Umræða um hálendisþjóðgarð þarfnist lengri tíma Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 13:52 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. vísir/Vilhelm Umræða um stofnun hálendisþjóðgarðs þarfnast lengri tíma að sögn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Það er mín persónulega skoðun að mér fyndist allt í lagi að hugsa, í ljósi umræðu um málið, hvort það sé möguleiki að taka fleiri skref en smærri,“ sagði Þórdís aðspurð um stöðu málsins í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, vísaði til gagnrýni ferðaþjónustuaðila á málið og spurði hvers vegna ráðherra telur óánægjuna svo mikla. Þórdís sagði málið af þeirri stærðargráðu að ekki væri óeðlilegt að afgreiðsla þess taki jafnvel lengri tíma en áætlanir gera ráð fyrir. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, spurði ráðherra um óánægjuraddir innan ferðaþjónustunnar með fyrirhugaðan hálendisþjóðgarð.vísir/vilhelm Kveðið er á um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í desember mælti Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra fyrir frumvarpi þess efnis. Samkvæmt því er gert ráð fyrir að þjóðgarðurinn nái yfir um þrjátíu prósent landsins, en um helmingur svæðisins nýtur nú þegar verndar. Málið hefur mætt mikilli mótstöðu sveitarfélaga og ferðaþjónustufyrirtækja. Frumvarpið er nú til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd og borist hafa 154 umsagnir um málið. Í flestum ber við neikvæðan tón. Þórdís Kolbrún sagði marga innan ferðaþjónustunnar hlynnta þjóðgarðinum, aðra mjög mótfallna en stórum hluta vanti frekari svör um þýðingu málsins. Meðal annars hvernig fari fyrir úthlutunum á leyfum fyrir starfsemi á sæðinu. Málið þurfi lengri tíma þrátt fyrir að mikil tækifæri felist í stofnun þjóðgarðs á hálendinu. „Það að koma á fót svona stórum þjóðgarði, svona stórum hluta af landinu, þarf auðvitað að vera í sátt og það er okkar verkefni að vinna að því. Það er erfitt að koma á fót risastórum þjóðgarði ef mjög takmörkuð sátt ríkir um það og ég ætla ekki að fullyrða hvernig málin þróast í þeim efnum, en þessi sátt þarf að vera til staðar. Ég held að þetta þurfi tíma og ég er sammála því að það eru margir sem hafa ákveðnar hugmyndir um þjóðgarðinn en vantar svörin og kannski vantar frekari tíma til að kynna sér það,“ sagði Þórdís. Hálendisþjóðgarður Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, vísaði til gagnrýni ferðaþjónustuaðila á málið og spurði hvers vegna ráðherra telur óánægjuna svo mikla. Þórdís sagði málið af þeirri stærðargráðu að ekki væri óeðlilegt að afgreiðsla þess taki jafnvel lengri tíma en áætlanir gera ráð fyrir. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, spurði ráðherra um óánægjuraddir innan ferðaþjónustunnar með fyrirhugaðan hálendisþjóðgarð.vísir/vilhelm Kveðið er á um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í desember mælti Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra fyrir frumvarpi þess efnis. Samkvæmt því er gert ráð fyrir að þjóðgarðurinn nái yfir um þrjátíu prósent landsins, en um helmingur svæðisins nýtur nú þegar verndar. Málið hefur mætt mikilli mótstöðu sveitarfélaga og ferðaþjónustufyrirtækja. Frumvarpið er nú til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd og borist hafa 154 umsagnir um málið. Í flestum ber við neikvæðan tón. Þórdís Kolbrún sagði marga innan ferðaþjónustunnar hlynnta þjóðgarðinum, aðra mjög mótfallna en stórum hluta vanti frekari svör um þýðingu málsins. Meðal annars hvernig fari fyrir úthlutunum á leyfum fyrir starfsemi á sæðinu. Málið þurfi lengri tíma þrátt fyrir að mikil tækifæri felist í stofnun þjóðgarðs á hálendinu. „Það að koma á fót svona stórum þjóðgarði, svona stórum hluta af landinu, þarf auðvitað að vera í sátt og það er okkar verkefni að vinna að því. Það er erfitt að koma á fót risastórum þjóðgarði ef mjög takmörkuð sátt ríkir um það og ég ætla ekki að fullyrða hvernig málin þróast í þeim efnum, en þessi sátt þarf að vera til staðar. Ég held að þetta þurfi tíma og ég er sammála því að það eru margir sem hafa ákveðnar hugmyndir um þjóðgarðinn en vantar svörin og kannski vantar frekari tíma til að kynna sér það,“ sagði Þórdís.
Hálendisþjóðgarður Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira