum og var hún ekki nema 17 ára þegar hún stjórnaði sínum fyrsta útvarpsþætti. Flest allir landsmenn ættu að þekkja rödd Siggu sem þykir hljóma einstaklega vel á öldum ljósvakans. 26. ágúst 2020 21:40 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Hann er til í allar heimsins hugmyndir með mér“ Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú ákveðið að fyrirgefa framhjáhald? Makamál Rúmfræði: Heimagerð kynlífsleikföng Makamál Fyrsta blikið: Óttaðist það mest að „falla fyrir honum“ á blindu stefnumóti Makamál Einhleypan: „Það er alltaf gaman á festivölum“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Guðlaug er þrjátíu og eins árs, þriggja barna móðir í Laugardalnum og starfar sem skrifstofudama og sminka. Hún er mikill fagurkeri og elskar fátt meira en að ferðast og njóta ævintýra hvers dags. Guðlaug segir stefnumótaheiminn vissulega breyttan eftir tilkomu Covid. „Ég er ofboðslega spennt fyrir nýja árinu, hef miklar væntingar um að þetta verði gott ár og að við getum farið að horfa meira til eðlilegri tíma þar sem fólk getur hagað lífinu eftir sínu höfði. Til dæmis skroppið í gott frí erlendis.“ Framundan segir Guðlaug spennandi tíma í vinnunni en hún sé þó farin að renna hýru auga til vorsins. Ævintýraþrá er eitt af því sem heillar Guðlaugu. Hún segir mikilvægt fyrir henni að karlmenn hafi drifkraft og vilja til að henda sér í ævintýri og prófa nýja hluti. „Ég er að fara að sminka fyrir tíu vikna þáttaseríu næstu helgar sem ég er virkilega spennt fyrir. En svo er ég mikil vor og sumar týpa og tel því niður í strigaskó, sumarkjóla og skemmtileg sumarkvöld.“ Hér fyrir neðan deilir Guðlaug því með lesendum hvað henni finnast aðlaðandi og óaðlaðandi eiginleikar í fari karlmanna í viðtalsliðnum Boneorðin 10. ON: Frumkvæði - Maður sem tekur ákvarðanir og framkvæmir þær er fljótur að kveikja hjá mér áhuga. Heilsuhreysti - Maður sem stundar hreyfingu og hugsar vel um sjálfan sig. Það er virkilega heillandi. Húmor - Að vera með húmor fyrir sjálfum sér og fá aðra í kringum sig til að hlægja finnst mér vera ómissandi eiginleiki. Einlægni - Að vera einlægur í því sem maður segir og gerir. Yfirborðskennd má vera annars staðar. Ævintýraþrá - Einhver sem er til í að gera eitthvað annað en að horfa á fótbolta á sunnudögum. Einhver sem vill vakna snemma um helgar og fara til dæmis í sund eða óvænt road-trip - Þetta þarf ekki að vera flókið, bara vera tilbúinn að gera eitthvað annað en að hanga. OFF: Metnaðarleysi - Að vera alltaf í því sama og hafa ekki metnað fyrir stærri draumum. Hlaupa áfram í hamstrahjólinu og hafa enga löngun til að taka áhættur og eltast við eitthvað annað er eitthvað sem ég tengi ekki við. Leikmenn - Óheiðarlegir menn sem geta ekki tjáð hugsanir sínar og leika alla leikina. Þeir sem þurfa að leika leiki til þess að heilla aðra, þurfa að endurhugsa planið sitt. Framtaksleysi - Það þarf að framkvæma hlutina svo að þeir verði að veruleika. Að vanta allan drifkraft er ekki sexí. Tölvuleikir - Þegar fullorðið fólk eyðir öllum sínum stundum fyrir framan tölvur í tölvuleikjum og finnst ekkert eðlilegra en að senda sína eina í rúmið á kvöldin. Þá er hægt að taka númer annars staðar. Hroki sem sprettur út frá eigin minnimáttarkennd - Ókurteisi og pirringur gagnvart öðrum, eins og til dæmis fólki sem er í þjónustustörfum. Þetta slekkur mjög hratt í glóðunum. Húmor, heilsuhreysti og einlægni eru eiginleikar sem heilla Guðlaugu upp úr skónum. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófíl Guðlaugar hér. Ókurteisi og pirringur gagnvart fólki eins og þjónustufólki segir Guðlaug vera eitt af því sem henni finnst vera afar óheillandi. Ef þú ert með ábendingu um einhleypa og áhugaverða einstaklinga getur þú sent póst á [email protected].
Bone-orðin 10 Tengdar fréttir „Mikil áskorun að læra að vera ein eftir nítján ára sambúð“ „Nýja árið er bara virkilega spennandi. Það er búið að vera mikil áskorun að læra að vera ein eftir nítján ár í sambúð en nýtt ár og ný tækifæri er klisja sem ég er bara spennt að nota óspart þessa dagana,“ segir Tinna Brá Baldvinsdóttir framkvæmdastjóri og eigandi verlslunarinnar Hrím í viðtali við Makamál. 13. janúar 2021 19:59 Stóð í skilnaði í miðjum heimsfaraldri en lítur björtum augum á framtíðina „Það er ekkert heillandi við það að vera á nákvæmlega sama stað og fyrir tíu árum síðan, að gera sömu hlutina og heimsækja alltaf sömu borgina þegar þú ferð erlendis. Hvaða sögur ætlarðu þá að segja seinna?“ Þetta segir Linda Sæberg í viðtali við Makamál. 7. janúar 2021 20:01 Bone-orðin 10: „Kynorkan er lífsorkan okkar“ Gleðigjafinn og fjölmiðlakonan Sigga Lund hefur komið víða við á ferli sínum og var hún ekki nema 17 ára þegar hún stjórnaði sínum fyrsta útvarpsþætti. Flest allir landsmenn ættu að þekkja rödd Siggu sem þykir hljóma einstaklega vel á öldum ljósvakans. 26. ágúst 2020 21:40 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Hann er til í allar heimsins hugmyndir með mér“ Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú ákveðið að fyrirgefa framhjáhald? Makamál Rúmfræði: Heimagerð kynlífsleikföng Makamál Fyrsta blikið: Óttaðist það mest að „falla fyrir honum“ á blindu stefnumóti Makamál Einhleypan: „Það er alltaf gaman á festivölum“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
„Mikil áskorun að læra að vera ein eftir nítján ára sambúð“ „Nýja árið er bara virkilega spennandi. Það er búið að vera mikil áskorun að læra að vera ein eftir nítján ár í sambúð en nýtt ár og ný tækifæri er klisja sem ég er bara spennt að nota óspart þessa dagana,“ segir Tinna Brá Baldvinsdóttir framkvæmdastjóri og eigandi verlslunarinnar Hrím í viðtali við Makamál. 13. janúar 2021 19:59
Stóð í skilnaði í miðjum heimsfaraldri en lítur björtum augum á framtíðina „Það er ekkert heillandi við það að vera á nákvæmlega sama stað og fyrir tíu árum síðan, að gera sömu hlutina og heimsækja alltaf sömu borgina þegar þú ferð erlendis. Hvaða sögur ætlarðu þá að segja seinna?“ Þetta segir Linda Sæberg í viðtali við Makamál. 7. janúar 2021 20:01
Bone-orðin 10: „Kynorkan er lífsorkan okkar“ Gleðigjafinn og fjölmiðlakonan Sigga Lund hefur komið víða við á ferli sínum og var hún ekki nema 17 ára þegar hún stjórnaði sínum fyrsta útvarpsþætti. Flest allir landsmenn ættu að þekkja rödd Siggu sem þykir hljóma einstaklega vel á öldum ljósvakans. 26. ágúst 2020 21:40