„Þurftu að kveðja hana í gegnum gler og síma“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. febrúar 2021 10:00 Jóhannes Ásbjörnsson missti tengdamömmu sína á síðasta ári og tók það verulega á alla fjölskylduna. vísir/vilhelm Jóhannes Ásbjörnsson var lengi vel einn vinsælasti fjölmiðlamaður landsins og byrjaði hann sinn feril í útvarpi, fór seinna yfir á PoppTV þar sem hann stýrði þættinum vinsæla 70 mínútur. Jóhannes er gestur vikunnar í Einkalífinu. Jói fór út í veitingarekstur fyrir tíu árum þegar hann opnaði Hamborgarafabrikkuna ásamt Sigmari Vilhjálmssyni en í dag rekur hann í raun átta veitingarmerki og 19 veitingastaði en hann á og rekur fyrirtækið Gleðipinnar ásamt fleirum. Um er að ræða veitingastaðina American Style, Shake&Pizza, Saffran, Blackbox, Eld Smiðjan, Aktu Taktu, Keiluhöllin, Hamborgarafabrikkan og Pítan. Jóhannes er í hjónabandi með Ólínu Jóhönnu Gísladóttur og eiga þau saman þrjú börn. Ólína missti móður sína á síðasta ári og var sú kona ofboðslega náin fjölskyldunni. Jóhannes og Ólína hófu sitt samband fyrir 23 árum og hafa því verið lengi saman og segir Jóhannes að fráfall Þóru Ragnarsdóttur hafi tekið gríðarlega á. Þóra var móðir Rúriks Gíslasonar og ræðir Jóhannes einnig um samband hans við Rúrik en þeir hafa þekkst síðan að Rúrik var aðeins tíu ára og í raun eins og bræður. „Þetta var heilt yfir mjög erfitt fyrir fjölskylduna. Hún var mikill þátttakandi í öllu okkar lífi og ömmur og tengdamömmur eru það iðulega. Hún var tengd sínum barnabörnum og mjög tengd barnabörnunum sínum. Það er alltaf erfitt að kveðja einhvern sem er svona mikill hluti af sjálfi fjölskyldunnar,“ segir Jóhannes en Þóra féll frá eftir baráttu við krabbamein. „Það sem gerði þetta svona sérstakt var að þetta var bara í miðri fyrstu bylgju og hún var með alvarlegt krabbamein og búin að vera í meðferð frá því um haustið. Svo er það oft þannig að þegar fólk er í krabbameinsmeðferð er ónæmiskerfið mjög veikt og stundum bara algjörlega í núlli. Þá er fólk varnarlausara fyrir allskonar sýkingum og veirum og það var það sem dregur tengdamömmu mína til dauða. Það sem setti þetta allt í sérstakt samhengi voru takmarkanirnar á umgengninni og það var í sjálfu sér ekkert hægt að vera hjá henni nema alveg undir það síðasta og þá bara fyrir þá allra nánustu, tengdapabbi og börnin hennar en hinir þurftu að kveðja hana í gegnum gler og síma.“ Hann segir að það hafi verið mjög erfið kveðjustund en umræðan um missi fjölskyldunnar hefst þegar 22:00 mín eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Jói um árin í fjölmiðlunum, föðurhlutverkið og hjónabandið, þegar hann missti tengdamóður sína á síðasta ári sem var gríðarlegt áfall, samband hans við Rúrik Gíslason og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Jói fór út í veitingarekstur fyrir tíu árum þegar hann opnaði Hamborgarafabrikkuna ásamt Sigmari Vilhjálmssyni en í dag rekur hann í raun átta veitingarmerki og 19 veitingastaði en hann á og rekur fyrirtækið Gleðipinnar ásamt fleirum. Um er að ræða veitingastaðina American Style, Shake&Pizza, Saffran, Blackbox, Eld Smiðjan, Aktu Taktu, Keiluhöllin, Hamborgarafabrikkan og Pítan. Jóhannes er í hjónabandi með Ólínu Jóhönnu Gísladóttur og eiga þau saman þrjú börn. Ólína missti móður sína á síðasta ári og var sú kona ofboðslega náin fjölskyldunni. Jóhannes og Ólína hófu sitt samband fyrir 23 árum og hafa því verið lengi saman og segir Jóhannes að fráfall Þóru Ragnarsdóttur hafi tekið gríðarlega á. Þóra var móðir Rúriks Gíslasonar og ræðir Jóhannes einnig um samband hans við Rúrik en þeir hafa þekkst síðan að Rúrik var aðeins tíu ára og í raun eins og bræður. „Þetta var heilt yfir mjög erfitt fyrir fjölskylduna. Hún var mikill þátttakandi í öllu okkar lífi og ömmur og tengdamömmur eru það iðulega. Hún var tengd sínum barnabörnum og mjög tengd barnabörnunum sínum. Það er alltaf erfitt að kveðja einhvern sem er svona mikill hluti af sjálfi fjölskyldunnar,“ segir Jóhannes en Þóra féll frá eftir baráttu við krabbamein. „Það sem gerði þetta svona sérstakt var að þetta var bara í miðri fyrstu bylgju og hún var með alvarlegt krabbamein og búin að vera í meðferð frá því um haustið. Svo er það oft þannig að þegar fólk er í krabbameinsmeðferð er ónæmiskerfið mjög veikt og stundum bara algjörlega í núlli. Þá er fólk varnarlausara fyrir allskonar sýkingum og veirum og það var það sem dregur tengdamömmu mína til dauða. Það sem setti þetta allt í sérstakt samhengi voru takmarkanirnar á umgengninni og það var í sjálfu sér ekkert hægt að vera hjá henni nema alveg undir það síðasta og þá bara fyrir þá allra nánustu, tengdapabbi og börnin hennar en hinir þurftu að kveðja hana í gegnum gler og síma.“ Hann segir að það hafi verið mjög erfið kveðjustund en umræðan um missi fjölskyldunnar hefst þegar 22:00 mín eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Jói um árin í fjölmiðlunum, föðurhlutverkið og hjónabandið, þegar hann missti tengdamóður sína á síðasta ári sem var gríðarlegt áfall, samband hans við Rúrik Gíslason og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið