World Class hækkar verð í annað sinn á hálfu ári Eiður Þór Árnason skrifar 19. janúar 2021 23:38 Björn Leifsson, einn eigandi World Class, hefur verið mjög gagnrýninn á lokun líkamsræktarstöðva en stöðvar hans fengu að bjóða aftur upp á hóptíma þann 13. janúar. Vísir/Egill World Class hækkaði nýverið verðskrá sína og greiða viðskiptavinir í áskrift nú 8.260 krónur á mánuði fyrir að fá að heimsækja stöðvar fyrirtækisins, í stað 7.870 króna áður. Er þetta í annað sinn á stuttum tíma sem World Class grípur til verðhækkana en í júlí á síðasta ári hækkuðu stjórnendur líkamsræktarkeðjunnar verð á mánaðarlegri áskrift um 15%, eða úr 6.840 í 7.850 krónur. Samanlagt hefur verð á mánaðaráskrift nú hækkað um tæpt 21% frá því í júní síðastliðnum. Sömuleiðis hefur verð á venjulegu árskorti í stöðvar World Class hækkað um nær sama hlutfall á tímabilinu. Kostar árskort nú 96.590 krónur í eingreiðslu en var fáanlegt á 79.990 krónur í byrjun sumars. Flestir aðrir liðir í gjaldskrá World Class hafa hækkað um svipað hlutfall. Tilkynntu ekki hækkunina á vef sínum Stjórnendur líkamsræktarkeðjunnar gerðu sérstaklega grein fyrir fyrri verðskrárbreytingunni í tilkynningu á vef sínum í sumar en ekki er að sjá að svo hafi verið gert í tengslum við nýjustu verðhækkanirnar. Í sumar vísuðu forsvarsmenn til þess að verðskrá World Class hafi fram að því ekki hækkað í sex og hálft ár þrátt fyrir hækkun á vísitölu neysluverðs og launavísitölu. Þá sagði Björn Leifsson, stofnandi og einn eigenda World Class á Íslandi, í samtali við mbl.is í júlí það hafa verið óhjákvæmilegt að hækka verð. Björn og Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class, gáfu ekki kost á viðtali við vinnslu þessarar fréttar. Líkamsræktarstöðvar opnuðu á ný í síðustu viku með takmörkunum en þar áður höfðu þær verið lokaðar nær samfellt frá 4. október síðastliðnum. Níutíu starfsmönnum World Class var sagt upp störfum í desember og tóku uppsagnirnar gildi um áramótin. Var um helmingi starfsliðs fyrirtækisins sagt upp á síðasta ári. World Class hagnaðist um 562 milljónir króna árið 2019. Rekstrartekjur World Class voru tæplega 3,8 milljarðar það ár og nam hagnaðurinn um 80% af heildarhagnaði stærstu líkamsræktarstöðva á Íslandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Líkamsræktarstöðvar Neytendur Verðlag Tengdar fréttir Hafa skipt stóra salnum í Laugum upp í sex svæði og nota sóttvarnarbyssu Birgitta Líf Björnsdóttir markaðsstjóri World Class mætti í Brennsluna í morgun á FM957 og ræddi þar opnun líkamsræktarstöðva. 13. janúar 2021 15:31 Vongóður að líkamsræktarstöðvar fái bráðlega að opna: „Þetta er bara tóm helvítis þvæla“ „Við erum að heyra nákvæmlega sama ruglið, aftur og aftur. Það eigi að fara varlega í tilslakanir og annað slíkt. Það er eins og stjórnvöld og sóttvarnayfirvöld beri enga virðingu fyrir fyrirtækjum eða fólkinu í landinu. Við erum algjörlega í þoku með það hvort við megum starfa eða ekki,“ segir Björn Leifsson, eigandi World Class. 7. janúar 2021 18:01 World Class hagnaðist um 562 milljónir í fyrra Líkamsræktarstöðin World Class hagnaðist um 562 milljónir króna í fyrra. Hagnaðurinn nemur um 80 prósentum af heildarhagnaði stærstu líkamsræktarstöðva á Íslandi, World Class, Hreyfingar, Reebok Fitness, Sporthússins og CrossFit Reykjavíkur. 25. október 2020 22:03 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Er þetta í annað sinn á stuttum tíma sem World Class grípur til verðhækkana en í júlí á síðasta ári hækkuðu stjórnendur líkamsræktarkeðjunnar verð á mánaðarlegri áskrift um 15%, eða úr 6.840 í 7.850 krónur. Samanlagt hefur verð á mánaðaráskrift nú hækkað um tæpt 21% frá því í júní síðastliðnum. Sömuleiðis hefur verð á venjulegu árskorti í stöðvar World Class hækkað um nær sama hlutfall á tímabilinu. Kostar árskort nú 96.590 krónur í eingreiðslu en var fáanlegt á 79.990 krónur í byrjun sumars. Flestir aðrir liðir í gjaldskrá World Class hafa hækkað um svipað hlutfall. Tilkynntu ekki hækkunina á vef sínum Stjórnendur líkamsræktarkeðjunnar gerðu sérstaklega grein fyrir fyrri verðskrárbreytingunni í tilkynningu á vef sínum í sumar en ekki er að sjá að svo hafi verið gert í tengslum við nýjustu verðhækkanirnar. Í sumar vísuðu forsvarsmenn til þess að verðskrá World Class hafi fram að því ekki hækkað í sex og hálft ár þrátt fyrir hækkun á vísitölu neysluverðs og launavísitölu. Þá sagði Björn Leifsson, stofnandi og einn eigenda World Class á Íslandi, í samtali við mbl.is í júlí það hafa verið óhjákvæmilegt að hækka verð. Björn og Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class, gáfu ekki kost á viðtali við vinnslu þessarar fréttar. Líkamsræktarstöðvar opnuðu á ný í síðustu viku með takmörkunum en þar áður höfðu þær verið lokaðar nær samfellt frá 4. október síðastliðnum. Níutíu starfsmönnum World Class var sagt upp störfum í desember og tóku uppsagnirnar gildi um áramótin. Var um helmingi starfsliðs fyrirtækisins sagt upp á síðasta ári. World Class hagnaðist um 562 milljónir króna árið 2019. Rekstrartekjur World Class voru tæplega 3,8 milljarðar það ár og nam hagnaðurinn um 80% af heildarhagnaði stærstu líkamsræktarstöðva á Íslandi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Líkamsræktarstöðvar Neytendur Verðlag Tengdar fréttir Hafa skipt stóra salnum í Laugum upp í sex svæði og nota sóttvarnarbyssu Birgitta Líf Björnsdóttir markaðsstjóri World Class mætti í Brennsluna í morgun á FM957 og ræddi þar opnun líkamsræktarstöðva. 13. janúar 2021 15:31 Vongóður að líkamsræktarstöðvar fái bráðlega að opna: „Þetta er bara tóm helvítis þvæla“ „Við erum að heyra nákvæmlega sama ruglið, aftur og aftur. Það eigi að fara varlega í tilslakanir og annað slíkt. Það er eins og stjórnvöld og sóttvarnayfirvöld beri enga virðingu fyrir fyrirtækjum eða fólkinu í landinu. Við erum algjörlega í þoku með það hvort við megum starfa eða ekki,“ segir Björn Leifsson, eigandi World Class. 7. janúar 2021 18:01 World Class hagnaðist um 562 milljónir í fyrra Líkamsræktarstöðin World Class hagnaðist um 562 milljónir króna í fyrra. Hagnaðurinn nemur um 80 prósentum af heildarhagnaði stærstu líkamsræktarstöðva á Íslandi, World Class, Hreyfingar, Reebok Fitness, Sporthússins og CrossFit Reykjavíkur. 25. október 2020 22:03 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Hafa skipt stóra salnum í Laugum upp í sex svæði og nota sóttvarnarbyssu Birgitta Líf Björnsdóttir markaðsstjóri World Class mætti í Brennsluna í morgun á FM957 og ræddi þar opnun líkamsræktarstöðva. 13. janúar 2021 15:31
Vongóður að líkamsræktarstöðvar fái bráðlega að opna: „Þetta er bara tóm helvítis þvæla“ „Við erum að heyra nákvæmlega sama ruglið, aftur og aftur. Það eigi að fara varlega í tilslakanir og annað slíkt. Það er eins og stjórnvöld og sóttvarnayfirvöld beri enga virðingu fyrir fyrirtækjum eða fólkinu í landinu. Við erum algjörlega í þoku með það hvort við megum starfa eða ekki,“ segir Björn Leifsson, eigandi World Class. 7. janúar 2021 18:01
World Class hagnaðist um 562 milljónir í fyrra Líkamsræktarstöðin World Class hagnaðist um 562 milljónir króna í fyrra. Hagnaðurinn nemur um 80 prósentum af heildarhagnaði stærstu líkamsræktarstöðva á Íslandi, World Class, Hreyfingar, Reebok Fitness, Sporthússins og CrossFit Reykjavíkur. 25. október 2020 22:03