Skoðun

Hvenær ertu nóg?

Ég er ekki nóg! Ég er ekki nógu góð/ur.

Hvað er nóg? Í alvöru? Hvaða mælikvarða erum við að vinna með?

Og hvernig vitum við að við höfum náð honum?

Sem krakki keppir þú við aðra og færð bikar.

En í lífinu?

Ertu að bíða eftir að einhver hrósi þér? Eða gefi þér verðlaun?

Ef svo er....myndirðu taka við því og klappa þér á bakið? Eða er það bara heppni? Ertu nógu verðmæt/ur til að eiga hrósið skilið? Hver er sá mælikvarði?

Hver er þinn mælikvarði?

Hvers virði ert þú?

Flestir vinna, eru í skóla, eiga fjölskyldu, vini, í ræktinni, sinna áhugamálinu og að reyna að taka smá tíma fyrir sig í leiðinni. Reyna að vinna inn eins mikinn pening til að eiga sitt draumlíf.

Er það þeirra draumlíf?

Eru þau að NJÓTA ÞESS? eða vinna eins og vitleysingar og drepa sig á andlegu og líkamlegu heilsunni við að ná því.

Að verða nógu góð/ur. Hver er kostnaðurinn?

Fyrir hvern ertu að drepa þig?

Hvað þarf til að þú sért nóg....akkúrat núna????




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×