Ragnar segir Hamrén sinn besta þjálfara á ferlinum Sindri Sverrisson skrifar 27. janúar 2021 13:31 Ragnar Sigurðsson segir Kára Árnason sinn besta félaga í vörninni enda hafa þeir marga hildi háð saman og fagnað fræknustu sigrum í sögu íslenska landsliðsins. vísir/Hulda Margrét Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson segir að Erik Hamrén sé besti þjálfari sem hann hafi haft á sínum ferli. Ragnar er að hefja sitt fjórtánda ár sem atvinnumaður í fótbolta. Hamrén náði að sannfæra Ragnar um að hætta við að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir HM 2018. Ragnar lék svo undir stjórn Svíans í tvö ár í landsliðinu, áður en Hamrén ákvað að láta gott heita þegar ljóst varð að Ísland kæmist ekki í lokakeppni EM. Ragnar, sem er nýorðinn leikmaður Rukh Lviv í Úkraínu, bauð fylgjendum sínum á Instagram upp á að senda inn spurningar í gær sem hann svo svaraði. Ein spurningin var um það hver væri besti þjálfari sem hann hefði haft, og þrátt fyrir til að mynda árangur landsliðsins undir stjórn Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar var svarið Hamrén. „Búinn að vera með marga góða þjálfara en þeir eru allir ólíkir… En Erik Hamrén er í 1. sæti hingað til,“ skrifaði Ragnar. Luka Kostic gerði mikið á einum klukkutíma fyrir feril Ragnars Aðspurður hvert besta ráðið væri sem hann hefði fengið á sínum ferli rifjaði Ragnar upp kynni af þjálfaranum virta Luka Kostic. Luka þjálfaði meðal annars U17- og U21-landslið Íslands á árum áður. „Var einu sinni kallaður á varnaræfingu ásamt Guðmanni Þóris og Kára Ársæls hjá Luka Kostic. Tók ca klukkutíma. Besta æfing sem ég nokkurn tímann fór á. Það sem hann kenndi okkur þar á þessum stutta tíma gerði mjög mikið fyrir minn feril,“ skrifaði Ragnar. Ragnar sagði jafnframt að rússneski landsliðsmaðurinn Marat Izmailovi, sem lék með honum hjá Krasnodar, væri besti leikmaður sem hann hefði spilað með. Ekki þarf að koma á óvart að Kári Árnason er hins vegar sá sem hann hefur best kunnað við í miðvarðapari: „Ef ég þyrfti að velja bara einn þá myndi ég velja morðingjann með brjálæðisglampann í augunum, Kára Árnason,“ skrifaði Ragnar. HM 2022 í Katar EM 2020 í fótbolta Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Hamrén náði að sannfæra Ragnar um að hætta við að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir HM 2018. Ragnar lék svo undir stjórn Svíans í tvö ár í landsliðinu, áður en Hamrén ákvað að láta gott heita þegar ljóst varð að Ísland kæmist ekki í lokakeppni EM. Ragnar, sem er nýorðinn leikmaður Rukh Lviv í Úkraínu, bauð fylgjendum sínum á Instagram upp á að senda inn spurningar í gær sem hann svo svaraði. Ein spurningin var um það hver væri besti þjálfari sem hann hefði haft, og þrátt fyrir til að mynda árangur landsliðsins undir stjórn Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar var svarið Hamrén. „Búinn að vera með marga góða þjálfara en þeir eru allir ólíkir… En Erik Hamrén er í 1. sæti hingað til,“ skrifaði Ragnar. Luka Kostic gerði mikið á einum klukkutíma fyrir feril Ragnars Aðspurður hvert besta ráðið væri sem hann hefði fengið á sínum ferli rifjaði Ragnar upp kynni af þjálfaranum virta Luka Kostic. Luka þjálfaði meðal annars U17- og U21-landslið Íslands á árum áður. „Var einu sinni kallaður á varnaræfingu ásamt Guðmanni Þóris og Kára Ársæls hjá Luka Kostic. Tók ca klukkutíma. Besta æfing sem ég nokkurn tímann fór á. Það sem hann kenndi okkur þar á þessum stutta tíma gerði mjög mikið fyrir minn feril,“ skrifaði Ragnar. Ragnar sagði jafnframt að rússneski landsliðsmaðurinn Marat Izmailovi, sem lék með honum hjá Krasnodar, væri besti leikmaður sem hann hefði spilað með. Ekki þarf að koma á óvart að Kári Árnason er hins vegar sá sem hann hefur best kunnað við í miðvarðapari: „Ef ég þyrfti að velja bara einn þá myndi ég velja morðingjann með brjálæðisglampann í augunum, Kára Árnason,“ skrifaði Ragnar.
HM 2022 í Katar EM 2020 í fótbolta Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira