Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna fimmtán ára Heimsljós 11. mars 2021 14:01 Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna fimmtán ára UN Photo/Perret Neyðarsjóður sameinuðu þjóðanna hefur ráðstafað um 900 milljörðum frá því hann var stofnaður í mars 2006 Í þessum mánuði eru fimmtán ár liðin frá því Sameinuðu þjóðirnar settu á fót sérstakan neyðarsjóð – Central Emergency Response Fund (CERF) – í þeim tilgangi að bregðast í skyndi við mannúðar- og neyðaraðstoð á átakasvæðum og í kjölfar náttúruhamfara. Neyðarsjóðurinn er ein af fjórum áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð. Frá því sjóðurinn var stofnaður í mars 2006 hefur hann ráðstafað um 900 milljörðum bandarískra dala til lífsbjargandi stuðnings við fólk í eitt hundrað þjóðríkjum. Á síðasta ári veitti sjóðurinn matvælaaðstoð til sjö milljóna manna og veitti 5,5 milljónum kvenna og stúlkna vernd á átaka- og hamfarasvæðum. CERF eykur viðbragðsflýti stofnana Sameinuðu þjóðanna og beinir sjónum að undirfjármögnuðum og gleymdum neyðarsvæðum. Sjóðurinn leggur áherslu á snemmtækar og skilvirkar aðgerðir til að draga úr manntjóni og neyð og grípur inn í þar sem neyðin er viðvarandi og gleymd. Í þróunarsamvinnustefnu Íslands er lögð áhersla á fyrirsjáanleg framlög til mannúðaraðstoðar. Í samræmi við þá áherslu endurnýjaði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra á síðasta ári rammasamning við CERF fyrir tímabilið 2020-2023. Ársframlög Íslands til sjóðsins nema 50 milljónum króna á ári en á sérstakri framlagsráðstefnu CERF seint á síðasta ári varð ákveðið að verja 40 milljónum króna í viðbótarframlag til sjóðsins. Frá því að CERF var sett á laggirnar 2006 hefur mannúðarþörf í heiminum aukist margfalt. Þeim sem þurfa á mannúðaraðstoð og vernd að halda hefur fjölgað úr 32 milljónum manns árið 2006 í 260 milljón manns árið 2020, samkvæmt mati Sameinuðu þjóðanna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent
Í þessum mánuði eru fimmtán ár liðin frá því Sameinuðu þjóðirnar settu á fót sérstakan neyðarsjóð – Central Emergency Response Fund (CERF) – í þeim tilgangi að bregðast í skyndi við mannúðar- og neyðaraðstoð á átakasvæðum og í kjölfar náttúruhamfara. Neyðarsjóðurinn er ein af fjórum áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð. Frá því sjóðurinn var stofnaður í mars 2006 hefur hann ráðstafað um 900 milljörðum bandarískra dala til lífsbjargandi stuðnings við fólk í eitt hundrað þjóðríkjum. Á síðasta ári veitti sjóðurinn matvælaaðstoð til sjö milljóna manna og veitti 5,5 milljónum kvenna og stúlkna vernd á átaka- og hamfarasvæðum. CERF eykur viðbragðsflýti stofnana Sameinuðu þjóðanna og beinir sjónum að undirfjármögnuðum og gleymdum neyðarsvæðum. Sjóðurinn leggur áherslu á snemmtækar og skilvirkar aðgerðir til að draga úr manntjóni og neyð og grípur inn í þar sem neyðin er viðvarandi og gleymd. Í þróunarsamvinnustefnu Íslands er lögð áhersla á fyrirsjáanleg framlög til mannúðaraðstoðar. Í samræmi við þá áherslu endurnýjaði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra á síðasta ári rammasamning við CERF fyrir tímabilið 2020-2023. Ársframlög Íslands til sjóðsins nema 50 milljónum króna á ári en á sérstakri framlagsráðstefnu CERF seint á síðasta ári varð ákveðið að verja 40 milljónum króna í viðbótarframlag til sjóðsins. Frá því að CERF var sett á laggirnar 2006 hefur mannúðarþörf í heiminum aukist margfalt. Þeim sem þurfa á mannúðaraðstoð og vernd að halda hefur fjölgað úr 32 milljónum manns árið 2006 í 260 milljón manns árið 2020, samkvæmt mati Sameinuðu þjóðanna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent