Krabbameinsfélagið: Ríkið gerði ekki athugasemdir um verklag eða gæðamál Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. febrúar 2021 19:15 „Á 70 ára afmælisári horfir nú Krabbameinsfélagið fram á veginn og beitir sér áfram í þágu fólks með krabbamein og aðstandenda þeirra, sem og í rannsóknum, fræðslu, forvörnum og ráðgjöf,“ segir í tilkynningunni. Vísir/Vilhelm „Stuttar framlengingar þjónustusamnings Sjúkratrygginga við Krabbameinsfélagið um skimunina eru ítrekað nefndar í skýrslunni, sem hindrun fyrir þróun í starfseminni. Af sama leiddi að áhersla í starfi Leitarstöðvarinnar var mest á þjónustu við konurnar.“ Þetta segir í tilkynningu frá Krabbameinsfélagi Íslands um niðurstöður hlutaúttektar landlæknisembættisins á starfsemi Leitarstöðvarinnar. Þar segir að félagið fagni því að niðurstöður liggi fyrir en æskilegt væri að úttektir af þessu tagi væru gerðar með reglubundnum hætti. Ástæða úttektarinnar er alvarlegt atvik sem kom upp þegar kona greindist með ólæknandi leghálskrabbamein eftir ranga greiningu á Leitarstöðinni. Í tilkynningu Krabbameinsfélagsins er ítrekað að árangur Íslands þegar kemur að krabbameinum í leghálsi sé með því besta sem gerist í heiminum. Þá segir að auknar gæðakröfur í heilbrigðisþjónustu séu alltaf af hinu góða og að í úttektinni sé að finna ábendingar um aukið innra og ytra gæðaeftirlit. „Á starfstíma Leitarstöðvarinnar gerði verkkaupi ekki athugasemdir um verklag eða gæðamál. Væri Leitarstöðin enn starfandi yrði að sjálfsögðu brugðist við ábendingunum í samstarfi við Embætti landlæknis. Í skýrslunni kemur fram að virkt innra gæðaeftirlit var til staðar á Leitarstöðinni en einnig tillaga um að efla það enn frekar.“ Enn fremur segir að Krabbameinsfélagið sé stolt af starfi og árangri Leitarstöðvarinnar, þar sem starfsfólk hafi unnið af heilindum og miklum metnaði. „Úttektin er mikilvægur leiðarvísir í áframhaldandi skimunarstarfi. Þótt það fari ekki fram innan veggja Krabbameinsfélagsins, lætur félagið sig gæði skimana varða. Félagið þakkar Landlæknisembættinu samstarfið við úttektina og óskar því, Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri og Heilsugæslunni, alls hins besta við framkvæmd skimana í framtíðinni.“ Tilkynninguna í heild má finna hér. Skimun fyrir krabbameini Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá Krabbameinsfélagi Íslands um niðurstöður hlutaúttektar landlæknisembættisins á starfsemi Leitarstöðvarinnar. Þar segir að félagið fagni því að niðurstöður liggi fyrir en æskilegt væri að úttektir af þessu tagi væru gerðar með reglubundnum hætti. Ástæða úttektarinnar er alvarlegt atvik sem kom upp þegar kona greindist með ólæknandi leghálskrabbamein eftir ranga greiningu á Leitarstöðinni. Í tilkynningu Krabbameinsfélagsins er ítrekað að árangur Íslands þegar kemur að krabbameinum í leghálsi sé með því besta sem gerist í heiminum. Þá segir að auknar gæðakröfur í heilbrigðisþjónustu séu alltaf af hinu góða og að í úttektinni sé að finna ábendingar um aukið innra og ytra gæðaeftirlit. „Á starfstíma Leitarstöðvarinnar gerði verkkaupi ekki athugasemdir um verklag eða gæðamál. Væri Leitarstöðin enn starfandi yrði að sjálfsögðu brugðist við ábendingunum í samstarfi við Embætti landlæknis. Í skýrslunni kemur fram að virkt innra gæðaeftirlit var til staðar á Leitarstöðinni en einnig tillaga um að efla það enn frekar.“ Enn fremur segir að Krabbameinsfélagið sé stolt af starfi og árangri Leitarstöðvarinnar, þar sem starfsfólk hafi unnið af heilindum og miklum metnaði. „Úttektin er mikilvægur leiðarvísir í áframhaldandi skimunarstarfi. Þótt það fari ekki fram innan veggja Krabbameinsfélagsins, lætur félagið sig gæði skimana varða. Félagið þakkar Landlæknisembættinu samstarfið við úttektina og óskar því, Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri og Heilsugæslunni, alls hins besta við framkvæmd skimana í framtíðinni.“ Tilkynninguna í heild má finna hér.
Skimun fyrir krabbameini Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira