Krefjandi að setja eigin hagsmuni til hliðar á ögurstund Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2021 07:00 Óhætt er að segja að Davíð Kristinsson sé í mörgum hlutverkum á Seyðisfirði. Vísir/Egill „Það má eiginlega segja að ég hafi verið í útkalli frá 15. desember fram til 9. janúar. Það er lengsta útkall sem ég hef farið í. Þegar ég lít til baka til þessara daga finnst mér að það hafi verið auðvelt að vera í björgunarstörfunum borið saman við það að horfa á eftir heimilinu mínu eyðileggjast í vatnselg. En björgunarmaðurinn í mér gengur sáttur frá borði“. Þetta segir Davíð Kristinsson í Slökkviliði Seyðisfjarðar, björgunarsveitarmaður, hótelrekandi og heimilisfaðir. Húsið sem Davíð og fjölskylda hans bjuggu í stórskemmdist strax í fyrsta flóðinu, og varð síðan ítrekað fyrir flóðum. Húsið þarf að endurgera og er nú varla fokhelt. Talið er að það taki ár að gera það aftur íbúðarhæft. Þar að auki er innbúið sem var á fyrstu hæð þess nær allt ónýtt. Hann segir að stóra verkið framundan sé að láta endurbyggja húsið og finna aftur persónulega öryggið sem eigið heimilið veitir. „Ég er mjög stoltur af því hvernig allir viðbragðsaðilar á Seyðisfirði unnu saman og hversu mikið traust ríkti á milli okkar. Samheldnin gerði útslagið á þessum erfiða tíma og réði úrslitum um hversu vel tókst til. Ég er líka stoltur af íbúum í bænum. Hér er ekkert verið að gefast upp“, segir Davíð. Hann segir að það sé krefjandi ákvörðun að setja eigin hagsmuni til hliðar á ögurstund og oft erfitt fyrir maka og börn að setja sig inn í þessar aðstæður. Það er ekki einföld ákvörðun að setja eigið heimili og fyrirtæki til hliðar í 20 daga vegna björgunarstarfa. Þetta langa útkall hafi kostað sitt, bæði andlega og líkamlega. Hann er þakklátur Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fyrir áfallahjálpina sem var strax í boði eftir að útkallinu lauk. Ef andlega heilsan er ekki til staðar skipti líkamlega heilsan engu máli, segir Davíð. Það er mikið áfall á horfa upp á náttúruna taka völdin og ekki sjálfgefið að allir séu á lífi eftir slíka atburði. „Samheldnin á meðan hamfarirnar gengu yfir og áfallahjálpin í kjölfarið eru ómetanlegir þættir og gera mig sáttan sem hluta af útkallsteyminu á Seyðisfirði.“ Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Björgunarsveitir Slökkvilið Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Þetta segir Davíð Kristinsson í Slökkviliði Seyðisfjarðar, björgunarsveitarmaður, hótelrekandi og heimilisfaðir. Húsið sem Davíð og fjölskylda hans bjuggu í stórskemmdist strax í fyrsta flóðinu, og varð síðan ítrekað fyrir flóðum. Húsið þarf að endurgera og er nú varla fokhelt. Talið er að það taki ár að gera það aftur íbúðarhæft. Þar að auki er innbúið sem var á fyrstu hæð þess nær allt ónýtt. Hann segir að stóra verkið framundan sé að láta endurbyggja húsið og finna aftur persónulega öryggið sem eigið heimilið veitir. „Ég er mjög stoltur af því hvernig allir viðbragðsaðilar á Seyðisfirði unnu saman og hversu mikið traust ríkti á milli okkar. Samheldnin gerði útslagið á þessum erfiða tíma og réði úrslitum um hversu vel tókst til. Ég er líka stoltur af íbúum í bænum. Hér er ekkert verið að gefast upp“, segir Davíð. Hann segir að það sé krefjandi ákvörðun að setja eigin hagsmuni til hliðar á ögurstund og oft erfitt fyrir maka og börn að setja sig inn í þessar aðstæður. Það er ekki einföld ákvörðun að setja eigið heimili og fyrirtæki til hliðar í 20 daga vegna björgunarstarfa. Þetta langa útkall hafi kostað sitt, bæði andlega og líkamlega. Hann er þakklátur Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fyrir áfallahjálpina sem var strax í boði eftir að útkallinu lauk. Ef andlega heilsan er ekki til staðar skipti líkamlega heilsan engu máli, segir Davíð. Það er mikið áfall á horfa upp á náttúruna taka völdin og ekki sjálfgefið að allir séu á lífi eftir slíka atburði. „Samheldnin á meðan hamfarirnar gengu yfir og áfallahjálpin í kjölfarið eru ómetanlegir þættir og gera mig sáttan sem hluta af útkallsteyminu á Seyðisfirði.“
Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Björgunarsveitir Slökkvilið Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira