Vaxtalaust lán Sif Huld Albertsdóttir skrifar 16. febrúar 2021 07:31 Að eiga barn, fylgir fullt af skyldum, ein af þeim er að huga að öryggi þeirra og heilsu framar öllu. Að búa út á landi gerir mörgum foreldrum erfitt fyrir að sækja þá þjónustu sem börnin okkar þurfa á að halda ef eitthvað amar að. Í nýrri úttekt sem Finnborg Salóme Steinþórsdóttir nýdoktor í kynjafræði gerði fyrir heilbrigðisráðuneytið, og vísar í íslenskar rannsóknir, kemur fram að íbúar utan höfuðborgarsvæðisins meta líkamlega og andlega heilsu sína verri en íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Mat á eigin heilsu er nátengt aðgengi að heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Þessu verður að breyta, landsbyggðin á ekki að fá verri þjónustu eða þurfa að borga meira fyrir hana en íbúar höfuðborgarsvæðisins en svoleiðis er það í dag. Þörf er á að sérfræðilæknar komi út á land og sinni þjónustunni þar. Kostnaður vegna læknisheimsókna getur verið mjög mikill, hér má sjá dæmi um kostnað vegna læknisferðar með eitt barn: Læknir í Reykjavík, barn og foreldri búsett á Ísafirði. Flug: 81.380 kr. (Flug fyrir annað foreldri og barn) Gisting í gegnum sjúkratryggingar: 1.476 kr. á sólarhringurinn með mat. Bílaleigubíll:10.000 kr. fyrir einn dag, fyrir utan bensín. Flugið er greitt af foreldrum sem síðan þurfa að sækja um til Sjúkratrygginga til að fá flugið endurgreitt. En af þeim kostnaði er þó ávallt 2.985 kr. sem ekki fást endurgreiddar. Foreldrar barna þurfa að leggja út fyrir kostnaðinum sjálf og bíða svo eftir að fá endurgreitt sem getur tekið 10-14 daga, það hafa ekki allir foreldrar efni á því að „lána“ ríkinu peninginn sinn. Gisting er niðurgreidd en bílaleigubíll er greiddur af einstaklingnum þar sem það er þó ódýrara en að nýta leigubíla á milli staða. Þörf er á að finna betri lausn þannig að allir íbúar landsbyggðarinnar sitji við sama borð og íbúar höfuðborgarsvæðisins. Við getum líka tekið dæmi um skekkju í kerfinu ef farið er keyrandi á einkabíl í læknisferð. Ef farið er á einkabíl er greitt 31,61 kr. á hvern ekinn km frá heimilis til áfangastaðar.Til að setja þetta í samhengi þá er akstursgjald ríkisstarfsmanna, 114 kr. á hvern ekinn km. Það er eitthvað skakkt við að Alþingismenn okkar fái 114 kr. pr. km. á meðan foreldrar barna sem þurfa að komast með barnið sitt til læknis fái 31,61 kr.pr.km. Ekki hefur verið gerð grein fyrir því vinnutapi sem foreldri verður fyrir í þessari greiningu, en það mun alltaf vera einn til tveir vinnudagar sem foreldri missir úr vinnu til þess að koma barninu sínu til læknis. Reglugerð Sjúkratrygginga gera jafnframt ráð fyrir að einstaklingur fái aðeins greitt fyrir tvær ferðir á ári. Það er ljóst að margir þurfa að fara oftar og bera þá allan kostnað af þeim ferðum sjálfir. Það er alls ekki skrítið þegar horft er á þessi dæmi sem eru bara brotabrot af þeim sem ég hef, af hverju íbúar landsbyggðarinnar meti sig með verri líkamlega og andlega heilsu en íbúar höfuðborgarsvæðisins. Þessu þarf að breyta. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Byggðamál Sif Huld Albertsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Að eiga barn, fylgir fullt af skyldum, ein af þeim er að huga að öryggi þeirra og heilsu framar öllu. Að búa út á landi gerir mörgum foreldrum erfitt fyrir að sækja þá þjónustu sem börnin okkar þurfa á að halda ef eitthvað amar að. Í nýrri úttekt sem Finnborg Salóme Steinþórsdóttir nýdoktor í kynjafræði gerði fyrir heilbrigðisráðuneytið, og vísar í íslenskar rannsóknir, kemur fram að íbúar utan höfuðborgarsvæðisins meta líkamlega og andlega heilsu sína verri en íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Mat á eigin heilsu er nátengt aðgengi að heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Þessu verður að breyta, landsbyggðin á ekki að fá verri þjónustu eða þurfa að borga meira fyrir hana en íbúar höfuðborgarsvæðisins en svoleiðis er það í dag. Þörf er á að sérfræðilæknar komi út á land og sinni þjónustunni þar. Kostnaður vegna læknisheimsókna getur verið mjög mikill, hér má sjá dæmi um kostnað vegna læknisferðar með eitt barn: Læknir í Reykjavík, barn og foreldri búsett á Ísafirði. Flug: 81.380 kr. (Flug fyrir annað foreldri og barn) Gisting í gegnum sjúkratryggingar: 1.476 kr. á sólarhringurinn með mat. Bílaleigubíll:10.000 kr. fyrir einn dag, fyrir utan bensín. Flugið er greitt af foreldrum sem síðan þurfa að sækja um til Sjúkratrygginga til að fá flugið endurgreitt. En af þeim kostnaði er þó ávallt 2.985 kr. sem ekki fást endurgreiddar. Foreldrar barna þurfa að leggja út fyrir kostnaðinum sjálf og bíða svo eftir að fá endurgreitt sem getur tekið 10-14 daga, það hafa ekki allir foreldrar efni á því að „lána“ ríkinu peninginn sinn. Gisting er niðurgreidd en bílaleigubíll er greiddur af einstaklingnum þar sem það er þó ódýrara en að nýta leigubíla á milli staða. Þörf er á að finna betri lausn þannig að allir íbúar landsbyggðarinnar sitji við sama borð og íbúar höfuðborgarsvæðisins. Við getum líka tekið dæmi um skekkju í kerfinu ef farið er keyrandi á einkabíl í læknisferð. Ef farið er á einkabíl er greitt 31,61 kr. á hvern ekinn km frá heimilis til áfangastaðar.Til að setja þetta í samhengi þá er akstursgjald ríkisstarfsmanna, 114 kr. á hvern ekinn km. Það er eitthvað skakkt við að Alþingismenn okkar fái 114 kr. pr. km. á meðan foreldrar barna sem þurfa að komast með barnið sitt til læknis fái 31,61 kr.pr.km. Ekki hefur verið gerð grein fyrir því vinnutapi sem foreldri verður fyrir í þessari greiningu, en það mun alltaf vera einn til tveir vinnudagar sem foreldri missir úr vinnu til þess að koma barninu sínu til læknis. Reglugerð Sjúkratrygginga gera jafnframt ráð fyrir að einstaklingur fái aðeins greitt fyrir tvær ferðir á ári. Það er ljóst að margir þurfa að fara oftar og bera þá allan kostnað af þeim ferðum sjálfir. Það er alls ekki skrítið þegar horft er á þessi dæmi sem eru bara brotabrot af þeim sem ég hef, af hverju íbúar landsbyggðarinnar meti sig með verri líkamlega og andlega heilsu en íbúar höfuðborgarsvæðisins. Þessu þarf að breyta. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar