Kjörin leið til að viðhalda krónunni er að selja ríkisbankana Jón Ingi Hákonarson skrifar 1. febrúar 2021 08:48 Ég, eins og svo margir, er með varann á mér þegar bankasölur ber á góma því sporin hræða. Bankakerfi síðustu aldar var pólitískt valdatæki þar sem útvaldir fengu lán og fyrirgreiðslu. Á tímum óðaverðbólgu var lán ígildi gjafar. Útvaldir voru í hlýjunni og gátu eignast verðmæti á spottprís, hinir voru dæmdir til fjárhagslegrar þrautagöngu. Það er því ljóst að bankakerfi rekið á pólitískum forsendum gengur ekki. Þegar ríkisbankarnir voru seldir útvöldum í upphafi nýrrar aldar tók það ekki nema nokkur ár að koma þeim í þrot. Það var gert með því að lána fyrst og fremst sjálfum sér í gegn um skúffufyrirtæki sem keyptu allt sem hreyfðist á yfirverði. Það er ljóst að á þeim tíma var ríkið afleitur seljandi bankanna. Stjórnmálamenn gáðu ekki að sér, regluverkið veikt og eftirlitsstofnanir voru í skötulíki Skal selja Íslandsbanka? Það er því áhugavert að fylgjast með umræðu um fyrirhugaða sölu á Íslandsbanka. Það er gömul saga og ný að í kreppu verða til fleiri milljarðamæringar en í góðæri. Í kreppunni er hægt að gera dúndurdíla þegar fjársvelt og skuldsett ríkisvald er tilbúið til að koma eignum í verð. En bankar eru ekkert venjuleg fyrirtæki. Viðskiptabankar eru æðakerfi efnahagslífsins og hlutverk þeirra er að styðja við arðvænleg fyrirtæki og verkefni, flytja súrefni til þeirra. Hefðbundin bankastarfsemi á ekki að vera uppspretta hagnaðar í samfélaginu, miklu fremur stuðningur. Æðakerfi undir stjórn áhættufíkla Á árunum fyrir hrun voru bankarnir uppspretta stórs hluta hagnaðar sem myndaðist í hagkerfinu. Nýir eigendur áttuðu sig á því að litið er upp úr því að hafa að vera venjulegur viðskiptabanki á Íslandi þannig að farið var í útrás, eftirmálar þess eru öllum kunn. Aðdráttarafl þeirra á fólk og fé var svo mikið að aðrir atvinnuvegir áttu í erfiðleikum með að ráða til sín besta fólkið og áttu einnig í erfiðleikum með fjármögnun. Eftirlitsiðnaðurinn hafði ekki roð í þá, í hvert sinn sem Fjármálaeftirlitið réð inn góðan starfsmann voru bankarnir búnir að hirða hann til sín í betur launaða vinnu til að forða sér frá skarpskyggni hans. Það er ekki hægt að byggja upp gott og skilvirkt eftirlit þegar bestu starfsmennirnir eru lokkaðir í burtu. Bankarnir urðu á skömmum tíma ríki í ríkinu og þeir sem ríktu þar voru áhættufíklar. Bankakerfi rekið af áhættusæknu bissnessfólki sem lánar fyrst og fremst sjálfu sér er ekki ákjósanlegt. Eru gild rök fyrir sölu? Þeir sem mæla með sölunni nefna oft máli sínu til stuðnings að hvergi sé hlutur ríkisins á bankamarkaði jafn stór og hér. Það er rétt og ástæðan er sú að ríkið fékk bankana í fangið þegar útrásarvíkingarnir settu þá á hausinn. Það var ekki vegna þess að ríkið hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að vera stór á viðskiptabankamarkaði. Samkeppnisrökin eru oft nefnd, að ríkið eigi ekki að sýsla á samkeppnismarkaði. Því er ég sammála í grunninn en spyr á móti hvort raunveruleg samkeppni ríki á íslenskum viðskiptabankamarkaði. Ég hef a.m.k. ekki orðið var við þá samkeppni. Þriðju rökin sem færð eru fyrir sölunni eru þau að ríkið sé með mikið fé bundið í bönkunum sem betur færi í þjóðþrifaverkefni. Því er ég líka sammála. Ein af ástæðum þess að ríkisbankarnir eru með hærra eiginfjárhlutfall en lög gera ráð fyrir eru varfærnissjónarmið með það að markmiði að auka traust á bönkunum ef áföll dynja yfir líkt og nú. Arion banki, sem er í eigu einkaaðila, hefur aðra stefnu. Þeir greiða eigendum sínum út umfram eigið fé sem gerir bankann viðkvæmari fyrir áföllum. Seðlabankinn og þar með þjóðin mun alltaf á endanum fá bankana í fangið ef illa fer, áhættan minnkar því ekkert við söluna, hún eykst frekar en hitt. Fjórðu rökin fyrir sölu Íslandsbanka eru þau að með einkareknum bönkum munu bankar taka meiri meiri áhættu sem er nauðsýnleg fyrir auknum vexti atvinnulífsins. Það er örugglega rétt, a.m.k. fræðilega. Það er aftur á móti lítið út á bankakerfið að setja þegar kom að síðasta hagvaxtarskeiði. Mér vitanlega studdi bankakerfið vel við ferðaþjónustuna, kannski of vel, því fjárfestingin í þeim geira var ævintýralega mikil á skömmum tíma og því var áhættusækni bankanna þó nokkur sem við sjáum í formi þess að stór hluti lánabókar Íslandsbanka er nú í frystingu. Mun sagan endurtaka sig? Bankarnir hafa greitt eigendum sínum mikinn arð á undanförnum árum. Sá arður er ekki tilkominn vegna reglulegrar lánastarfssemi til einstaklinga og fyrirtækja heldur vegna þess að lánasafnið sem þeir keyptu af föllnu bönkunum á hrakvirði hefur reynst verðmætt og skýrir góða afkomu. Þessi tekjustofn er ekki lengur til staðar og arðgreiðslur bankanna á næstu árum verða töluvert minni. Eftir hverju er þá verið að slægjast? Ávöxtun á eigið fé bankanna þegar einungis er tekið tillit til daglegs rekstrar er ekkert sérstök. Nýir eigendur munu því þrýsta mjög á lækkun bindisskyldu og öðru íþyngjandi regluverki. Stjórnmálamenn eiga það of oft til að samþykkja mál sem þeir skilja ekki til hlítar og smám saman mun þessi þrýstingur leiða til áhættusamari reksturs og sagan endurtekur sig. Sömu aðilar munu kvarta undan því að ríkið sé með viðveru á bankamarkaði og líklegast er að stjórnmálamenn muni selja Landsbankann líka í fyllingu tímans. Sami grautur í nýrri skál Meðmælendur sölunnar nefna gjarnan að söluferlið allt sé á allt öðrum nótum en var í upphafi aldarinnar. Bankasýsla ríkisins muni hafa umsjón með sölunni, óháð stofnun sem gætir hagsmuna okkar. Ef ég man rétt þá var skipuð „óháð einkavæðinganefnd“ við síðustu sölu. Það sem ekki hefur breyst er það hvernig skipað er í þessa hópa. Í raun er hér um að ræða sama graut í nýrri skál. Heilbrigðir viðskiptabankar koma með Evru Í mínum huga er einungis ein leið til að byggja hér upp heilbrigt samkeppnisumhverfi á viðskiptabankamarkaði en það er með upptöku Evru. Með upptöku nýs gjaldmiðils munu erlendir bankar sjá sér hag í því að opna á viðskipti á lánamarkaði, áhætta ríkisins af starfseminni færist til evrópska seðlabankans, regluverk og eftirlit verður trúverðugt með þeirri fjarlægð á milli aðila sem nauðsynleg er öllu aðhaldi. Salan á Íslandsbanka er í raun yfirlýsing um að krónan verði framtíðargjaldmiðill Íslendinga með öllum þeim kostnaði og óvissu sem henni fylgir. Það er fyrirséð að nýir eigendur Íslandsbanka munu ekki taka því vel að kaupa banka á lokuðum fákeppnismarkaði og vera svo kastað inn í alþjóðlegt samkeppnisumhverfi af þeim sömu sem seldu þeim bankann. Væri það ekki forsendubrestur? Sjálfur er ég ákafur talsmaður þess að hér verði tekin upp stór alþjóðleg mynt. Salan á Íslandsbanka er í mínum huga yfirlýsing um það að hér ætlum við brúka krónuna til allrar framtíðar. Það er eitthvað sem ég get ekki við unað. Sala á ríkisbönkum minnkar samkeppni og eykur áhættu okkar Því er mótsögnin sú að sala á ríkisbönkunum mun minnka samkeppni og auka áhættu fyrir íslenskt samfélag. Ef markmiðið með sölunni er að bæta stöðu ríkissjóðs má alveg finna leiðir eins og t.d. að greiða út hluta af eigin fé bankans, minnka hann og minnka markvisst umfang starfseminnar og á endanum sameinað ríkisbankana og dregið þar með úr kostnaði við bankakerfið sem ætti að leiða til hagstæðari kjara til viðskiptavina og betri ávöxtunar til handa eiganda bankans. Það vantar traustið Reynsla okkar hefur a.m.k. kennt okkur þá bitru lexíu að eignarhald banka skiptir máli og ekki eru allir færir um að reka banka. Það er aftur á móti búið að ákveða að selja bankann og því eru aðrar leiðir ekki ræddar. Við það kviknar á öllum viðvörunarljósunum í mínu mælaborði. Mál er tengjast fjármálageiranum eru oft á tíðum flókin og erfitt fyrir almenning að skilja málin til hlítar. Svör aðila eru allt of oft á þá leið að hlutirnir séu allt öðru vísi í dag en fyrir hrun. Slíkur málflutningur er í besta falli eins og illa skrifað ástarbréf einstaklings sem heldur ítrekað framhjá maka sínum en lofar að nú sé allt breytt til hins betra. Stjórnmálastéttin hefur því miður ekki náð að vinna sér inn það traust hjá almenningi sem til þarf þannig að salan verði yfir allan vafa hafin. Bankakerfið í dag er að mestu í eigu ríkisins en þó ópólitískt. Það virðist virka nokkuð vel og ríkja um það ágætt sátt. Það eru skiptar skoðanir um þessa sölu innan all flestra stjórnmálaflokkana sem er mjög skiljanlegt. Ég hef ekki gert upp við mig hvort salan sé góður leikur eða afleikur. Ég hef of mikla fyrirvara og of mörgum grundvallarspurningum er ósvarað. Sporin hræða og eina leiðin til að slá á þann ótta er upplýst umræða. Hana skortir áþreifanlega. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Íslenska krónan Salan á Íslandsbanka Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ég, eins og svo margir, er með varann á mér þegar bankasölur ber á góma því sporin hræða. Bankakerfi síðustu aldar var pólitískt valdatæki þar sem útvaldir fengu lán og fyrirgreiðslu. Á tímum óðaverðbólgu var lán ígildi gjafar. Útvaldir voru í hlýjunni og gátu eignast verðmæti á spottprís, hinir voru dæmdir til fjárhagslegrar þrautagöngu. Það er því ljóst að bankakerfi rekið á pólitískum forsendum gengur ekki. Þegar ríkisbankarnir voru seldir útvöldum í upphafi nýrrar aldar tók það ekki nema nokkur ár að koma þeim í þrot. Það var gert með því að lána fyrst og fremst sjálfum sér í gegn um skúffufyrirtæki sem keyptu allt sem hreyfðist á yfirverði. Það er ljóst að á þeim tíma var ríkið afleitur seljandi bankanna. Stjórnmálamenn gáðu ekki að sér, regluverkið veikt og eftirlitsstofnanir voru í skötulíki Skal selja Íslandsbanka? Það er því áhugavert að fylgjast með umræðu um fyrirhugaða sölu á Íslandsbanka. Það er gömul saga og ný að í kreppu verða til fleiri milljarðamæringar en í góðæri. Í kreppunni er hægt að gera dúndurdíla þegar fjársvelt og skuldsett ríkisvald er tilbúið til að koma eignum í verð. En bankar eru ekkert venjuleg fyrirtæki. Viðskiptabankar eru æðakerfi efnahagslífsins og hlutverk þeirra er að styðja við arðvænleg fyrirtæki og verkefni, flytja súrefni til þeirra. Hefðbundin bankastarfsemi á ekki að vera uppspretta hagnaðar í samfélaginu, miklu fremur stuðningur. Æðakerfi undir stjórn áhættufíkla Á árunum fyrir hrun voru bankarnir uppspretta stórs hluta hagnaðar sem myndaðist í hagkerfinu. Nýir eigendur áttuðu sig á því að litið er upp úr því að hafa að vera venjulegur viðskiptabanki á Íslandi þannig að farið var í útrás, eftirmálar þess eru öllum kunn. Aðdráttarafl þeirra á fólk og fé var svo mikið að aðrir atvinnuvegir áttu í erfiðleikum með að ráða til sín besta fólkið og áttu einnig í erfiðleikum með fjármögnun. Eftirlitsiðnaðurinn hafði ekki roð í þá, í hvert sinn sem Fjármálaeftirlitið réð inn góðan starfsmann voru bankarnir búnir að hirða hann til sín í betur launaða vinnu til að forða sér frá skarpskyggni hans. Það er ekki hægt að byggja upp gott og skilvirkt eftirlit þegar bestu starfsmennirnir eru lokkaðir í burtu. Bankarnir urðu á skömmum tíma ríki í ríkinu og þeir sem ríktu þar voru áhættufíklar. Bankakerfi rekið af áhættusæknu bissnessfólki sem lánar fyrst og fremst sjálfu sér er ekki ákjósanlegt. Eru gild rök fyrir sölu? Þeir sem mæla með sölunni nefna oft máli sínu til stuðnings að hvergi sé hlutur ríkisins á bankamarkaði jafn stór og hér. Það er rétt og ástæðan er sú að ríkið fékk bankana í fangið þegar útrásarvíkingarnir settu þá á hausinn. Það var ekki vegna þess að ríkið hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að vera stór á viðskiptabankamarkaði. Samkeppnisrökin eru oft nefnd, að ríkið eigi ekki að sýsla á samkeppnismarkaði. Því er ég sammála í grunninn en spyr á móti hvort raunveruleg samkeppni ríki á íslenskum viðskiptabankamarkaði. Ég hef a.m.k. ekki orðið var við þá samkeppni. Þriðju rökin sem færð eru fyrir sölunni eru þau að ríkið sé með mikið fé bundið í bönkunum sem betur færi í þjóðþrifaverkefni. Því er ég líka sammála. Ein af ástæðum þess að ríkisbankarnir eru með hærra eiginfjárhlutfall en lög gera ráð fyrir eru varfærnissjónarmið með það að markmiði að auka traust á bönkunum ef áföll dynja yfir líkt og nú. Arion banki, sem er í eigu einkaaðila, hefur aðra stefnu. Þeir greiða eigendum sínum út umfram eigið fé sem gerir bankann viðkvæmari fyrir áföllum. Seðlabankinn og þar með þjóðin mun alltaf á endanum fá bankana í fangið ef illa fer, áhættan minnkar því ekkert við söluna, hún eykst frekar en hitt. Fjórðu rökin fyrir sölu Íslandsbanka eru þau að með einkareknum bönkum munu bankar taka meiri meiri áhættu sem er nauðsýnleg fyrir auknum vexti atvinnulífsins. Það er örugglega rétt, a.m.k. fræðilega. Það er aftur á móti lítið út á bankakerfið að setja þegar kom að síðasta hagvaxtarskeiði. Mér vitanlega studdi bankakerfið vel við ferðaþjónustuna, kannski of vel, því fjárfestingin í þeim geira var ævintýralega mikil á skömmum tíma og því var áhættusækni bankanna þó nokkur sem við sjáum í formi þess að stór hluti lánabókar Íslandsbanka er nú í frystingu. Mun sagan endurtaka sig? Bankarnir hafa greitt eigendum sínum mikinn arð á undanförnum árum. Sá arður er ekki tilkominn vegna reglulegrar lánastarfssemi til einstaklinga og fyrirtækja heldur vegna þess að lánasafnið sem þeir keyptu af föllnu bönkunum á hrakvirði hefur reynst verðmætt og skýrir góða afkomu. Þessi tekjustofn er ekki lengur til staðar og arðgreiðslur bankanna á næstu árum verða töluvert minni. Eftir hverju er þá verið að slægjast? Ávöxtun á eigið fé bankanna þegar einungis er tekið tillit til daglegs rekstrar er ekkert sérstök. Nýir eigendur munu því þrýsta mjög á lækkun bindisskyldu og öðru íþyngjandi regluverki. Stjórnmálamenn eiga það of oft til að samþykkja mál sem þeir skilja ekki til hlítar og smám saman mun þessi þrýstingur leiða til áhættusamari reksturs og sagan endurtekur sig. Sömu aðilar munu kvarta undan því að ríkið sé með viðveru á bankamarkaði og líklegast er að stjórnmálamenn muni selja Landsbankann líka í fyllingu tímans. Sami grautur í nýrri skál Meðmælendur sölunnar nefna gjarnan að söluferlið allt sé á allt öðrum nótum en var í upphafi aldarinnar. Bankasýsla ríkisins muni hafa umsjón með sölunni, óháð stofnun sem gætir hagsmuna okkar. Ef ég man rétt þá var skipuð „óháð einkavæðinganefnd“ við síðustu sölu. Það sem ekki hefur breyst er það hvernig skipað er í þessa hópa. Í raun er hér um að ræða sama graut í nýrri skál. Heilbrigðir viðskiptabankar koma með Evru Í mínum huga er einungis ein leið til að byggja hér upp heilbrigt samkeppnisumhverfi á viðskiptabankamarkaði en það er með upptöku Evru. Með upptöku nýs gjaldmiðils munu erlendir bankar sjá sér hag í því að opna á viðskipti á lánamarkaði, áhætta ríkisins af starfseminni færist til evrópska seðlabankans, regluverk og eftirlit verður trúverðugt með þeirri fjarlægð á milli aðila sem nauðsynleg er öllu aðhaldi. Salan á Íslandsbanka er í raun yfirlýsing um að krónan verði framtíðargjaldmiðill Íslendinga með öllum þeim kostnaði og óvissu sem henni fylgir. Það er fyrirséð að nýir eigendur Íslandsbanka munu ekki taka því vel að kaupa banka á lokuðum fákeppnismarkaði og vera svo kastað inn í alþjóðlegt samkeppnisumhverfi af þeim sömu sem seldu þeim bankann. Væri það ekki forsendubrestur? Sjálfur er ég ákafur talsmaður þess að hér verði tekin upp stór alþjóðleg mynt. Salan á Íslandsbanka er í mínum huga yfirlýsing um það að hér ætlum við brúka krónuna til allrar framtíðar. Það er eitthvað sem ég get ekki við unað. Sala á ríkisbönkum minnkar samkeppni og eykur áhættu okkar Því er mótsögnin sú að sala á ríkisbönkunum mun minnka samkeppni og auka áhættu fyrir íslenskt samfélag. Ef markmiðið með sölunni er að bæta stöðu ríkissjóðs má alveg finna leiðir eins og t.d. að greiða út hluta af eigin fé bankans, minnka hann og minnka markvisst umfang starfseminnar og á endanum sameinað ríkisbankana og dregið þar með úr kostnaði við bankakerfið sem ætti að leiða til hagstæðari kjara til viðskiptavina og betri ávöxtunar til handa eiganda bankans. Það vantar traustið Reynsla okkar hefur a.m.k. kennt okkur þá bitru lexíu að eignarhald banka skiptir máli og ekki eru allir færir um að reka banka. Það er aftur á móti búið að ákveða að selja bankann og því eru aðrar leiðir ekki ræddar. Við það kviknar á öllum viðvörunarljósunum í mínu mælaborði. Mál er tengjast fjármálageiranum eru oft á tíðum flókin og erfitt fyrir almenning að skilja málin til hlítar. Svör aðila eru allt of oft á þá leið að hlutirnir séu allt öðru vísi í dag en fyrir hrun. Slíkur málflutningur er í besta falli eins og illa skrifað ástarbréf einstaklings sem heldur ítrekað framhjá maka sínum en lofar að nú sé allt breytt til hins betra. Stjórnmálastéttin hefur því miður ekki náð að vinna sér inn það traust hjá almenningi sem til þarf þannig að salan verði yfir allan vafa hafin. Bankakerfið í dag er að mestu í eigu ríkisins en þó ópólitískt. Það virðist virka nokkuð vel og ríkja um það ágætt sátt. Það eru skiptar skoðanir um þessa sölu innan all flestra stjórnmálaflokkana sem er mjög skiljanlegt. Ég hef ekki gert upp við mig hvort salan sé góður leikur eða afleikur. Ég hef of mikla fyrirvara og of mörgum grundvallarspurningum er ósvarað. Sporin hræða og eina leiðin til að slá á þann ótta er upplýst umræða. Hana skortir áþreifanlega. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun