Nýtt afbrigði kórónuveirunnar dreifist hratt um Afríku Heimsljós 29. janúar 2021 12:10 WHO Alls hafa greinst um 3,5 milljónir tilvika af COVID-19 í Afríku og 88 þúsund hafa látist. Á síðustu vikum hefur bæði smitum og dauðsföllum fjölgað hratt. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) óttast að langvarandi þreytu sé farið að gæta í Afríkuríkjum á kórónaveirunni sem geti leitt til þess að nýjar bylgjur af faraldrinum nái flugi og dauðsföllum fjölgi. Alls hafa greinst um 3,5 milljónir tilvika af COVID-19 í álfunni og 88 þúsund hafa látist. Á síðustu vikum hefur bæði smitum og dauðsföllum fjölgað hratt. Í síðustu viku greindust 175 þúsund ný tilfelli af COVID-19 í Afríku og 6.200 létust. Að mati WHO dreifist nýtt og skæðara afbrigði veirunnar hratt um álfuna en það greindist fyrst í Suður-Afríku og hefur síðan verið staðfest í fjölmörgum löndum eins og Botsvana, Gana, Kenía, Sambíu og Malaví, en einnig í 24 ríkjum utan álfunnar, meðal annars í Bandaríkjunum. Svokallað „breska“ afbrigði veirunnar hefur líka verið staðfest í Gambíu og Nígeríu. Matshidiso Moeti svæðisstjóri WHO fyrir Afríku segir óttann við nýju afbrigði veirunnar halda fyrir sér vöku. „Auk nýju afbrigðanna er fólk orðið langþreytt á COVID-19 og bæði samkomur og ferðlög um áramótin hafa leitt til annarrar bylgju faraldursins sem sligar heilbrigðisstofnanir,“ segir hún og hvetur íbúa Afríku til að efla eigin sóttvarnir, þvo hendur, bera grímur og halda fjarlægðarmörk. Aðeins fáein ríki Afríku hafa fengið bóluefni, í litlum mæli, en Moeti kveðst reikna með að bóluefni berist til þjóða um miðjan næsta mánuð og bólusetning helstu áhættuhópa gæti hafist í mars. Að mati WHO verða 20 prósent íbúa álfunnar bólusett í árslok. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) óttast að langvarandi þreytu sé farið að gæta í Afríkuríkjum á kórónaveirunni sem geti leitt til þess að nýjar bylgjur af faraldrinum nái flugi og dauðsföllum fjölgi. Alls hafa greinst um 3,5 milljónir tilvika af COVID-19 í álfunni og 88 þúsund hafa látist. Á síðustu vikum hefur bæði smitum og dauðsföllum fjölgað hratt. Í síðustu viku greindust 175 þúsund ný tilfelli af COVID-19 í Afríku og 6.200 létust. Að mati WHO dreifist nýtt og skæðara afbrigði veirunnar hratt um álfuna en það greindist fyrst í Suður-Afríku og hefur síðan verið staðfest í fjölmörgum löndum eins og Botsvana, Gana, Kenía, Sambíu og Malaví, en einnig í 24 ríkjum utan álfunnar, meðal annars í Bandaríkjunum. Svokallað „breska“ afbrigði veirunnar hefur líka verið staðfest í Gambíu og Nígeríu. Matshidiso Moeti svæðisstjóri WHO fyrir Afríku segir óttann við nýju afbrigði veirunnar halda fyrir sér vöku. „Auk nýju afbrigðanna er fólk orðið langþreytt á COVID-19 og bæði samkomur og ferðlög um áramótin hafa leitt til annarrar bylgju faraldursins sem sligar heilbrigðisstofnanir,“ segir hún og hvetur íbúa Afríku til að efla eigin sóttvarnir, þvo hendur, bera grímur og halda fjarlægðarmörk. Aðeins fáein ríki Afríku hafa fengið bóluefni, í litlum mæli, en Moeti kveðst reikna með að bóluefni berist til þjóða um miðjan næsta mánuð og bólusetning helstu áhættuhópa gæti hafist í mars. Að mati WHO verða 20 prósent íbúa álfunnar bólusett í árslok. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent