Eftiráskýringar Ragnars Þórs í aðdraganda formannskjörs í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar 2. mars 2021 22:30 Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, hefur ítrekað haldið þeim eftiráskýringum fram í viðtölum í aðdraganda formannskjörs í VR að við sem sátum í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) þegar stjórnin tók ákvörðun um að hækka breytilega vexti verðtryggðra sjóðfélagalána úr 2,06% í 2,26% hefðum brotið lög og það því orðið til þess að við vorum svipt umboði til stjórnarsetu. Þá hefur Ragnar Þór ennfremur staðhæft að hann hafi margoft bent okkur á að vaxtaákvörðunin bryti í bága við lög en við ekki hlustað á þær viðvaranir. Báðar þessar fullyrðingar Ragnars eru rangar og vill undirritaður því koma eftirfarandi á framfæri. Tilraun Ragnars Þórs til skuggastjórnunar Ástæðan sem gefin var upp á sínum tíma fyrir því að svipta stjórnarmenn umboði sínu var sú að við hefðum samþykkt hækkun vaxtanna þegar Seðlabanki var að lækka stýrivexti, við værum að bregðast okkar hlutverki og vinna gegn Lífskjarasamningnum og því hafi orðið trúnaðarbrestur milli okkar og VR að mati Ragnars. Vaxtaákvörðun okkar væri hrein geðþóttaákvörðun og ekki væru nein rök sem lægju þar að baki. Ekkert var minnst á lögbrot í því sambandi. Undirritaður telur reyndar að ástæða þess að koma þurfti okkur frá hafi verið sú að Ragnari hafi mislíkað að við fulltrúar sem VR skipaði á sínum tíma bárum ekki einstakar ákvarðanir á sviði stjórnar LV sérstaklega undir hann, en slíkt hefði ekki verið í takt við góða stjórnarhætti, lög um lífeyrissjóði né heldur starfsreglur sjóðsins og getur því ekki talist til annars en tilraunar til skuggastjórnunar að hálfu Ragnars. Þessu til áréttingar má benda á að Ragnar hótaði núverandi stjórnarmönnum að hann myndi sjá til þess að þeir yrðu sviptir umboði ef þeir tækju ákvörðun um að fjárfesta í Icelandair í hlutafjárútboði sl. haust. Fullyrðingu Ragnars Þórs vísað á bug Eins og fram hefur komið á vef LV byggði ákvörðun stjórnar, á þessum tíma, um nýtt vaxtaviðmið á því að það vaxtaviðmið sem miðað hafði verið við um langt árabil, þ.e. ávöxtunarkrafa skuldabréfaflokksins HFF150434, væri orðið óskilvirkt. Markmiðið með nýju viðmiði var að móta eins hlutlægan grunn að vaxtaákvörðun og kostur væri. Í því sambandi var því miðað við ávöxtunarkröfu virks flokks verðtryggðra ríkisskuldabréfa að viðbættu álagi sem samanstæði af álagi með tilliti til sértryggðra skuldabréfa, seljanleikaálags, uppgreiðsluálags og umsýsluálags. Því vísa ég líka þeirri fullyrðingu Ragnars Þórs á bug að um geðþóttaákvörðun stjórnar hafi verið að ræða og að stjórn hafi svo ætlað í framhaldi að ákveða án nokkurra raka eða viðmiða breytilega vexti verðtryggðra lána. Neytendastofa birti ákvörðun sína 7 mánuðum eftir að stjórnarmenn voru sviptir umboði sínu Neytendastofu bárust svo ábendingar frá lánþega um þessa ákvörðun stjórnar LV og Neytendastofa ákvað að taka málið til skoðunar. Neytendastofa birti ákvörðun sína þann 19. desember 2019 eða tæpum 7 mánuðum eftir að ákveðið var að koma okkur stjórnarmönnunum frá. Samkvæmt ákvörðuninni hafði hluti skuldabréfa, með verðtryggða breytilega vexti, ekki að geyma fullnægjandi ákvæði til grundvallar vaxtabreytingunni þar sem þau uppfylltu ekki ákvæði laga um neytendalán nr. 121/1994 annars vegar og nr. 33/2013 hins vegar. Fram kom í ákvörðuninni að breytingar sem hafi verið gerðar á vöxtum lánanna frá útgáfu skuldabréfanna hafi „ ... heilt yfir þó verið til hagsbóta fyrir neytendur enda hafi vextir lækkað verulega á gildistímanum.“ Neytendastofa taldi því ekki vera tilefni til frekari aðgerða. Hlutverk sjóðsins er að ávaxta eignir sjóðfélaga Stjórn LV ákvað síðan 3. október 2019 að hætta að bjóða upp á ný lán með verðtryggðum breytilegum vöxtum og ákvað á stjórnarfundi þann 23. janúar 2020 að bregðast við ákvörðun Neytendastofu og færa vaxtaviðmið aftur til fyrra horfs. Þar sem vextir samkvæmt því viðmiði hefðu reynst lægri en þeir vextir sem tilkynntir voru í maí 2019 endurgreiddi sjóðurinn þeim lántökum mismuninn. Stjórn LV á hverjum tíma hefur ávallt lagt áherslu á að starfa í samræmi við ákvæði laga og viðurkennd viðmið sem varða rekstur sjóðsins. Hlutverk sjóðsins er að ávaxta eignir sjóðfélaga með réttum og skilvirkum hætti. Liður í því er að veita sjóðfélögum lán á kjörum sem teljast vel samkeppnishæf. Garðabær 28.2.2021 Höfundur er VR félagi og fyrrum stjórnarmaður í VR og Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, hefur ítrekað haldið þeim eftiráskýringum fram í viðtölum í aðdraganda formannskjörs í VR að við sem sátum í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) þegar stjórnin tók ákvörðun um að hækka breytilega vexti verðtryggðra sjóðfélagalána úr 2,06% í 2,26% hefðum brotið lög og það því orðið til þess að við vorum svipt umboði til stjórnarsetu. Þá hefur Ragnar Þór ennfremur staðhæft að hann hafi margoft bent okkur á að vaxtaákvörðunin bryti í bága við lög en við ekki hlustað á þær viðvaranir. Báðar þessar fullyrðingar Ragnars eru rangar og vill undirritaður því koma eftirfarandi á framfæri. Tilraun Ragnars Þórs til skuggastjórnunar Ástæðan sem gefin var upp á sínum tíma fyrir því að svipta stjórnarmenn umboði sínu var sú að við hefðum samþykkt hækkun vaxtanna þegar Seðlabanki var að lækka stýrivexti, við værum að bregðast okkar hlutverki og vinna gegn Lífskjarasamningnum og því hafi orðið trúnaðarbrestur milli okkar og VR að mati Ragnars. Vaxtaákvörðun okkar væri hrein geðþóttaákvörðun og ekki væru nein rök sem lægju þar að baki. Ekkert var minnst á lögbrot í því sambandi. Undirritaður telur reyndar að ástæða þess að koma þurfti okkur frá hafi verið sú að Ragnari hafi mislíkað að við fulltrúar sem VR skipaði á sínum tíma bárum ekki einstakar ákvarðanir á sviði stjórnar LV sérstaklega undir hann, en slíkt hefði ekki verið í takt við góða stjórnarhætti, lög um lífeyrissjóði né heldur starfsreglur sjóðsins og getur því ekki talist til annars en tilraunar til skuggastjórnunar að hálfu Ragnars. Þessu til áréttingar má benda á að Ragnar hótaði núverandi stjórnarmönnum að hann myndi sjá til þess að þeir yrðu sviptir umboði ef þeir tækju ákvörðun um að fjárfesta í Icelandair í hlutafjárútboði sl. haust. Fullyrðingu Ragnars Þórs vísað á bug Eins og fram hefur komið á vef LV byggði ákvörðun stjórnar, á þessum tíma, um nýtt vaxtaviðmið á því að það vaxtaviðmið sem miðað hafði verið við um langt árabil, þ.e. ávöxtunarkrafa skuldabréfaflokksins HFF150434, væri orðið óskilvirkt. Markmiðið með nýju viðmiði var að móta eins hlutlægan grunn að vaxtaákvörðun og kostur væri. Í því sambandi var því miðað við ávöxtunarkröfu virks flokks verðtryggðra ríkisskuldabréfa að viðbættu álagi sem samanstæði af álagi með tilliti til sértryggðra skuldabréfa, seljanleikaálags, uppgreiðsluálags og umsýsluálags. Því vísa ég líka þeirri fullyrðingu Ragnars Þórs á bug að um geðþóttaákvörðun stjórnar hafi verið að ræða og að stjórn hafi svo ætlað í framhaldi að ákveða án nokkurra raka eða viðmiða breytilega vexti verðtryggðra lána. Neytendastofa birti ákvörðun sína 7 mánuðum eftir að stjórnarmenn voru sviptir umboði sínu Neytendastofu bárust svo ábendingar frá lánþega um þessa ákvörðun stjórnar LV og Neytendastofa ákvað að taka málið til skoðunar. Neytendastofa birti ákvörðun sína þann 19. desember 2019 eða tæpum 7 mánuðum eftir að ákveðið var að koma okkur stjórnarmönnunum frá. Samkvæmt ákvörðuninni hafði hluti skuldabréfa, með verðtryggða breytilega vexti, ekki að geyma fullnægjandi ákvæði til grundvallar vaxtabreytingunni þar sem þau uppfylltu ekki ákvæði laga um neytendalán nr. 121/1994 annars vegar og nr. 33/2013 hins vegar. Fram kom í ákvörðuninni að breytingar sem hafi verið gerðar á vöxtum lánanna frá útgáfu skuldabréfanna hafi „ ... heilt yfir þó verið til hagsbóta fyrir neytendur enda hafi vextir lækkað verulega á gildistímanum.“ Neytendastofa taldi því ekki vera tilefni til frekari aðgerða. Hlutverk sjóðsins er að ávaxta eignir sjóðfélaga Stjórn LV ákvað síðan 3. október 2019 að hætta að bjóða upp á ný lán með verðtryggðum breytilegum vöxtum og ákvað á stjórnarfundi þann 23. janúar 2020 að bregðast við ákvörðun Neytendastofu og færa vaxtaviðmið aftur til fyrra horfs. Þar sem vextir samkvæmt því viðmiði hefðu reynst lægri en þeir vextir sem tilkynntir voru í maí 2019 endurgreiddi sjóðurinn þeim lántökum mismuninn. Stjórn LV á hverjum tíma hefur ávallt lagt áherslu á að starfa í samræmi við ákvæði laga og viðurkennd viðmið sem varða rekstur sjóðsins. Hlutverk sjóðsins er að ávaxta eignir sjóðfélaga með réttum og skilvirkum hætti. Liður í því er að veita sjóðfélögum lán á kjörum sem teljast vel samkeppnishæf. Garðabær 28.2.2021 Höfundur er VR félagi og fyrrum stjórnarmaður í VR og Lífeyrissjóði verzlunarmanna.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun