Notar alltaf primer svo förðunin endist út daginn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. janúar 2021 08:01 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er gestur í nýjasta þættinum af Snyrtiborðið með HI beauty. Þættirnir eru sýndir hér á Vísi alla miðvikudaga. HI beauty „Venjulega þegar ræktin er opin þá byrja ég þar og kem svo hingað heim og græja mig eldsnöggt út og fer á fyrsta fund dagsins sem byrjar oftast ekki seinna en níu, stundum aðeins fyrr.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sparar sér tíma á morgnanna með því að nota hárblásara sem þurrkar hárið gerir liði og krullur í það á sama tíma. Áslaug sýndi frá þessu og sagði frá sínum uppáhalds hárvörum og förðunarvörum í nýjasta þættinum af Snyrtiborðið með HI beauty. Ingunn Sig og Heiður Ósk heimsóttu Áslaugu Örnu á heimili hennar fyrir vinnu og fylgdust með henni gera sig til fyrir daginn. Í þættinum gefur dómsmálaráðherrann innsýn í hefðbundinn dag í starfinu. „Dagarnir eru mjög fjölbreyttir og enginn dagur eins.“ Hún viðurkennir að vinnudagarnir séu flestir langir en samt skemmtilegir. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Snyrtiborðið - Áslaug Arna Sólarpúður á augun Lykillinn á bakvið förðun Áslaugar, er að hún þarf að endast vel yfir allan daginn. „Þetta er yfirleitt ekki mjög flókið hjá mér. Ég byrja á að nota einhvern primer undir meikið svo það haldist nú á til kvölds þar sem maður er oft í vinnunni eitthvað fram eftir.“ Áslaug notar olíulausan farða og hyljara þar sem hún á það til að verða glansandi í framan. „Ég nota sólarpúður frá Bobby Brown og þegar ég er að flýta mér mjög mikið þá nota ég það líka sem augnskugga,“ viðurkennir Áslaug. Púðrið er matt og hentar því líka einstaklega vel til að skyggja aðeins augnsvæðið. Reynir að bæta húðumhirðuna „Ég er að reyna að bæta mig í því,“ segir Áslaug þegar hún er spurð út í húðumhirðu. „Ég var ekkert mjög dugleg við það framan af en ég er að reyna að bæta mig, hreinsa hana betur áður en ég fer að sofa og passa að halda rakanum. Ég er með svolítið blandaða húð svo hún verður þurr í kuldanum.“ Áslaug Arna notar meðal annars maska, rakagel og næturserum til að dekra við húðina. Hún upplifir ekki pressu varðandi útlitið sem opinber persóna, en segist vilja vera vel til höfð og bera virðingu fyrir því sem hún er að gera. Krullar hárið daglega Dómsmálaráðherran er með þykkt hár en er einstaklega hársár. „Það sem bjargar mér er að nota góða olíu þegar það er blautt.“ Hún krullar hárið nánast alla daga, sem getur tekið tímann sinn svo hún fann leið til þess að minnka fyrirhöfnina og flýta fyrir sér. „Ég á geggjaðasta tæki sem ég hef kynnst og það er Dyson hárgræja. Það hefur sparað mér mjög mikinn tíma því þá get ég þurrkað það og krullað það á sama tíma.“ Förðun Tíska og hönnun HI beauty Tengdar fréttir Elskar góðan blástur enda níræð inn við beinið „Það er rosalega gaman ef það eru förðunarfræðingar á setti og svona en alla jafna þá geri ég þetta mjög mikið sjálf,“ segir matgæðingurinn og fjölmiðlakonan Eva Laufey Kjaran. 20. janúar 2021 09:00 Smyglaði hárgreiðslumanni upp á hótel fyrir Miss World „Það sést alltaf svo vel húðinni okkar lífsstíllinn okkar,“ segir Linda Pétursdóttir, athafnakona og fyrrum Miss World. Sjálf segist hún hugsa vel um líkamann að innan sem utan. 13. janúar 2021 11:30 Sér eftir að hafa tekið „skinkutímabil“ í förðun Leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir segir að hún hafi fyrst lært að farða sig almennilega eftir háskólanám, en fram af því hafði hún oftast bara verið með maskara og sólarpúður. 21. desember 2020 12:30 Byrjaði að hugsa um húðina eftir helgarferð með Garðari Gunnlaugs „Ég er óhræddur að vera bara ég, sama hvað það þýðir á hverri stundu,“ segir Nökkvi Fjalar Orrason. Hann er þekktur fyrir að vera einstaklega hress og drífandi og hefur verið það alveg frá því hann var barn. 16. desember 2020 08:01 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sparar sér tíma á morgnanna með því að nota hárblásara sem þurrkar hárið gerir liði og krullur í það á sama tíma. Áslaug sýndi frá þessu og sagði frá sínum uppáhalds hárvörum og förðunarvörum í nýjasta þættinum af Snyrtiborðið með HI beauty. Ingunn Sig og Heiður Ósk heimsóttu Áslaugu Örnu á heimili hennar fyrir vinnu og fylgdust með henni gera sig til fyrir daginn. Í þættinum gefur dómsmálaráðherrann innsýn í hefðbundinn dag í starfinu. „Dagarnir eru mjög fjölbreyttir og enginn dagur eins.“ Hún viðurkennir að vinnudagarnir séu flestir langir en samt skemmtilegir. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Snyrtiborðið - Áslaug Arna Sólarpúður á augun Lykillinn á bakvið förðun Áslaugar, er að hún þarf að endast vel yfir allan daginn. „Þetta er yfirleitt ekki mjög flókið hjá mér. Ég byrja á að nota einhvern primer undir meikið svo það haldist nú á til kvölds þar sem maður er oft í vinnunni eitthvað fram eftir.“ Áslaug notar olíulausan farða og hyljara þar sem hún á það til að verða glansandi í framan. „Ég nota sólarpúður frá Bobby Brown og þegar ég er að flýta mér mjög mikið þá nota ég það líka sem augnskugga,“ viðurkennir Áslaug. Púðrið er matt og hentar því líka einstaklega vel til að skyggja aðeins augnsvæðið. Reynir að bæta húðumhirðuna „Ég er að reyna að bæta mig í því,“ segir Áslaug þegar hún er spurð út í húðumhirðu. „Ég var ekkert mjög dugleg við það framan af en ég er að reyna að bæta mig, hreinsa hana betur áður en ég fer að sofa og passa að halda rakanum. Ég er með svolítið blandaða húð svo hún verður þurr í kuldanum.“ Áslaug Arna notar meðal annars maska, rakagel og næturserum til að dekra við húðina. Hún upplifir ekki pressu varðandi útlitið sem opinber persóna, en segist vilja vera vel til höfð og bera virðingu fyrir því sem hún er að gera. Krullar hárið daglega Dómsmálaráðherran er með þykkt hár en er einstaklega hársár. „Það sem bjargar mér er að nota góða olíu þegar það er blautt.“ Hún krullar hárið nánast alla daga, sem getur tekið tímann sinn svo hún fann leið til þess að minnka fyrirhöfnina og flýta fyrir sér. „Ég á geggjaðasta tæki sem ég hef kynnst og það er Dyson hárgræja. Það hefur sparað mér mjög mikinn tíma því þá get ég þurrkað það og krullað það á sama tíma.“
Förðun Tíska og hönnun HI beauty Tengdar fréttir Elskar góðan blástur enda níræð inn við beinið „Það er rosalega gaman ef það eru förðunarfræðingar á setti og svona en alla jafna þá geri ég þetta mjög mikið sjálf,“ segir matgæðingurinn og fjölmiðlakonan Eva Laufey Kjaran. 20. janúar 2021 09:00 Smyglaði hárgreiðslumanni upp á hótel fyrir Miss World „Það sést alltaf svo vel húðinni okkar lífsstíllinn okkar,“ segir Linda Pétursdóttir, athafnakona og fyrrum Miss World. Sjálf segist hún hugsa vel um líkamann að innan sem utan. 13. janúar 2021 11:30 Sér eftir að hafa tekið „skinkutímabil“ í förðun Leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir segir að hún hafi fyrst lært að farða sig almennilega eftir háskólanám, en fram af því hafði hún oftast bara verið með maskara og sólarpúður. 21. desember 2020 12:30 Byrjaði að hugsa um húðina eftir helgarferð með Garðari Gunnlaugs „Ég er óhræddur að vera bara ég, sama hvað það þýðir á hverri stundu,“ segir Nökkvi Fjalar Orrason. Hann er þekktur fyrir að vera einstaklega hress og drífandi og hefur verið það alveg frá því hann var barn. 16. desember 2020 08:01 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Elskar góðan blástur enda níræð inn við beinið „Það er rosalega gaman ef það eru förðunarfræðingar á setti og svona en alla jafna þá geri ég þetta mjög mikið sjálf,“ segir matgæðingurinn og fjölmiðlakonan Eva Laufey Kjaran. 20. janúar 2021 09:00
Smyglaði hárgreiðslumanni upp á hótel fyrir Miss World „Það sést alltaf svo vel húðinni okkar lífsstíllinn okkar,“ segir Linda Pétursdóttir, athafnakona og fyrrum Miss World. Sjálf segist hún hugsa vel um líkamann að innan sem utan. 13. janúar 2021 11:30
Sér eftir að hafa tekið „skinkutímabil“ í förðun Leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir segir að hún hafi fyrst lært að farða sig almennilega eftir háskólanám, en fram af því hafði hún oftast bara verið með maskara og sólarpúður. 21. desember 2020 12:30
Byrjaði að hugsa um húðina eftir helgarferð með Garðari Gunnlaugs „Ég er óhræddur að vera bara ég, sama hvað það þýðir á hverri stundu,“ segir Nökkvi Fjalar Orrason. Hann er þekktur fyrir að vera einstaklega hress og drífandi og hefur verið það alveg frá því hann var barn. 16. desember 2020 08:01