Staða sjúkraþjálfara og talmeinafræðinga Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 25. febrúar 2021 17:45 Í dag 25. febrúar 2021 fór fram á Alþingi umræða um um stöðu sjúkraþjálfara og talmeinafræðinga. Við þingmenn sem sitjum í velferðarnefnd Alþingis fengum fulltrúa þessara aðila til okkar á fund í vikunni og lýstu þau fyrir okkur frekar dökkri mynd, sérstaklega þegar verið var að ræða samskipti við Sjúkratryggingar Íslands, sem við daglega sjáum sem mikilvæga stofnun sem m.a. er ætlað að tryggja aðgengi og gæði þjónustu óháð efnahag. Núna horfum við upp á vaxandi vanda, biðlistar lengjast og reglugerðum er breytt til mikils óhagræðis bæði fyrir þjónustuveitendur og þiggjendur nauðsynlegrar þjónustu. Til að nefna eitt dæmi má benda á að nú nýverið var aflögð bráðameðferð þar sem einstaklingar höfðu tækifæri til þess að sækja tíma hjá sjúkraþjálfara án tilvísunar frá heimilislækni. Þetta fyrirkomulag var vel nýtt en nú er búið að afleggja þetta þannig að nú hefur álag á heilsugæsluna aukist og nóg var nú fyrir. Það er merkilegt að hafa inni ákvæði að sjúkraþjálfarar eigi að hafa tveggja ára starfreynslu í 80% starfshlutfalli hið minnsta hjá hinu opinbera til að komast á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands. Það þýðir að sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar eiga enga von og þetta bitnar mest á minni stöðum á landsbyggðinni. Svar heilbrigðisráðherra við þessu var að nú væri búið að setja á stofn þverfagleg endurhæfingarteymi við heilsugæslurnar í landinu og það er gott en það breytir ekki því að íbúar á landsbyggðinni hafa ekki val um meðferðaraðila meðan að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa það val. Þeir geta áfram sótt endurhæfingu eða forvarnir til sjúkraþjálfara í einkarekstri. Það er mikilvægt að halda því til haga að einkarekstur er hluti af opinbera kerfinu svo framarlega sem Sjúkratryggingar Íslands semji við viðkomandi aðila. Þar stendur hnífurinn í kúnni, illa tekst að semja, Sjúkratryggingar Íslands herða skrúfuna, eins og er búum við við tvöfalt kerfi, kerfi sem búið var til og hannað af núverandi heilbrigðisráðherra, ábyrgðin er ráðherrans, nægir þar að nefna liðskiptaaðgerðir, sögu sem flestir þekkja því miður. Auk þessa snéri umræða dagsins að stöðu talmeinafræðinga, sömu kvaðir blasa við og enn og aftur er landsbyggðin undir, sérstaklega minni staðir. Nefndi ráðherra að Sjúkratryggingar Íslands væru að huga að fyrirtækjasamningum við talmeinafræðinga þannig að samið væri við einstaka fræðinga. Einnig nefndi heilbrigðisráðherra starfshóp sem mun skila tillögum fljótlega þar sem sérstaklega verði fjallað um stöðu landsbyggðarinnar og að möguleikar fjarheilbirgðisþjónustu hefði verið nefndur í því sambandi. Þessi svör ráðherra benda til algerrar uppgjafar, í stað þess að afnema kvaðirnar verður flækjustigið aukið. Það er sannað að snemmtæk íhlutun skiptir máli, við erum að ræða börn og því sætir það furðu að slíkar girðingar séu settar upp sem gera ekkert annað en að auka vandann auka biðina og vonleysið. Gjáin mun stækka milli landsbyggðar og höfuðborgar ef ekki næst að vinda ofan af þessum áformum. Fólk mun hugsa sig tvisvar um hvar það kýs að búa ef viðunnandi þjónusta er ekki fyrir hendi, þetta eru þeir hlutir sem skipta fólk máli og ráðherra ber að hlusta. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í dag 25. febrúar 2021 fór fram á Alþingi umræða um um stöðu sjúkraþjálfara og talmeinafræðinga. Við þingmenn sem sitjum í velferðarnefnd Alþingis fengum fulltrúa þessara aðila til okkar á fund í vikunni og lýstu þau fyrir okkur frekar dökkri mynd, sérstaklega þegar verið var að ræða samskipti við Sjúkratryggingar Íslands, sem við daglega sjáum sem mikilvæga stofnun sem m.a. er ætlað að tryggja aðgengi og gæði þjónustu óháð efnahag. Núna horfum við upp á vaxandi vanda, biðlistar lengjast og reglugerðum er breytt til mikils óhagræðis bæði fyrir þjónustuveitendur og þiggjendur nauðsynlegrar þjónustu. Til að nefna eitt dæmi má benda á að nú nýverið var aflögð bráðameðferð þar sem einstaklingar höfðu tækifæri til þess að sækja tíma hjá sjúkraþjálfara án tilvísunar frá heimilislækni. Þetta fyrirkomulag var vel nýtt en nú er búið að afleggja þetta þannig að nú hefur álag á heilsugæsluna aukist og nóg var nú fyrir. Það er merkilegt að hafa inni ákvæði að sjúkraþjálfarar eigi að hafa tveggja ára starfreynslu í 80% starfshlutfalli hið minnsta hjá hinu opinbera til að komast á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands. Það þýðir að sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar eiga enga von og þetta bitnar mest á minni stöðum á landsbyggðinni. Svar heilbrigðisráðherra við þessu var að nú væri búið að setja á stofn þverfagleg endurhæfingarteymi við heilsugæslurnar í landinu og það er gott en það breytir ekki því að íbúar á landsbyggðinni hafa ekki val um meðferðaraðila meðan að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa það val. Þeir geta áfram sótt endurhæfingu eða forvarnir til sjúkraþjálfara í einkarekstri. Það er mikilvægt að halda því til haga að einkarekstur er hluti af opinbera kerfinu svo framarlega sem Sjúkratryggingar Íslands semji við viðkomandi aðila. Þar stendur hnífurinn í kúnni, illa tekst að semja, Sjúkratryggingar Íslands herða skrúfuna, eins og er búum við við tvöfalt kerfi, kerfi sem búið var til og hannað af núverandi heilbrigðisráðherra, ábyrgðin er ráðherrans, nægir þar að nefna liðskiptaaðgerðir, sögu sem flestir þekkja því miður. Auk þessa snéri umræða dagsins að stöðu talmeinafræðinga, sömu kvaðir blasa við og enn og aftur er landsbyggðin undir, sérstaklega minni staðir. Nefndi ráðherra að Sjúkratryggingar Íslands væru að huga að fyrirtækjasamningum við talmeinafræðinga þannig að samið væri við einstaka fræðinga. Einnig nefndi heilbrigðisráðherra starfshóp sem mun skila tillögum fljótlega þar sem sérstaklega verði fjallað um stöðu landsbyggðarinnar og að möguleikar fjarheilbirgðisþjónustu hefði verið nefndur í því sambandi. Þessi svör ráðherra benda til algerrar uppgjafar, í stað þess að afnema kvaðirnar verður flækjustigið aukið. Það er sannað að snemmtæk íhlutun skiptir máli, við erum að ræða börn og því sætir það furðu að slíkar girðingar séu settar upp sem gera ekkert annað en að auka vandann auka biðina og vonleysið. Gjáin mun stækka milli landsbyggðar og höfuðborgar ef ekki næst að vinda ofan af þessum áformum. Fólk mun hugsa sig tvisvar um hvar það kýs að búa ef viðunnandi þjónusta er ekki fyrir hendi, þetta eru þeir hlutir sem skipta fólk máli og ráðherra ber að hlusta. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson Skoðun