Til hvers tómstundir? Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 11:31 Börn eiga rétt á menntun þar sem þau geta þroskast á eigin forsendum og ræktað hæfileika sína. Börn eiga einnig rétt á hvíld, tómstundum, leikjum og skemmtunum sem hæfa aldri þeirra og þroska. Um þessi réttindi er kveðið á um í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið lögfestur á Íslandi. Þar er jafnframt kveðið á um að ekki megi mismuna börnum hvað þessi réttindi varðar vegna stöðu þeirra eða stöðu foreldra þeirra. Börn eiga að hafa jöfn tækifæri til þátttöku og til að stunda menningarlíf, listir og tómstundaiðju. Skýr lög eru um menntun barna og skólagöngu á Íslandi, námskrár fyrir öll skólastig og reglugerðir til að tryggja velferð þeirra og öryggi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa um árabil kallað eftir sambærilegri skýrri opinberrri stefnu um tómstundir barna. Það var því ánægjulegt að í byrjun árs 2020 fengu samtökin boð um að senda inn ábendingar um hvað væri æskilegt að væri í slíkri stefnu, en þá var að hefjast vinna við mótun stefnu um tómstundastarf barna og ungs fólks á vegum Mennta- og menningamálaráðuneytisins. Barnaheill sendu inn ábendingar og lögðu til að fyrst og fremst skyldu tómstundir barna byggja á þeim réttindum sem börn eiga samkvæmt Barnasáttmálanum svo og á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og ávallt skuli það sem barni er fyrir bestu vera leiðarljósið. Samtökin leggja áherslu á að öll börn skuli eiga kost á að stunda tómstundir, ekki bara hluti þeirra. Ýmislegt getur hindrað þátttöku barna svo sem kostnaður, aðgengi, félagsleg staða, bakgrunnur eða fötlun. Mikilvægt er að tryggja að slíkar ástæður séu ekki fyrirstaða. Jafnframt þarf að tryggja börnum vernd gegn hvers kyns ofbeldi, einelti, útilokun, niðurlægjandi framkomu af hálfu barna og fullorðinna og hvers kyns mismunun í tómstundum. Börn hefja iðkun tómstunda fyrst og fremst vegna áhuga, til að fá útrás fyrir orku og tjáningu og að vera í góðum félagsskap. Í tómstundum eiga börn að fá að rækta hæfileika sína, kynnast styrkleikum sínum og draumum. Börn flakka gjarnan á milli tómstundagreina og því er mikilvægt að hafin verði vinna við að skipuleggja tómstundastarf barna frá 5-9 ára á þann hátt að börnin kynnist sem flestum íþrótta- og tómstundagreinum, en þurfi ekki að velja eina grein svona ung. Með því er líklegra að börn finni sín áhugasvið og styrkleika og þurfa þá ekki að hefja fullt tómstundanám í einstakri tómstund án þess að vita hvort áhugi þeirra og styrkleikar liggi þar. Tómstundir ungra barna skulu vera á forsendum barnanna og ekki afreksmiðaðar. Börn þurfa að læra að takast á við að sigra og tapa, en umfram allt þurfa þau að læra að vinna saman og sýna samkennd. Árangur félagsins og sigur skal vera aukaatriði. Við gerð tómstundastefnu þurfa stjórnvöld jafnframt að meta við hvaða aldur er æskilegt að barn hefji tómstundaiðkun og þá hvers konar, hve oft og hve lengi í senn út frá velferð barnsins. Börn vinna oft langan vinnudag, oft mun lengri en þeir sem fullorðnir eru. Börn frá 1.-4. bekk grunnskóla eru gjarnan í skóla og frístund frá 8-16 eða lengur og þá taka tómstundir við. Mikilvægt er að nýta tímann frá lokum skóladags til kl 16:00 til fjölbreyttrar tómstundaiðkunar í samstarfi við tómstundafélög. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vilja hvetja stjórnvöld og öll tómstundafélög að hugsa fyrst og fremst um velferð barna og þroska og möguleika þeirra á að byggja upp sterka sjálfsmynd þegar tómstundir fyrir börn eru skipulagðar. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Börn og uppeldi Félagasamtök Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Börn eiga rétt á menntun þar sem þau geta þroskast á eigin forsendum og ræktað hæfileika sína. Börn eiga einnig rétt á hvíld, tómstundum, leikjum og skemmtunum sem hæfa aldri þeirra og þroska. Um þessi réttindi er kveðið á um í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið lögfestur á Íslandi. Þar er jafnframt kveðið á um að ekki megi mismuna börnum hvað þessi réttindi varðar vegna stöðu þeirra eða stöðu foreldra þeirra. Börn eiga að hafa jöfn tækifæri til þátttöku og til að stunda menningarlíf, listir og tómstundaiðju. Skýr lög eru um menntun barna og skólagöngu á Íslandi, námskrár fyrir öll skólastig og reglugerðir til að tryggja velferð þeirra og öryggi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa um árabil kallað eftir sambærilegri skýrri opinberrri stefnu um tómstundir barna. Það var því ánægjulegt að í byrjun árs 2020 fengu samtökin boð um að senda inn ábendingar um hvað væri æskilegt að væri í slíkri stefnu, en þá var að hefjast vinna við mótun stefnu um tómstundastarf barna og ungs fólks á vegum Mennta- og menningamálaráðuneytisins. Barnaheill sendu inn ábendingar og lögðu til að fyrst og fremst skyldu tómstundir barna byggja á þeim réttindum sem börn eiga samkvæmt Barnasáttmálanum svo og á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og ávallt skuli það sem barni er fyrir bestu vera leiðarljósið. Samtökin leggja áherslu á að öll börn skuli eiga kost á að stunda tómstundir, ekki bara hluti þeirra. Ýmislegt getur hindrað þátttöku barna svo sem kostnaður, aðgengi, félagsleg staða, bakgrunnur eða fötlun. Mikilvægt er að tryggja að slíkar ástæður séu ekki fyrirstaða. Jafnframt þarf að tryggja börnum vernd gegn hvers kyns ofbeldi, einelti, útilokun, niðurlægjandi framkomu af hálfu barna og fullorðinna og hvers kyns mismunun í tómstundum. Börn hefja iðkun tómstunda fyrst og fremst vegna áhuga, til að fá útrás fyrir orku og tjáningu og að vera í góðum félagsskap. Í tómstundum eiga börn að fá að rækta hæfileika sína, kynnast styrkleikum sínum og draumum. Börn flakka gjarnan á milli tómstundagreina og því er mikilvægt að hafin verði vinna við að skipuleggja tómstundastarf barna frá 5-9 ára á þann hátt að börnin kynnist sem flestum íþrótta- og tómstundagreinum, en þurfi ekki að velja eina grein svona ung. Með því er líklegra að börn finni sín áhugasvið og styrkleika og þurfa þá ekki að hefja fullt tómstundanám í einstakri tómstund án þess að vita hvort áhugi þeirra og styrkleikar liggi þar. Tómstundir ungra barna skulu vera á forsendum barnanna og ekki afreksmiðaðar. Börn þurfa að læra að takast á við að sigra og tapa, en umfram allt þurfa þau að læra að vinna saman og sýna samkennd. Árangur félagsins og sigur skal vera aukaatriði. Við gerð tómstundastefnu þurfa stjórnvöld jafnframt að meta við hvaða aldur er æskilegt að barn hefji tómstundaiðkun og þá hvers konar, hve oft og hve lengi í senn út frá velferð barnsins. Börn vinna oft langan vinnudag, oft mun lengri en þeir sem fullorðnir eru. Börn frá 1.-4. bekk grunnskóla eru gjarnan í skóla og frístund frá 8-16 eða lengur og þá taka tómstundir við. Mikilvægt er að nýta tímann frá lokum skóladags til kl 16:00 til fjölbreyttrar tómstundaiðkunar í samstarfi við tómstundafélög. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vilja hvetja stjórnvöld og öll tómstundafélög að hugsa fyrst og fremst um velferð barna og þroska og möguleika þeirra á að byggja upp sterka sjálfsmynd þegar tómstundir fyrir börn eru skipulagðar. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun