Söngvari Entombed er látinn Atli Ísleifsson og Hjalti Freyr Ragnarsson skrifa 8. mars 2021 11:37 Lars-Göran Petrov á tónleikum í Osló árið 2019. Getty/Per-Otto Oppi Sænski söngvarinn Lars-Göran Petrov, betur þekktur sem L-G Petrov, er látinn, 49 ára að aldri. Hann var söngvari þungarokkssveitarinnar Entombed og síðar Entombed A.D. Petrov, sem átti rætur að rekja til Makedóníu, lést af völdum krabbameins í gallrás. Greint er frá dauða Petrovs á Facebook-síðu Entombed A.D. We are devastated to announce that our beloved friend Lars-Göran Petrov has left us. Our brother, leader,...Posted by Entombed A.D. on Monday, 8 March 2021 Dauðarokkssveitin var stofnuð árið árið 1987 undir nafninu Nihilist, en árið 1989 var nafni hennar breytt í Entombed. Árið 2014 var Entombed A.D. stofnuð eftir að gítarleikarinn Alex Hellid hafði sagt skilið við sveitina. Sveitin var ásamt Dismember, Unleashed og fleirum mikilvægur hlekkur í bylgju af sænsku dauðarokki sem átti meira skylt við harðkjarnapönk en amerísk hliðstæða þess. Sænski dauðarokkshljómurinn einkenndist af „vélsagargítörum“, gítarhljómi sem var náð fram með því að spila í gegnum Boss HM-2 gítarfetil með alla takkana skrúfaða í botn. Sveitin kom þrívegis hingað til lands til að spila, og tróð upp á Nasa 2006, í Iðnó 2009 og á Gamla Gauknum 2012. Ein þekktasta plata Entombed og þrekvirki innan svokallaðs sænsks dauðarokks er fyrsta stóra plata þeirra Left Hand Path sem gefin var út árið 1990. w Árið 1993 kom út þriðja stóra plata sveitarinnar sem hljómaði töluvert öðruvísi en fyrri plötur, Wolverine Blues. Þá fór sveitin að blanda meiri rokki, pönki og hefðbundnu þungarokki í sænska dauðarokkshljóminn og úr varð eitthvað sem kallað hefur verið death 'n' roll, eða dauði og ról. Auk þessa trommaði Lars Göran um tíma í sveitinni Morbid, sem innihélt söngvarann Per Yngve Ohlin sem þekktari er sem Dead. Dead var síðar söngvari hljómsveitarinnar Mayhem og er eftirminnileg fígúra úr svokallaðri norskri svartmálssenu. Svíþjóð Andlát Tónlist Mest lesið Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Kvöddu með stæl Lífið Orð ársins vísar til rotnunar heilans Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Fleiri fréttir Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Sjá meira
Petrov, sem átti rætur að rekja til Makedóníu, lést af völdum krabbameins í gallrás. Greint er frá dauða Petrovs á Facebook-síðu Entombed A.D. We are devastated to announce that our beloved friend Lars-Göran Petrov has left us. Our brother, leader,...Posted by Entombed A.D. on Monday, 8 March 2021 Dauðarokkssveitin var stofnuð árið árið 1987 undir nafninu Nihilist, en árið 1989 var nafni hennar breytt í Entombed. Árið 2014 var Entombed A.D. stofnuð eftir að gítarleikarinn Alex Hellid hafði sagt skilið við sveitina. Sveitin var ásamt Dismember, Unleashed og fleirum mikilvægur hlekkur í bylgju af sænsku dauðarokki sem átti meira skylt við harðkjarnapönk en amerísk hliðstæða þess. Sænski dauðarokkshljómurinn einkenndist af „vélsagargítörum“, gítarhljómi sem var náð fram með því að spila í gegnum Boss HM-2 gítarfetil með alla takkana skrúfaða í botn. Sveitin kom þrívegis hingað til lands til að spila, og tróð upp á Nasa 2006, í Iðnó 2009 og á Gamla Gauknum 2012. Ein þekktasta plata Entombed og þrekvirki innan svokallaðs sænsks dauðarokks er fyrsta stóra plata þeirra Left Hand Path sem gefin var út árið 1990. w Árið 1993 kom út þriðja stóra plata sveitarinnar sem hljómaði töluvert öðruvísi en fyrri plötur, Wolverine Blues. Þá fór sveitin að blanda meiri rokki, pönki og hefðbundnu þungarokki í sænska dauðarokkshljóminn og úr varð eitthvað sem kallað hefur verið death 'n' roll, eða dauði og ról. Auk þessa trommaði Lars Göran um tíma í sveitinni Morbid, sem innihélt söngvarann Per Yngve Ohlin sem þekktari er sem Dead. Dead var síðar söngvari hljómsveitarinnar Mayhem og er eftirminnileg fígúra úr svokallaðri norskri svartmálssenu.
Svíþjóð Andlát Tónlist Mest lesið Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Kvöddu með stæl Lífið Orð ársins vísar til rotnunar heilans Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Fleiri fréttir Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Sjá meira