„Mamma mín elskar bara litlu systur mína“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 6. mars 2021 10:00 Aníta Da Silva er viðmælandi Andreu Eyland í nýjasta hlaðvarpsþætti Kviknar. Þær ræða um erfiða æsku Anítu, tengslarof og dásamlegt samband hennar við son sinn. „Ég er fyrsta barnið hennar og hún upplifði aldrei nein tengsl við mig. Kom heim af fæðingardeilinni, lagði mig niður og fór inn í herbergi. Hún skipti sér ekkert af mér eftir það þangað til hún fór af heimilinu þegar ég var sjö ára,“ segir Aníta Da Silva í nýjasta hlaðvarpsþættinum Kviknar. Aníta, sem á portúgalska móður og íslenskan föður, segir heimilislífið hafa verið erfitt frá því að hún man eftir sér. Móðir hennar var mjög veik af þunglyndi og faðir hennar virkur alkóhólisti. „Hún lét föður minn fara á milli herbergja með skilaboð til mín,“ segir Aníta þegar hún reynir að lýsa sambandi þeirra mæðgna. Þegar Aníta vildi svo eiga samskipti við móður sína þurftu þau einnig að fara í gegnum föður hennar. Þó Aníta hafi verið mjög ung segist hún muna það hversu erfitt það hafi verið að ná ekki sambandi við móður sína. „Það eru til myndbandsupptökur, ég er að kalla á hana og hún svarar mér ekki. Svona man ég eftir henni. Hún svaraði mér aldrei. Ég bara: Mamma, mamma! - Þangað til allt í einu, HVAÐ?“ Hún togaði reglulega í hárið á mér ef ég leiðrétti íslenskuna hennar, sem hún þó vildi að við gerðum. Þetta var allt mjög furðulegt. Pabbi reyndi að fá hana til að leita sér hjálpar. Móðir Anítu fór í sálfræðitíma að frumkvæði föður hennar og segir Aníta sálfræðinginn hafa rætt við föður hennar eftir tímann. „Hann sagði honum að þessi kona myndi aldrei losna við sína djöfla af sínu baki og hún myndi aldrei opna sig.“ Þegar Aníta er spurð hvort að hún finni fyrir reiði í garð móður sinnar segist hún eiga erfitt með reiðina. Hér er Aníta með eins árs gömlum syni sínum en Aníta segist hafa upplifað mjög erfiðar tilfinningar á meðgöngunni, hún óttaðist meðal annars að hún myndi ekki tengja við hann. „Getur maður verið reiður? Já, ég get leyft mér að vera sár en ég á erfitt með það að vera reið því þetta er bara veikur einstaklingur. En þú samt togar ekki í hárið á tveggja ára barninu þínu.“ Þegar Aníta var tveggja og hálfs árs fór fjölskyldan í frí til Portúgal og þar var Aníta mjög hætt komin. Ég var næstum því dáin. Hún sat bara á ströndinni að reykja sígó og horfði á mig hlaupa út í risastóra öldu og hún gerði ekkert. Faðir hennar sem var ósyndur brást þó strax við þegar hann áttaði sig á því hvað var að gerast og hljóp af stað. „Hann fór út í sjóinn í öllum fötunum. Þetta munaði engu. Hann rétt náði mér.“ Móðir Anítu passaði sig alltaf á því að halda henni í ákveðinni fjarlægð og horfði lítið sem ekkert í augu hennar. „Hún gat ekki setið nálægt mér eða haft mig í fanginu. Svo þegar litla systir mín fæddist þá breyttist það.“ Aníta segist aldrei hafa upplifað neina ást frá móður sinni en þegar litla systir hennar fæddist þá hafi móðir hennar greinilega náð einhverri tengingu við hana. Aníta viðurkennir að falla stundum í þann þankagang að hugsa um það af hverju móðir hennar hafi elskað litlu systur hennar en ekki sig. „Hún er rólegri. Ég er svona ADHD-barn. Hún er kannski undirgefnari en ég og kannski fannst henni þægilegra að móta hana eftir sínu. Það var kannski ekki hægt að segja mér til.“ Þegar Aníta er spurð hvort að hún kenni sér um það að mamma hennar hafi ekki elskað sig hugsar hún sig aðeins um og svarar svo: Jú, eða nei. Þetta er svo flókið. Hvernig getur þú ekki elskað barnið þitt? Lítið barn hugsar bara, af hverju elskar mamma mig ekki? Hvað gerði ég? Þetta er hugsunarháttur lítils barns. Það tók mig mörg ár að komast yfir þennan hól. Aníta segir föður sinn hafa átt mjög kalda æsku og hafa lítið sem ekkert gefið af sér ást þó að hann hafi í raun verið eini umsjónaraðili þeirra systra fyrstu árin. Hún segir hann líta mjög vel út útávið og vera vin margra þjóðþekktra einstaklinga. „Hann hefur staðið sig vel í sinni grein, listinni. Börnin hafa aldrei verið í forgangi hjá honum. Ekkert af okkur, við erum fjögur.“ Þegar Aníta var sex ára gömul fékk hún taugaáfall. Hún segist hafa nánast læst sig inni í herbergi í tíu mánuði. „Ég mætti ekki í skólann, það var bara búið að reyna allt. Kennararnir voru búnir að reyna að koma að ná í mig.“ Það var fyrst þarna sem utanaðkomandi aðstoð kom inn í líf systranna og segist Aníta oft hugsi yfir því hvernig fólk gat látið það vera að skipta sér af og tilkynna vanræksluna. „Þarna kemur inn fósturmamma okkar, bjargvætturinn okkar,“ segir Aníta þegar hún lýsir því þegar kona sem síðar varð fósturmóðir þeirra systra, var fengin til þess að aðstoða hana við að mæta í skólann. Fyrst var hún fengin til að koma og sitja með mér i skólanum. Það var fyrst haldið að það væri vandamálið, að ég gæti ekki verið í skólanum. En svo var hún fljót að sjá að það var mjög sjúkt umhverfi heima. Litla systir mín hafði til dæmis aldrei verið á leikskóla en þarna var hún fjögurra ára. „Mamma mín elskar bara litlu systur mína“ var eitt af því fyrsta sem Aníta segist hafa sagt við fósturmömmu sína þegar hún kynntist henni. Hún lýsir því einnig að hún hafi fljótt sagt við hana að hún vildi óska þess að hún væri mamma sín. Aníta segist hafa fundið strax fyrir óendanlegri ást þegar hún sá barnið sitt í fyrsta skipti og eiga þau dásamlegt og náið samband. Móðir Anítu flutti svo af heimilinu þegar Aníta var sjö ára og reyndi hún þá að taka yngri systur Anítu með sér. Þennan atburð segir Aníta sitja fast á sálinni og hafa verið mikið áfall. „Daginn sem hún ákvað að fara dregur hún systur mína á hálsinum niður götuna okkar. Allir nágrannarnir komu út og heyrðu öskrin. Hún ætlaði bara að taka hana. En svo náðum við að stoppa hana, ég og pabbi. Hún gafst svo upp og hljóp í burtu.“ Systurnar enduðu í varanlegu fóstri hjá fósturmóður sinni eftir margra ára baráttu við kerfið og segist Aníta ekki enn skilja það af hverju þær hafi alltaf verið sendar aftur til föður síns þar sem augljóslega enginn var hæfur til að sjá um þær þar. Hún segir fósturmóður sína hafa þurft að skila þeim aftur til að gefa föðurnum annað tækifæri. En iðulega tók hann á móti þeim drukkinn og í slæmu ástandi. Hún segir það mjög sorglegt að hugsa til þess í dag að þær systur hafi stundum eitt mörgum klukkutímum einar með föður sínum á bar, hann mjög drukkinn og enginn skipti sér af þeim. Í dag á Aníta lítinn eins árs gamlan strák sem hún á í dásamlegu sambandi við. Hún lýsir því hvernig henni tókst að yfirstíga óttann sem hún upplifði á meðgöngunni að verða eins og móðir sín og finna ekki tengslin við barn sitt. „Ég var svo hrædd um að ég yrði eins og hún, að ég myndi hata hann,“ segir Aníta þegar hún rifjar upp þær erfiðu tilfinningar sem hún þurfti að takast á við á meðgöngunni. Hún lýsir einnig stundinni þegar hún sá barnið sitt í fyrsta skipti og hvernig hún hafi strax fundið fyrir óendanlegri ást. Aníta gefur með sögu sinni öðrum von um að tengslarof í æsku þurfi ekki að yfirfærast til næstu kynslóðar. Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Kviknar Börn og uppeldi Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Aníta, sem á portúgalska móður og íslenskan föður, segir heimilislífið hafa verið erfitt frá því að hún man eftir sér. Móðir hennar var mjög veik af þunglyndi og faðir hennar virkur alkóhólisti. „Hún lét föður minn fara á milli herbergja með skilaboð til mín,“ segir Aníta þegar hún reynir að lýsa sambandi þeirra mæðgna. Þegar Aníta vildi svo eiga samskipti við móður sína þurftu þau einnig að fara í gegnum föður hennar. Þó Aníta hafi verið mjög ung segist hún muna það hversu erfitt það hafi verið að ná ekki sambandi við móður sína. „Það eru til myndbandsupptökur, ég er að kalla á hana og hún svarar mér ekki. Svona man ég eftir henni. Hún svaraði mér aldrei. Ég bara: Mamma, mamma! - Þangað til allt í einu, HVAÐ?“ Hún togaði reglulega í hárið á mér ef ég leiðrétti íslenskuna hennar, sem hún þó vildi að við gerðum. Þetta var allt mjög furðulegt. Pabbi reyndi að fá hana til að leita sér hjálpar. Móðir Anítu fór í sálfræðitíma að frumkvæði föður hennar og segir Aníta sálfræðinginn hafa rætt við föður hennar eftir tímann. „Hann sagði honum að þessi kona myndi aldrei losna við sína djöfla af sínu baki og hún myndi aldrei opna sig.“ Þegar Aníta er spurð hvort að hún finni fyrir reiði í garð móður sinnar segist hún eiga erfitt með reiðina. Hér er Aníta með eins árs gömlum syni sínum en Aníta segist hafa upplifað mjög erfiðar tilfinningar á meðgöngunni, hún óttaðist meðal annars að hún myndi ekki tengja við hann. „Getur maður verið reiður? Já, ég get leyft mér að vera sár en ég á erfitt með það að vera reið því þetta er bara veikur einstaklingur. En þú samt togar ekki í hárið á tveggja ára barninu þínu.“ Þegar Aníta var tveggja og hálfs árs fór fjölskyldan í frí til Portúgal og þar var Aníta mjög hætt komin. Ég var næstum því dáin. Hún sat bara á ströndinni að reykja sígó og horfði á mig hlaupa út í risastóra öldu og hún gerði ekkert. Faðir hennar sem var ósyndur brást þó strax við þegar hann áttaði sig á því hvað var að gerast og hljóp af stað. „Hann fór út í sjóinn í öllum fötunum. Þetta munaði engu. Hann rétt náði mér.“ Móðir Anítu passaði sig alltaf á því að halda henni í ákveðinni fjarlægð og horfði lítið sem ekkert í augu hennar. „Hún gat ekki setið nálægt mér eða haft mig í fanginu. Svo þegar litla systir mín fæddist þá breyttist það.“ Aníta segist aldrei hafa upplifað neina ást frá móður sinni en þegar litla systir hennar fæddist þá hafi móðir hennar greinilega náð einhverri tengingu við hana. Aníta viðurkennir að falla stundum í þann þankagang að hugsa um það af hverju móðir hennar hafi elskað litlu systur hennar en ekki sig. „Hún er rólegri. Ég er svona ADHD-barn. Hún er kannski undirgefnari en ég og kannski fannst henni þægilegra að móta hana eftir sínu. Það var kannski ekki hægt að segja mér til.“ Þegar Aníta er spurð hvort að hún kenni sér um það að mamma hennar hafi ekki elskað sig hugsar hún sig aðeins um og svarar svo: Jú, eða nei. Þetta er svo flókið. Hvernig getur þú ekki elskað barnið þitt? Lítið barn hugsar bara, af hverju elskar mamma mig ekki? Hvað gerði ég? Þetta er hugsunarháttur lítils barns. Það tók mig mörg ár að komast yfir þennan hól. Aníta segir föður sinn hafa átt mjög kalda æsku og hafa lítið sem ekkert gefið af sér ást þó að hann hafi í raun verið eini umsjónaraðili þeirra systra fyrstu árin. Hún segir hann líta mjög vel út útávið og vera vin margra þjóðþekktra einstaklinga. „Hann hefur staðið sig vel í sinni grein, listinni. Börnin hafa aldrei verið í forgangi hjá honum. Ekkert af okkur, við erum fjögur.“ Þegar Aníta var sex ára gömul fékk hún taugaáfall. Hún segist hafa nánast læst sig inni í herbergi í tíu mánuði. „Ég mætti ekki í skólann, það var bara búið að reyna allt. Kennararnir voru búnir að reyna að koma að ná í mig.“ Það var fyrst þarna sem utanaðkomandi aðstoð kom inn í líf systranna og segist Aníta oft hugsi yfir því hvernig fólk gat látið það vera að skipta sér af og tilkynna vanræksluna. „Þarna kemur inn fósturmamma okkar, bjargvætturinn okkar,“ segir Aníta þegar hún lýsir því þegar kona sem síðar varð fósturmóðir þeirra systra, var fengin til þess að aðstoða hana við að mæta í skólann. Fyrst var hún fengin til að koma og sitja með mér i skólanum. Það var fyrst haldið að það væri vandamálið, að ég gæti ekki verið í skólanum. En svo var hún fljót að sjá að það var mjög sjúkt umhverfi heima. Litla systir mín hafði til dæmis aldrei verið á leikskóla en þarna var hún fjögurra ára. „Mamma mín elskar bara litlu systur mína“ var eitt af því fyrsta sem Aníta segist hafa sagt við fósturmömmu sína þegar hún kynntist henni. Hún lýsir því einnig að hún hafi fljótt sagt við hana að hún vildi óska þess að hún væri mamma sín. Aníta segist hafa fundið strax fyrir óendanlegri ást þegar hún sá barnið sitt í fyrsta skipti og eiga þau dásamlegt og náið samband. Móðir Anítu flutti svo af heimilinu þegar Aníta var sjö ára og reyndi hún þá að taka yngri systur Anítu með sér. Þennan atburð segir Aníta sitja fast á sálinni og hafa verið mikið áfall. „Daginn sem hún ákvað að fara dregur hún systur mína á hálsinum niður götuna okkar. Allir nágrannarnir komu út og heyrðu öskrin. Hún ætlaði bara að taka hana. En svo náðum við að stoppa hana, ég og pabbi. Hún gafst svo upp og hljóp í burtu.“ Systurnar enduðu í varanlegu fóstri hjá fósturmóður sinni eftir margra ára baráttu við kerfið og segist Aníta ekki enn skilja það af hverju þær hafi alltaf verið sendar aftur til föður síns þar sem augljóslega enginn var hæfur til að sjá um þær þar. Hún segir fósturmóður sína hafa þurft að skila þeim aftur til að gefa föðurnum annað tækifæri. En iðulega tók hann á móti þeim drukkinn og í slæmu ástandi. Hún segir það mjög sorglegt að hugsa til þess í dag að þær systur hafi stundum eitt mörgum klukkutímum einar með föður sínum á bar, hann mjög drukkinn og enginn skipti sér af þeim. Í dag á Aníta lítinn eins árs gamlan strák sem hún á í dásamlegu sambandi við. Hún lýsir því hvernig henni tókst að yfirstíga óttann sem hún upplifði á meðgöngunni að verða eins og móðir sín og finna ekki tengslin við barn sitt. „Ég var svo hrædd um að ég yrði eins og hún, að ég myndi hata hann,“ segir Aníta þegar hún rifjar upp þær erfiðu tilfinningar sem hún þurfti að takast á við á meðgöngunni. Hún lýsir einnig stundinni þegar hún sá barnið sitt í fyrsta skipti og hvernig hún hafi strax fundið fyrir óendanlegri ást. Aníta gefur með sögu sinni öðrum von um að tengslarof í æsku þurfi ekki að yfirfærast til næstu kynslóðar. Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar Börn og uppeldi Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið