Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Kristján Már Unnarsson skrifar 11. febrúar 2021 22:30 Jørgen Niclasen, fjármála- og samgönguráðherra Færeyja, tók fyrstu skóflustungu með vinnuvél. Kringvarpið Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að skömmu fyrir síðustu jól fögnuðu Færeyingar opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna; 11,2 kílómetra langra neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar. Samgöngu- og fjármálaráðherrann Jørgen Niclasen lýsti þeim sem mestu samgöngubyltingu í sögu eyjanna þegar hann skar á borðana. Á sama tíma voru Færeyingar að grafa tvenn önnur göng, Sandeyjargöngin, 10,8 kílómetra löng, einnig undir sjó, sem og Hvalbiargöngin á Suðurey, 2,5 kílómetra löng. Nýjasta jarðgangaverkefnið nefnist Göngin Norður um Fjall og fellst í gerð tvennra ganga, Árnafjarðar- og Hvannasundsganga.Kringvarpið Og núna eru þeir að byrja á tvennum göngum til viðbótar, Árnarfjarðargöngum og Hvannasundsgöngum, norðan Klakksvíkur. Samtals verða þau 4,2 kílómetrar á lengd og eiga bæði að vera tilbúin eftir fjögur ár. Og frændur okkar eru ekkert að tvínóna við hlutina. Í byrjun vikunnar var samgönguráðherrann Jørgen aftur mættur til að flytja hátíðarræðu. Hann settist svo upp í gröfu til að hefja formlega þetta nýjasta jarðgangaverkefni en saman nefnast þau Göngin Norður um Fjall. Þau leysa ef tvenn eldri göng frá árunum 1965 til 1967, sem eru einbreið og barn síns tíma. Viðstaddir klappa fyrir byrjun verksins. Vegna kórónufaraldursins var aðeins fámennum hópi gesta boðið að vera við athöfnina.Kringvarpið Göngin tengja næst stærsta bæ Færeyja, Klakksvík á Borðey, við byggðir í Árnafirði, Norðdepli, Hvannasundi og á Viðey en þangað liggja svo enn ein göngin til Viðareiðis. Þetta þýðir að Færeyingar grafa núna fern jarðgöng samtímis. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Jarðgangagerð Íslendinga og Færeyinga var borin saman í frétt fyrir átta árum og þar útskýrði Jørgen Niclasen, þá einnig fjármálaráðherra, hversvegna Færeyingar hefðu borað jarðgöng fyrir fimmtán manna byggð í Gásadal: Færeyjar Samgöngur Tengdar fréttir Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21 Þrenn jarðgöng grafin samtímis í Færeyjum Færeyingar eru að hefjast handa við enn ein jarðgöngin, Hvalbiargöngin. Þessi jarðgangagerð bætist við tvær aðrar risaframkvæmdir; gerð tveggja neðansjávarganga. 15. apríl 2019 10:30 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að skömmu fyrir síðustu jól fögnuðu Færeyingar opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna; 11,2 kílómetra langra neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar. Samgöngu- og fjármálaráðherrann Jørgen Niclasen lýsti þeim sem mestu samgöngubyltingu í sögu eyjanna þegar hann skar á borðana. Á sama tíma voru Færeyingar að grafa tvenn önnur göng, Sandeyjargöngin, 10,8 kílómetra löng, einnig undir sjó, sem og Hvalbiargöngin á Suðurey, 2,5 kílómetra löng. Nýjasta jarðgangaverkefnið nefnist Göngin Norður um Fjall og fellst í gerð tvennra ganga, Árnafjarðar- og Hvannasundsganga.Kringvarpið Og núna eru þeir að byrja á tvennum göngum til viðbótar, Árnarfjarðargöngum og Hvannasundsgöngum, norðan Klakksvíkur. Samtals verða þau 4,2 kílómetrar á lengd og eiga bæði að vera tilbúin eftir fjögur ár. Og frændur okkar eru ekkert að tvínóna við hlutina. Í byrjun vikunnar var samgönguráðherrann Jørgen aftur mættur til að flytja hátíðarræðu. Hann settist svo upp í gröfu til að hefja formlega þetta nýjasta jarðgangaverkefni en saman nefnast þau Göngin Norður um Fjall. Þau leysa ef tvenn eldri göng frá árunum 1965 til 1967, sem eru einbreið og barn síns tíma. Viðstaddir klappa fyrir byrjun verksins. Vegna kórónufaraldursins var aðeins fámennum hópi gesta boðið að vera við athöfnina.Kringvarpið Göngin tengja næst stærsta bæ Færeyja, Klakksvík á Borðey, við byggðir í Árnafirði, Norðdepli, Hvannasundi og á Viðey en þangað liggja svo enn ein göngin til Viðareiðis. Þetta þýðir að Færeyingar grafa núna fern jarðgöng samtímis. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Jarðgangagerð Íslendinga og Færeyinga var borin saman í frétt fyrir átta árum og þar útskýrði Jørgen Niclasen, þá einnig fjármálaráðherra, hversvegna Færeyingar hefðu borað jarðgöng fyrir fimmtán manna byggð í Gásadal:
Færeyjar Samgöngur Tengdar fréttir Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21 Þrenn jarðgöng grafin samtímis í Færeyjum Færeyingar eru að hefjast handa við enn ein jarðgöngin, Hvalbiargöngin. Þessi jarðgangagerð bætist við tvær aðrar risaframkvæmdir; gerð tveggja neðansjávarganga. 15. apríl 2019 10:30 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21
Þrenn jarðgöng grafin samtímis í Færeyjum Færeyingar eru að hefjast handa við enn ein jarðgöngin, Hvalbiargöngin. Þessi jarðgangagerð bætist við tvær aðrar risaframkvæmdir; gerð tveggja neðansjávarganga. 15. apríl 2019 10:30