Hvert slysið og áfallið á fætur öðru Stefán Árni Pálsson skrifar 11. febrúar 2021 07:00 Unnur Eggertsdóttir hefur glímt við áfallastreituröskun í tíu ár. Vísir/vilhelm Leikkonan Unnur Eggertsdóttir hefur verið búsett í Los Angeles undanfarin ár að reyna fyrir sér í leiklistinni. Hún lék Sollu Stirðu í nokkur ár, tók þátt í Söngvakeppninni og þykir efnileg leik- og söngkona. Unnur hefur í raun verið föst á Íslandi í nokkra mánuði vegna heimsfaraldurs en hún ætlaði sér rétt svo að koma til landsins til að bíða af sér versta ástandið í Bandaríkjunum. Unnur hefur gengið í gegnum margt og mikið á sinni lífsleið og glímir hún í dag við áfallastreituröskun eftir röð áfalla. Allt saman hófst það þegar hún fór með hlutverk Sollu Stirðu í Latabæ og kom fram um land allt. „Ég hef verið rosalega óheppin og heppin á sama tíma. Ég fékk fyrst áfallastreituröskun fyrir akkúrat tíu árum. Ég á tíu ára sambands afmæli með PTSD en ég lenti þá í flugslysi á Íslandi í svona fjögurra manna rellu. Þetta var þegar ég var að vinna sem Solla hjá Latabæ og við höfðum aðgang að þessari rellu. Einn daginn erum við að fara í loftið og hún hrapar,“ segir Unnur en vélin steyptist niður rétt eftir flugtak. Klippa: Einkalífið - Unnur Eggertsdóttir „Við vorum aldrei í lífshættu. Vélin var komin fimm til tíu metra upp í loftið og svo kemur einhver vindhviða og hún hrapar á nefið. Ég hefði ekkert getað dáið þarna en heilinn minn fór samt á þann stað og það hef ég lært eftir margra ára sálfræðimeðferð. Vængurinn fer í jörðinni og við snúumst í hring og brotlendum. Á þessum örfáum sekúndum kemst heilinn minn á þann stað að ég sé að hrapa og ef maður hrapar í flugvél þá deyr maður,“ segir Unnur og bætir við að þetta hafi verið mikið áfall. Hún hafi verið flughrædd fyrir og þurft mikla faglega hjálp í kjölfarið. Fyrst á vettvang í banaslysi „Síðan fyrir þremur erum er ég og vinkona mín að keyra frá Las Vegas til Los Angeles og við sjáum á móti okkur stóran bíl lyftast upp í loftið, snúast og lenda á hvolfi. Við vorum þær fyrstu á vettvang og hlaupa að fólkinu sem var inni í bílnum. Ég næ einhvern veginn að troða hausnum á mér inn um gluggann til að sjá þau. Konan hafði verið að keyra og hún var svo alvarlega slösuð að ég sá heilann hennar. Maðurinn hennar var inn og út að missa meðvitund og þarna er ég komin í einhverjar klikkaðar aðstæður. Ég er einhvern veginn að reyna róa manninn niður sem sér ekki konuna sína. Maðurinn bað mig um að hringja í börnin sín til að segja þeim hvað hafði gerst. Þarna er vegurinn alveg stíflaður og það tók slökkviliðsbílana og sjúkrabílana mjög langan tíma til að komast þangað. Ég sat með þessum manni í hálftíma eða klukkutíma á meðan konan er einhvern veginn að blæða út yfir hann. Ég reyni að halda honum gangandi svo að hann sofni ekki. Aftur var ég ekki í hættu en að sjá manneskju svona ofboðslega slasaða og upplifa það með manni sem er að eiga versta dag lífs hans hafði mjög slæm áhrifa á mig,“ segir Unnur sem hefur verið í miklum samskiptum við fjölskylduna síðan þá og var henni til að mynda boðið í jarðarför konunnar en hún hafði ekki tök á því að mæta. Unnur er í sambandi með manni sem heitir Travis og hafa þau búið saman í Los Angeles. „Allt er þegar þrennt er og þriðja áfallið gerist árið 2019 og er ég búin með minn skammt í áföllum. Við vorum á risatónleikum úti og þegar þeir eru búnir erum við að labba út til að fara í Uber og erum upp á gangstétt. Travis gerir alltaf í því að ganga götumegin og ég fyrir innan sem eitthvað öryggisdæmi. Svo kemur bíll upp á gangstétt, rétt svo fer fram hjá mér og dúndrar inn í hópinn. Travis og annar maður lenda verst í þessu og hann skýst marga metra áfram. Þarna fer heilinn minn aftur í það að ég er að fara missa kærastann minn, hann er að fara deyja. Bílstjórinn var ölvaður og við erum enn í miðjum málaferlum gegn honum. Út frá þessu öllu er ég með mjög órökréttan kvíða í allskonar aðstæðum,“ segir Unnur. Í þættinum hér að ofan ræðir Unnur einnig um leiklistina, nýjan skóla sem hún stofnaði seint á síðasta ári, hlaðvarp sem hún heldur úti um The Bachelor þættina, tónlistina, samband sitt við Travis, framhaldið og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Unnur hefur í raun verið föst á Íslandi í nokkra mánuði vegna heimsfaraldurs en hún ætlaði sér rétt svo að koma til landsins til að bíða af sér versta ástandið í Bandaríkjunum. Unnur hefur gengið í gegnum margt og mikið á sinni lífsleið og glímir hún í dag við áfallastreituröskun eftir röð áfalla. Allt saman hófst það þegar hún fór með hlutverk Sollu Stirðu í Latabæ og kom fram um land allt. „Ég hef verið rosalega óheppin og heppin á sama tíma. Ég fékk fyrst áfallastreituröskun fyrir akkúrat tíu árum. Ég á tíu ára sambands afmæli með PTSD en ég lenti þá í flugslysi á Íslandi í svona fjögurra manna rellu. Þetta var þegar ég var að vinna sem Solla hjá Latabæ og við höfðum aðgang að þessari rellu. Einn daginn erum við að fara í loftið og hún hrapar,“ segir Unnur en vélin steyptist niður rétt eftir flugtak. Klippa: Einkalífið - Unnur Eggertsdóttir „Við vorum aldrei í lífshættu. Vélin var komin fimm til tíu metra upp í loftið og svo kemur einhver vindhviða og hún hrapar á nefið. Ég hefði ekkert getað dáið þarna en heilinn minn fór samt á þann stað og það hef ég lært eftir margra ára sálfræðimeðferð. Vængurinn fer í jörðinni og við snúumst í hring og brotlendum. Á þessum örfáum sekúndum kemst heilinn minn á þann stað að ég sé að hrapa og ef maður hrapar í flugvél þá deyr maður,“ segir Unnur og bætir við að þetta hafi verið mikið áfall. Hún hafi verið flughrædd fyrir og þurft mikla faglega hjálp í kjölfarið. Fyrst á vettvang í banaslysi „Síðan fyrir þremur erum er ég og vinkona mín að keyra frá Las Vegas til Los Angeles og við sjáum á móti okkur stóran bíl lyftast upp í loftið, snúast og lenda á hvolfi. Við vorum þær fyrstu á vettvang og hlaupa að fólkinu sem var inni í bílnum. Ég næ einhvern veginn að troða hausnum á mér inn um gluggann til að sjá þau. Konan hafði verið að keyra og hún var svo alvarlega slösuð að ég sá heilann hennar. Maðurinn hennar var inn og út að missa meðvitund og þarna er ég komin í einhverjar klikkaðar aðstæður. Ég er einhvern veginn að reyna róa manninn niður sem sér ekki konuna sína. Maðurinn bað mig um að hringja í börnin sín til að segja þeim hvað hafði gerst. Þarna er vegurinn alveg stíflaður og það tók slökkviliðsbílana og sjúkrabílana mjög langan tíma til að komast þangað. Ég sat með þessum manni í hálftíma eða klukkutíma á meðan konan er einhvern veginn að blæða út yfir hann. Ég reyni að halda honum gangandi svo að hann sofni ekki. Aftur var ég ekki í hættu en að sjá manneskju svona ofboðslega slasaða og upplifa það með manni sem er að eiga versta dag lífs hans hafði mjög slæm áhrifa á mig,“ segir Unnur sem hefur verið í miklum samskiptum við fjölskylduna síðan þá og var henni til að mynda boðið í jarðarför konunnar en hún hafði ekki tök á því að mæta. Unnur er í sambandi með manni sem heitir Travis og hafa þau búið saman í Los Angeles. „Allt er þegar þrennt er og þriðja áfallið gerist árið 2019 og er ég búin með minn skammt í áföllum. Við vorum á risatónleikum úti og þegar þeir eru búnir erum við að labba út til að fara í Uber og erum upp á gangstétt. Travis gerir alltaf í því að ganga götumegin og ég fyrir innan sem eitthvað öryggisdæmi. Svo kemur bíll upp á gangstétt, rétt svo fer fram hjá mér og dúndrar inn í hópinn. Travis og annar maður lenda verst í þessu og hann skýst marga metra áfram. Þarna fer heilinn minn aftur í það að ég er að fara missa kærastann minn, hann er að fara deyja. Bílstjórinn var ölvaður og við erum enn í miðjum málaferlum gegn honum. Út frá þessu öllu er ég með mjög órökréttan kvíða í allskonar aðstæðum,“ segir Unnur. Í þættinum hér að ofan ræðir Unnur einnig um leiklistina, nýjan skóla sem hún stofnaði seint á síðasta ári, hlaðvarp sem hún heldur úti um The Bachelor þættina, tónlistina, samband sitt við Travis, framhaldið og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið