Þeir handteknu frá Íslandi, Litháen, Albaníu og Spáni Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 19:34 Lögregla verður að ákveða í kvöld hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir manninum sem fyrstur var handtekinn í tengslum við morð í Rauðagerði um helgina. Mennirnir sem eru í haldi lögreglu vegna málsins eru frá fjórum löndum; Litháen, Albaníu, Spáni og Íslandi. Gerð hefur verið húsleit á nokkrum stöðum í dag, lagt hald á fleiri muni og málsaðilar yfirheyrðir. Sjö menn eru nú í gæsluvarðhaldi en alls eru níu í haldi lögreglu vegna málsins. Gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri frá Litháen, sem handtekinn var í íbúð í Urriðaholti aðfaranótt sunnudags skömmu eftir morðið, rennur út á morgun. Margein sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að lögregla ákveði í kvöld hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir honum. Hinir sex eru ýmist í gæsluvarðhaldi til 23. eða 24. febrúar. Lögregla réðst meðal annars í húsleit á nokkrum stöðum í dag, lagði hald á fleiri muni, yfirheyrði málsaðila og fór yfir gögn. Þá er skoðað hver þáttur hvers og eins er í morðinu en komið hefur fram að hún telji sig hafa byssumanninn í haldi. Margeir vildi ekki fara nánar út í aðild mannanna að málinu í samtali við fréttastofu í dag og þá vildi hann ekki upplýsa hvort skotvopn væri á meðal þeirra muna sem lagt hefur verið hald á. „Við teljum þá aðila sem við erum með hafa að einhverju leyti komið að þessu máli en það er það sem gerir þetta kannski umfangsmikið,“ sagði hann. Á meðal þess sem einnig er verið að skoða er hvort setið hafi verið um manninn við heimili hans umrætt kvöld. Þá er skoðað hvort fleiri en einn hafi þar verið að verki. „Eins og við höfum komið inn á þá er það ýmislegt sem við erum að skoða, hvort þetta tengist skipulagðri brotastarfsemi eða einhverjum mönnum sem hafa verið í deilum, þetta er meðal annars eitt af því og ég get ekki farið nánar út í það. En þetta sýnir bara umfangið.“ Er eitthvað meira hægt að segja um þátt hvers og eins í morðinu, er þetta bara einn sem er talinn hafa skotið á hann eða er hægt að segja meira um það? „Ég get ekki sagt neitt um það.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur lögregla jafnframt farið yfir myndefni úr öryggismyndavélum í götunni. Þá hefur talsvert ónæði hlotist af ágangi almennings á vettvangi morðsins síðustu daga, að sögn nágranna sem fréttastofa hefur rætt við í dag. Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Sjö menn eru nú í gæsluvarðhaldi en alls eru níu í haldi lögreglu vegna málsins. Gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri frá Litháen, sem handtekinn var í íbúð í Urriðaholti aðfaranótt sunnudags skömmu eftir morðið, rennur út á morgun. Margein sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að lögregla ákveði í kvöld hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir honum. Hinir sex eru ýmist í gæsluvarðhaldi til 23. eða 24. febrúar. Lögregla réðst meðal annars í húsleit á nokkrum stöðum í dag, lagði hald á fleiri muni, yfirheyrði málsaðila og fór yfir gögn. Þá er skoðað hver þáttur hvers og eins er í morðinu en komið hefur fram að hún telji sig hafa byssumanninn í haldi. Margeir vildi ekki fara nánar út í aðild mannanna að málinu í samtali við fréttastofu í dag og þá vildi hann ekki upplýsa hvort skotvopn væri á meðal þeirra muna sem lagt hefur verið hald á. „Við teljum þá aðila sem við erum með hafa að einhverju leyti komið að þessu máli en það er það sem gerir þetta kannski umfangsmikið,“ sagði hann. Á meðal þess sem einnig er verið að skoða er hvort setið hafi verið um manninn við heimili hans umrætt kvöld. Þá er skoðað hvort fleiri en einn hafi þar verið að verki. „Eins og við höfum komið inn á þá er það ýmislegt sem við erum að skoða, hvort þetta tengist skipulagðri brotastarfsemi eða einhverjum mönnum sem hafa verið í deilum, þetta er meðal annars eitt af því og ég get ekki farið nánar út í það. En þetta sýnir bara umfangið.“ Er eitthvað meira hægt að segja um þátt hvers og eins í morðinu, er þetta bara einn sem er talinn hafa skotið á hann eða er hægt að segja meira um það? „Ég get ekki sagt neitt um það.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur lögregla jafnframt farið yfir myndefni úr öryggismyndavélum í götunni. Þá hefur talsvert ónæði hlotist af ágangi almennings á vettvangi morðsins síðustu daga, að sögn nágranna sem fréttastofa hefur rætt við í dag.
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira