Átta skip í ákafri loðnuleit: „Nú á hún ekki að sleppa“ Kristján Már Unnarsson skrifar 27. janúar 2021 17:32 Höfn í Hornafirði er meðal þeirra byggða sem eiga mikið undir. Ásgrímur Halldórsson við bryggju. Vinnsluhús Skinneyjar-Þinganess við hliðina. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Loðnuleitin sem hófst um síðustu helgi er orðin mun umfangsmeiri en áður var gert ráð fyrir. Í fyrstu var miðað við þrjú til fjögur skip en núna eru þau orðin átta talsins, tvö rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar og sex uppsjávarveiðiskip frá útgerðum; öll að leita loðnunnar. „Nú á hún ekki að sleppa,“ segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar.Egill Aðalsteinsson „Ég hugsa að þetta fari að nálgast Íslandsmet,“ svarar hann spurður hvort áður hafi verið lagt í svo viðamikinn leiðangur. Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson fór af stað úr Hafnarfirði í morgun og skömmu síðar sigldi fiskiskipið Hákon ÞH úr Reykjavík. Bjarni stefnir á Vestfirði til að kanna Grænlandssund en þar hefur hafísjaðarinn, sem áður hindraði leit, eitthvað hopað. Hákon mun hins vegar leita grunnt undan Norðurlandi. Rannnsóknaskipið Árni Friðriksson, sem lagði upp frá Hafnarfirði síðastliðinn sunnudag, leitaði fyrst á Austfjarðamiðum en stefnir núna einnig á Vestfjarðamið. Hann var í dag á siglingu vestur með Norðurlandi. Ferlar leitarskipanna átta síðdegis í dag.Hafrannsóknastofnun Auk Árna hófu fjögur fiskiskip að leita undan Austfjörðum í byrjun vikunnar; Ásgrímur Halldórsson SF, Aðalsteinn Jónsson SU, Börkur NK og Bjarni Ólafsson AK. Núna hefur Jóna Eðvalds SF einnig bæst við. Fjögur fyrrnefndu skipin stefna norður á bóginn á Norðausturmið en Jóna Eðvalds stefnir á hafsvæðin undan sunnanverðum Austfjörðum. Hér má sjá leitarferla skipanna. Sjávarútvegsráðherra gaf í gær út 61 þúsund tonna loðnukvóta. Ætla má að íslensk skip fái rétt um helming þess kvóta sem dugar hverju skipi vart í nema eina til tvær veiðiferðir. Bjartsýni ríkir hins vegar innan sjávarútvegsins um að leitin skili mun meiri kvóta, að sögn Ásgeirs Gunnarssonar, framkvæmdastjóra veiða og vinnslu hjá Skinney-Þinganesi á Hornafirði. Hann telur að aldrei fyrr hafi jafnmörg skip verið í skipulagðri loðnuleit og veðurspá sé einnig þokkaleg. Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri veiða og vinnslu hjá Skinney-Þinganesi.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Ég spái 220 þúsund tonna vertíð,“ segir Ásgeir. Hann telur þó að veiði hefjist vart fyrr en undir miðjan febrúar þegar komin sé góð hrognafylling og loðnan orðin verðmætari. En hvenær má svo búast við niðurstöðum úr loðnuleitinni? „Upp úr næstu helgi, þá verða fregnir,“ svarar forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Sjávarútvegur Akranes Vestmannaeyjar Hornafjörður Fjarðabyggð Vopnafjörður Langanesbyggð Tengdar fréttir Ráðherra fagnar að tekist hafi að afstýra loðnubresti Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu. 26. janúar 2021 10:34 Loðnustofninn metinn nægilega sterkur til að hefja loðnuveiðar Loðnuveiðar íslenskra skipa geta hafist að nýju eftir tveggja ára hlé, samkvæmt nýju mati Hafrannsóknastofnunar á ástandi loðnustofnsins, sem birt var í dag, eftir mælingar á loðnutorfum sem fundust á Austfjarðamiðum um síðustu helgi. Stofnunin leggur til að veiðikvóti verði aukinn úr 22 þúsund tonnum upp í 54.200 tonn, sem dugar til að hægt verði að gefa út kvóta til íslenskra skipa. 22. janúar 2021 17:23 Fyrsta loðnan veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár Fyrsta loðnan sem veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár fékkst á Austfjarðamiðum í gærkvöldi þegar grænlenska skipið Polar Amaroq fékk milli tuttugu og þrjátíu tonn í einu kasti. Síldarvinnslan í Neskaupstað á þriðjungshlut í grænlensku útgerðinni en yfirmenn um borð eru íslenskir. 21. janúar 2021 20:31 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
„Nú á hún ekki að sleppa,“ segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar.Egill Aðalsteinsson „Ég hugsa að þetta fari að nálgast Íslandsmet,“ svarar hann spurður hvort áður hafi verið lagt í svo viðamikinn leiðangur. Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson fór af stað úr Hafnarfirði í morgun og skömmu síðar sigldi fiskiskipið Hákon ÞH úr Reykjavík. Bjarni stefnir á Vestfirði til að kanna Grænlandssund en þar hefur hafísjaðarinn, sem áður hindraði leit, eitthvað hopað. Hákon mun hins vegar leita grunnt undan Norðurlandi. Rannnsóknaskipið Árni Friðriksson, sem lagði upp frá Hafnarfirði síðastliðinn sunnudag, leitaði fyrst á Austfjarðamiðum en stefnir núna einnig á Vestfjarðamið. Hann var í dag á siglingu vestur með Norðurlandi. Ferlar leitarskipanna átta síðdegis í dag.Hafrannsóknastofnun Auk Árna hófu fjögur fiskiskip að leita undan Austfjörðum í byrjun vikunnar; Ásgrímur Halldórsson SF, Aðalsteinn Jónsson SU, Börkur NK og Bjarni Ólafsson AK. Núna hefur Jóna Eðvalds SF einnig bæst við. Fjögur fyrrnefndu skipin stefna norður á bóginn á Norðausturmið en Jóna Eðvalds stefnir á hafsvæðin undan sunnanverðum Austfjörðum. Hér má sjá leitarferla skipanna. Sjávarútvegsráðherra gaf í gær út 61 þúsund tonna loðnukvóta. Ætla má að íslensk skip fái rétt um helming þess kvóta sem dugar hverju skipi vart í nema eina til tvær veiðiferðir. Bjartsýni ríkir hins vegar innan sjávarútvegsins um að leitin skili mun meiri kvóta, að sögn Ásgeirs Gunnarssonar, framkvæmdastjóra veiða og vinnslu hjá Skinney-Þinganesi á Hornafirði. Hann telur að aldrei fyrr hafi jafnmörg skip verið í skipulagðri loðnuleit og veðurspá sé einnig þokkaleg. Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri veiða og vinnslu hjá Skinney-Þinganesi.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Ég spái 220 þúsund tonna vertíð,“ segir Ásgeir. Hann telur þó að veiði hefjist vart fyrr en undir miðjan febrúar þegar komin sé góð hrognafylling og loðnan orðin verðmætari. En hvenær má svo búast við niðurstöðum úr loðnuleitinni? „Upp úr næstu helgi, þá verða fregnir,“ svarar forstjóri Hafrannsóknastofnunar.
Sjávarútvegur Akranes Vestmannaeyjar Hornafjörður Fjarðabyggð Vopnafjörður Langanesbyggð Tengdar fréttir Ráðherra fagnar að tekist hafi að afstýra loðnubresti Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu. 26. janúar 2021 10:34 Loðnustofninn metinn nægilega sterkur til að hefja loðnuveiðar Loðnuveiðar íslenskra skipa geta hafist að nýju eftir tveggja ára hlé, samkvæmt nýju mati Hafrannsóknastofnunar á ástandi loðnustofnsins, sem birt var í dag, eftir mælingar á loðnutorfum sem fundust á Austfjarðamiðum um síðustu helgi. Stofnunin leggur til að veiðikvóti verði aukinn úr 22 þúsund tonnum upp í 54.200 tonn, sem dugar til að hægt verði að gefa út kvóta til íslenskra skipa. 22. janúar 2021 17:23 Fyrsta loðnan veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár Fyrsta loðnan sem veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár fékkst á Austfjarðamiðum í gærkvöldi þegar grænlenska skipið Polar Amaroq fékk milli tuttugu og þrjátíu tonn í einu kasti. Síldarvinnslan í Neskaupstað á þriðjungshlut í grænlensku útgerðinni en yfirmenn um borð eru íslenskir. 21. janúar 2021 20:31 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Ráðherra fagnar að tekist hafi að afstýra loðnubresti Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu. 26. janúar 2021 10:34
Loðnustofninn metinn nægilega sterkur til að hefja loðnuveiðar Loðnuveiðar íslenskra skipa geta hafist að nýju eftir tveggja ára hlé, samkvæmt nýju mati Hafrannsóknastofnunar á ástandi loðnustofnsins, sem birt var í dag, eftir mælingar á loðnutorfum sem fundust á Austfjarðamiðum um síðustu helgi. Stofnunin leggur til að veiðikvóti verði aukinn úr 22 þúsund tonnum upp í 54.200 tonn, sem dugar til að hægt verði að gefa út kvóta til íslenskra skipa. 22. janúar 2021 17:23
Fyrsta loðnan veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár Fyrsta loðnan sem veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár fékkst á Austfjarðamiðum í gærkvöldi þegar grænlenska skipið Polar Amaroq fékk milli tuttugu og þrjátíu tonn í einu kasti. Síldarvinnslan í Neskaupstað á þriðjungshlut í grænlensku útgerðinni en yfirmenn um borð eru íslenskir. 21. janúar 2021 20:31