Fá táningarnir tveir að spila fyrir Man. Utd í kvöld? Sindri Sverrisson skrifar 18. febrúar 2021 14:01 Manchester United keypti Amad Diallo frá Atalanta í vetur. Getty/Martin Rickett Ole Gunnar Solskjær hefur gefið í skyn að tveir táningar gætu þreytt frumraun sína fyrir Manchester United í dag þegar liðið mætir Adnan Januzaj og félögum í Real Sociedad, í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Vegna kórónuveirufaraldursins banna Spánverjar fólki að koma til landsins frá Bretlandi. Því mætast liðin ekki á Spáni heldur á heimavelli Juventus á Ítalíu í kvöld, eða kl. 17.55 að íslenskum tíma. Seinn leikur liðanna verður hins vegar á Old Trafford. Þeir Edinson Cavani og Donny van de Beek ferðuðust ekki með United til Tórínó og Anthony Martial og Scott McTominay gætu misst af leiknum í kvöld vegna meiðsla. Í leikmannahópi United eru hins vegar hinn 18 ára gamli Amad Diallo frá Fílabeinsströndinni og svo hinn nígeríski Shola Shoretire sem hélt upp á 17 ára afmæli sitt í byrjun mánaðarins. Shola Shoretire í flugvélinni sem leikmenn United ferðuðust með til Tórínó.Getty/Matthew Peters „Þeir eru í hópnum. Ekki bara til að öðlast reynslu, þeir eru þarna til þess að hafa áhrif ef þess þarf. Strákarnir tveir hafa staðið sig vel á æfingum og þetta eru hæfileikaríkir leikmenn sem við viljum gefa reynslu. Þeir ferðast alla vega með okkur og svo sjáum við til hvort þeir komi inn á völlinn,“ sagði Solskjær. Diallo kom til United frá Atalanta í janúar og hefur leikið með U23-liði félagsins en var á varamannabekk aðalliðsins í bikarsigrinum gegn West Ham 9. febrúar. Shoretire er vanur því að taka stór skref snemma á ferlinum en hann var enn aðeins 14 ára þegar hann setti met hjá United með því að vera yngstur í sögu félagsins til að spila mótsleik með ungmennaliðinu, gegn Valencia í Meistaradeild ungmenna árið 2018. Til viðbótar við þá Diallo og Shoretire er vissulega Mason Greenwood þriðji táningurinn í leikmannahópi United, nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við félagið sem gildir til 2025. Leikmannahópur United í kvöld: De Gea, Henderson, Grant - Bailly, Lindelof, Maguire, Shaw, Telles, Tuanzebe, Wan-Bissaka, Williams - Amad, Fernandes, Fred, James, Mata, Matic, McTominay, Shoretire - Greenwood, Martial, Rashford. Leikur Real Sociedad og Manchester United hefst klukkan 17.55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Leikur Wolfsburg og Tottenham hefst á sama tíma og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Síðar í kvöld, kl. 20, er leikur Benfica og Arsenal í beinni á Stöð 2 Sport 4, og leikur Antwerpen og Rangers á Stöð 2 Sport 2. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
Vegna kórónuveirufaraldursins banna Spánverjar fólki að koma til landsins frá Bretlandi. Því mætast liðin ekki á Spáni heldur á heimavelli Juventus á Ítalíu í kvöld, eða kl. 17.55 að íslenskum tíma. Seinn leikur liðanna verður hins vegar á Old Trafford. Þeir Edinson Cavani og Donny van de Beek ferðuðust ekki með United til Tórínó og Anthony Martial og Scott McTominay gætu misst af leiknum í kvöld vegna meiðsla. Í leikmannahópi United eru hins vegar hinn 18 ára gamli Amad Diallo frá Fílabeinsströndinni og svo hinn nígeríski Shola Shoretire sem hélt upp á 17 ára afmæli sitt í byrjun mánaðarins. Shola Shoretire í flugvélinni sem leikmenn United ferðuðust með til Tórínó.Getty/Matthew Peters „Þeir eru í hópnum. Ekki bara til að öðlast reynslu, þeir eru þarna til þess að hafa áhrif ef þess þarf. Strákarnir tveir hafa staðið sig vel á æfingum og þetta eru hæfileikaríkir leikmenn sem við viljum gefa reynslu. Þeir ferðast alla vega með okkur og svo sjáum við til hvort þeir komi inn á völlinn,“ sagði Solskjær. Diallo kom til United frá Atalanta í janúar og hefur leikið með U23-liði félagsins en var á varamannabekk aðalliðsins í bikarsigrinum gegn West Ham 9. febrúar. Shoretire er vanur því að taka stór skref snemma á ferlinum en hann var enn aðeins 14 ára þegar hann setti met hjá United með því að vera yngstur í sögu félagsins til að spila mótsleik með ungmennaliðinu, gegn Valencia í Meistaradeild ungmenna árið 2018. Til viðbótar við þá Diallo og Shoretire er vissulega Mason Greenwood þriðji táningurinn í leikmannahópi United, nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við félagið sem gildir til 2025. Leikmannahópur United í kvöld: De Gea, Henderson, Grant - Bailly, Lindelof, Maguire, Shaw, Telles, Tuanzebe, Wan-Bissaka, Williams - Amad, Fernandes, Fred, James, Mata, Matic, McTominay, Shoretire - Greenwood, Martial, Rashford. Leikur Real Sociedad og Manchester United hefst klukkan 17.55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Leikur Wolfsburg og Tottenham hefst á sama tíma og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Síðar í kvöld, kl. 20, er leikur Benfica og Arsenal í beinni á Stöð 2 Sport 4, og leikur Antwerpen og Rangers á Stöð 2 Sport 2. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira