Starfsfólk aldrei ánægðara en eftir Covid Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. febrúar 2021 07:00 Dröfn Guðmundsdóttir. Vísir/Vilhelm „Starfsfólk hefur aldrei verið ánægðara í starfi, það upplifir fleiri tækifæri til að þróast í starfi og það fær meira hrós og endurgjöf en áður,“ segir Dröfn Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri mannauðsviðssviðs Origo um niðurstöður vinnustaðakönnunar sem Gallup framkvæmdi fyrir Origo í desember síðastliðnum. Dröfn segir niðurstöðurnar ánægjulegar, ekki síst vegna þess að könnunin var framkvæmd á tímum þröngra samkomutakmarkana og á tíma þar sem fréttir af fjölgun smita voru tíðar í fjölmiðlum. „Við áttum því alveg eins von á að þau samfélagsáhrif gætu haft neikvæð áhrif á líðan í vinnunni. En þvert á móti, þá erum við að sjá þessa miklu starfsánægju sem við erum gríðarlega stolt af,“ segir Dröfn. Í dag og í gær er fjallað um áherslur í mannauðsmálum í kjölfar Covid. Hér er dæmi um hvernig áherslur eru að breytast á rótgrónum vinnustað. Endurhanna húsnæði og fleira Hjá Origo starfa um 450 manns og segir Dröfn fyrirtækið framkvæma sínar eigin vinnustaðakannanir mánaðarlega. Því til viðbótar, framkvæmir Gallup stærri vinnustaðagreiningu í nóvember ár hvert. „Við höfum því margra ára samanburð og vorum svakalega stolt þegar við fengum niðurstöður frá Gallup í desember síðastliðinn sem leiddu í ljós að við vorum að hækka umtalsvert á öllum lykil mælikvörðum,“ segir Dröfn. Að mati Drafnar skýrast niðurstöðurnar ekki síst af þeim áherslum sem lagðar voru í upphafi heimsfaraldurs. Við höfum lagt höfuðáherslu á lausnamiðað hugarfar og traust til starfsfólks á þessum tímum heimsfaraldurs og það er að skila sér. Stjórnendur hafa aukið samskipti og upplýsingagjöf til starfsmanna, en við höfum flest unnið að heiman, til að vernda starfsfólk og starfsemina og tryggja sóttvarnir.“ Þá sýna niðurstöður kannana að um þriðjungur starfsfólks Origo kýs að vinna áfram í fjarvinnu. „Aukin fjarvinna er komin til að vera, þrátt fyrir tilslakanir á sóttvörnum og bólusetningu,“ segir Dröfn og bætir við: „Við förum ekki til baka. Við erum komin í nýjan veruleika. Ég held að starfsfólk muni velja sér vinnustaði sem bjóði upp á sveigjanleikann sem felst í blöndu af fjarvinnu og vinnu á vinnustað. Það hefur ekki aðeins sýnt sig að fólk upplifir meira traust og sjálfstæði í starfi í fjarvinnu, heldur gengur því betur að sameina fjölskyldu og vinnu. Við höfum líka séð mælanleg jákvæð áhrif á kolefnisfótspor starfsmanna, sem vinna heima og spara ferðir til og frá vinnu. Svo ávinningurinn er margvíslegur að bjóða upp á blandað starfsumhverfi.“ Sem dæmi um hvernig breyttar áherslur eru að kalla á aðrar breytingar hjá vinnustaðnum, nefnir Dröfn húsnæðismálin. Við erum því um þessar mundir að skipuleggja endurhönnun á húsnæði og aðstöðu starfsmanna til að mæta nýjum veruleika í blönduðu starfsumhverfi. Nýr veruleiki kallar á breytt skipulag vinnusvæða með færri skrifborðum, fjölbreyttari vinnurýmum og tæknilausnum sem styðja við útfærsluna.“ Stjórnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Sjá meira
Dröfn segir niðurstöðurnar ánægjulegar, ekki síst vegna þess að könnunin var framkvæmd á tímum þröngra samkomutakmarkana og á tíma þar sem fréttir af fjölgun smita voru tíðar í fjölmiðlum. „Við áttum því alveg eins von á að þau samfélagsáhrif gætu haft neikvæð áhrif á líðan í vinnunni. En þvert á móti, þá erum við að sjá þessa miklu starfsánægju sem við erum gríðarlega stolt af,“ segir Dröfn. Í dag og í gær er fjallað um áherslur í mannauðsmálum í kjölfar Covid. Hér er dæmi um hvernig áherslur eru að breytast á rótgrónum vinnustað. Endurhanna húsnæði og fleira Hjá Origo starfa um 450 manns og segir Dröfn fyrirtækið framkvæma sínar eigin vinnustaðakannanir mánaðarlega. Því til viðbótar, framkvæmir Gallup stærri vinnustaðagreiningu í nóvember ár hvert. „Við höfum því margra ára samanburð og vorum svakalega stolt þegar við fengum niðurstöður frá Gallup í desember síðastliðinn sem leiddu í ljós að við vorum að hækka umtalsvert á öllum lykil mælikvörðum,“ segir Dröfn. Að mati Drafnar skýrast niðurstöðurnar ekki síst af þeim áherslum sem lagðar voru í upphafi heimsfaraldurs. Við höfum lagt höfuðáherslu á lausnamiðað hugarfar og traust til starfsfólks á þessum tímum heimsfaraldurs og það er að skila sér. Stjórnendur hafa aukið samskipti og upplýsingagjöf til starfsmanna, en við höfum flest unnið að heiman, til að vernda starfsfólk og starfsemina og tryggja sóttvarnir.“ Þá sýna niðurstöður kannana að um þriðjungur starfsfólks Origo kýs að vinna áfram í fjarvinnu. „Aukin fjarvinna er komin til að vera, þrátt fyrir tilslakanir á sóttvörnum og bólusetningu,“ segir Dröfn og bætir við: „Við förum ekki til baka. Við erum komin í nýjan veruleika. Ég held að starfsfólk muni velja sér vinnustaði sem bjóði upp á sveigjanleikann sem felst í blöndu af fjarvinnu og vinnu á vinnustað. Það hefur ekki aðeins sýnt sig að fólk upplifir meira traust og sjálfstæði í starfi í fjarvinnu, heldur gengur því betur að sameina fjölskyldu og vinnu. Við höfum líka séð mælanleg jákvæð áhrif á kolefnisfótspor starfsmanna, sem vinna heima og spara ferðir til og frá vinnu. Svo ávinningurinn er margvíslegur að bjóða upp á blandað starfsumhverfi.“ Sem dæmi um hvernig breyttar áherslur eru að kalla á aðrar breytingar hjá vinnustaðnum, nefnir Dröfn húsnæðismálin. Við erum því um þessar mundir að skipuleggja endurhönnun á húsnæði og aðstöðu starfsmanna til að mæta nýjum veruleika í blönduðu starfsumhverfi. Nýr veruleiki kallar á breytt skipulag vinnusvæða með færri skrifborðum, fjölbreyttari vinnurýmum og tæknilausnum sem styðja við útfærsluna.“
Stjórnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Sjá meira