Leysum nýjan vanda með nýjum lausnum Kolbeinn Óttarsson Proppé og Jónína Riedel skrifa 26. febrúar 2021 08:00 Það er ekki hægt að vilja grípa til róttækra aðgerða gegn loftslagsvánni, taka hamfarahlýnun alvarlega og vera á sama tíma fylgjandi hergagnaframleiðslu og uppbyggingu herja. Þetta tvennt fer einfaldlega ekki saman. Ísland er aðili að hernaðarbandalagi. Í svarthvítum heimi kalda stríðsins þótti mikilvægt að taka afstöðu með öðrum deiluaðilanum og nýyfirlýstu ævarandi hlut- og herleysi landsins var kastað fyrir róða fyrir þá aðild. Kalda stríðinu er lokið, sem betur fer, og allt aðrar ógnir steðja að okkur í dag en 30. mars 1949, þegar Ísland gerðist aðili að hernaðarbandalaginu, að þjóðinni forspurði. Loftslagsváin er helsta ógnin sem steðjar að heiminum. Æ fleiri hafa opnað augun fyrir því að loftslagsmál eru alltumlykjandi. Óheft hamfarahlýnun mun gera jörðina óbyggilega og þá skiptir engu hvar í flokk lönd skipuðu sér í kalda stríðinu. Hergagnaiðnaðurinn er mengandi iðnaður. Framleiðsla vopna og stórhættulegs sprengiefnis hefur gríðarlegt kolefnisspor í för með sér og heræfingar, ágangur herja og notkun vopna eykur á hamfarahlýnunina. Herir, vopn og tól eru allt mengandi fyrirbæri. Það þarf ekki að leita langt yfir skammt eftir sönnun á því. Blýmengun á Reykjanesi hefur fært okkur nær veruleika sem ætti að vera okkur fjarri; möguleikum á vatnsmengun. Þá er viðskilnaður hersins á Heiðarfjalli á Langanesi slíkur að landeigendur geta ekki stundað eðlilega starfsemi á jörðum sínum. Ógnin sem að heiminum steðjar með loftslagsbreytingum og hækkandi hitastigi sjávar eru mannlegar afleiðingar mengunar. Þetta á sérstaklega við á norðurslóðum þar sem viðkvæm náttúran hefur verið laus við ágang mannanna. Nútímavæðing sjóherja og vígvæðing norðurslóða skapar áður óþekkta umhverfishættu fyrir brothætt lífríki sjávar í norðri. Rostungar, selir, náhvalir, hvalir og hvítabirnir eru nokkrar af þeim tegundum sem eru í útrýmingarhættu og er enn fremur ógnað af iðn- og vígvæðingu norðurslóða. Norðurslóðir á að friða fyrir umferð kjarnorkuvopna og allri hernaðaruppbyggingu. Ísland á að skrifa undir sáttmála SÞ um bann við kjarnorkuvopnum og vinna að samstöðu um það á meðal þjóða heims. Loftslagsmál eru öryggismál, eins og sjá má á samþykktri þjóðaröryggisstefnu Íslands þar sem segir að taka verði mið af ógnum sem tengjast loftslagsbreytingum, náttúruhamförum, fæðu- og matvælaöryggi, heilbrigðisöryggi og farsóttum. Stríð menga ekki bara, þau rústa þeim innviðum sem eru nauðsynlegir til að takast á við farsóttir og hvers kyns óáran. Vera Íslands í NATÓ skuldbindur ríkið til að leyfa heræfingar með tilheyrandi mengun. Brennsla herþotueldsneytis eykur á loftslagsvána og ekki hafa fengist upplýsingar um mengun af henni þegar að er spurt. Íslendingar eiga með öllum sínum gerðum og stefnum að vinna gegn útblæstri, draga úr losun. Heræfingar stangast á við það, þar er verið að horfa á ógnir eftir gamaldags hugmyndum um stríðsmálaða erlenda hermenn. Ógnin er loftslagsváin. Heræfingar auka við hana og auka því við ógnina. Opnum augun fyrir því að hernaðaruppbygging á ekki heima í veröld sem berst gegn loftslagsvánni. Lyftum höfði okkar upp fyrir brúnir hins úrelta asks kalda stríðsins sem allt of mörg láta enn takmarka sína heimsmynd. Tökumst á við ný vandamál með nýjum lausnum, ekki gamaldsags hernaðarhyggju. Meinum það sem við segjum þegar við berjumst gegn loftslagsvá og berjumst líka gegn herhyggjunni. Þar með talið veru Íslands í hernaðarbandalaginu. Ísland úr NATÓ. Kolbeinn Óttarsson Proppé er þingmaður Vinstri grænna.Jónína Riedel situr í stjórn Ungra vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Kolbeinn Óttarsson Proppé Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það er ekki hægt að vilja grípa til róttækra aðgerða gegn loftslagsvánni, taka hamfarahlýnun alvarlega og vera á sama tíma fylgjandi hergagnaframleiðslu og uppbyggingu herja. Þetta tvennt fer einfaldlega ekki saman. Ísland er aðili að hernaðarbandalagi. Í svarthvítum heimi kalda stríðsins þótti mikilvægt að taka afstöðu með öðrum deiluaðilanum og nýyfirlýstu ævarandi hlut- og herleysi landsins var kastað fyrir róða fyrir þá aðild. Kalda stríðinu er lokið, sem betur fer, og allt aðrar ógnir steðja að okkur í dag en 30. mars 1949, þegar Ísland gerðist aðili að hernaðarbandalaginu, að þjóðinni forspurði. Loftslagsváin er helsta ógnin sem steðjar að heiminum. Æ fleiri hafa opnað augun fyrir því að loftslagsmál eru alltumlykjandi. Óheft hamfarahlýnun mun gera jörðina óbyggilega og þá skiptir engu hvar í flokk lönd skipuðu sér í kalda stríðinu. Hergagnaiðnaðurinn er mengandi iðnaður. Framleiðsla vopna og stórhættulegs sprengiefnis hefur gríðarlegt kolefnisspor í för með sér og heræfingar, ágangur herja og notkun vopna eykur á hamfarahlýnunina. Herir, vopn og tól eru allt mengandi fyrirbæri. Það þarf ekki að leita langt yfir skammt eftir sönnun á því. Blýmengun á Reykjanesi hefur fært okkur nær veruleika sem ætti að vera okkur fjarri; möguleikum á vatnsmengun. Þá er viðskilnaður hersins á Heiðarfjalli á Langanesi slíkur að landeigendur geta ekki stundað eðlilega starfsemi á jörðum sínum. Ógnin sem að heiminum steðjar með loftslagsbreytingum og hækkandi hitastigi sjávar eru mannlegar afleiðingar mengunar. Þetta á sérstaklega við á norðurslóðum þar sem viðkvæm náttúran hefur verið laus við ágang mannanna. Nútímavæðing sjóherja og vígvæðing norðurslóða skapar áður óþekkta umhverfishættu fyrir brothætt lífríki sjávar í norðri. Rostungar, selir, náhvalir, hvalir og hvítabirnir eru nokkrar af þeim tegundum sem eru í útrýmingarhættu og er enn fremur ógnað af iðn- og vígvæðingu norðurslóða. Norðurslóðir á að friða fyrir umferð kjarnorkuvopna og allri hernaðaruppbyggingu. Ísland á að skrifa undir sáttmála SÞ um bann við kjarnorkuvopnum og vinna að samstöðu um það á meðal þjóða heims. Loftslagsmál eru öryggismál, eins og sjá má á samþykktri þjóðaröryggisstefnu Íslands þar sem segir að taka verði mið af ógnum sem tengjast loftslagsbreytingum, náttúruhamförum, fæðu- og matvælaöryggi, heilbrigðisöryggi og farsóttum. Stríð menga ekki bara, þau rústa þeim innviðum sem eru nauðsynlegir til að takast á við farsóttir og hvers kyns óáran. Vera Íslands í NATÓ skuldbindur ríkið til að leyfa heræfingar með tilheyrandi mengun. Brennsla herþotueldsneytis eykur á loftslagsvána og ekki hafa fengist upplýsingar um mengun af henni þegar að er spurt. Íslendingar eiga með öllum sínum gerðum og stefnum að vinna gegn útblæstri, draga úr losun. Heræfingar stangast á við það, þar er verið að horfa á ógnir eftir gamaldags hugmyndum um stríðsmálaða erlenda hermenn. Ógnin er loftslagsváin. Heræfingar auka við hana og auka því við ógnina. Opnum augun fyrir því að hernaðaruppbygging á ekki heima í veröld sem berst gegn loftslagsvánni. Lyftum höfði okkar upp fyrir brúnir hins úrelta asks kalda stríðsins sem allt of mörg láta enn takmarka sína heimsmynd. Tökumst á við ný vandamál með nýjum lausnum, ekki gamaldsags hernaðarhyggju. Meinum það sem við segjum þegar við berjumst gegn loftslagsvá og berjumst líka gegn herhyggjunni. Þar með talið veru Íslands í hernaðarbandalaginu. Ísland úr NATÓ. Kolbeinn Óttarsson Proppé er þingmaður Vinstri grænna.Jónína Riedel situr í stjórn Ungra vinstri grænna.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun