Gosið kom Kristínu á óvart Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2021 00:06 Rætt var við Kristínu Jónsdóttur, hópstjóra náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, í beinni útsendingu í aukafréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Gossprungan sem myndast hefur í eldgosinu í Geldingadal á Reykjanesskaga er 500 til 700 metra löng. Hraun rennur í tvær áttir, annars vegar til suðurs og hins vegar til vesturs. Þetta segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, en rætt var við hana í aukafréttatíma Stöðvar 2 nú fyrir skemmstu. Hún var þá nýlent eftir að hafa flogið yfir gosstöðvarnar með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Kristín segir ólíklegt að hraun komi til með að renna nálægt byggð eða að gosið hafi áhrif á innviði á svæðinu. Gosið sé ekki stórt enn sem komið er en það þurfi að bíða og sjá hvernig það þróast og fylgjast með. Jarðskjálftavirkni hefur verið töluvert minni við Fagradalsfjall undanfarna daga en vikurnar tvær á undan. Vísindamenn höfðu því talið að hugsanlega hefðu líkurnar á eldgosi dvínað. Aðspurð hvort það hafi komið á óvart að það byrjaði að gjósa svarar Kristín játandi. „Já, það gerði það en Páll Einarsson var búinn að tala um þeirra reynslu frá Kröflueldum sem var sú að það var einmitt sem það dró úr þessum merkjum sem við höfum séð að hefur dregið úr, þessari aflögun og skjálftavirkninni. Þegar maður heldur að allt sé að verða búið, það er þá sem þetta gerist. Þannig að ég hafði það svo sem alltaf í bakhöfðinu,“ segir Kristín. Kröflueldar voru hrina eldgosa og kvikuhlaupa sem urðu við Kröflu á árunum 1975 til 1984. Spurð út í hvort atburðirnir nú geti varað mjög lengi segir Kristín möguleika á ýmsu. Aftur á móti sé langlíklegast að gosið verði stutt og lítið. „Algengustu gosin standa yfir í einhverja daga eða nokkrar vikur þannig að það er líklegasta sviðsmyndin.“ Eins og áður segir flaug Kristín yfir gosstöðvarnar með þyrlu Gæslunnar í kvöld. Hún segir að þau hafi verið heppin þegar þau komu á staðinn þar sem það hafi aðeins létt til en það er búið að vera lágskýjað. „Við sáum þetta ansi vel. Það er auðvitað mikill bjarmi af gosinu og í þyrlunni þá opnuðum við hurðarnar og maður fann mikinn hita frá þessu. Það var auðvitað mjög magnað að sjá þetta,“ segir Kristín. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Þetta segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, en rætt var við hana í aukafréttatíma Stöðvar 2 nú fyrir skemmstu. Hún var þá nýlent eftir að hafa flogið yfir gosstöðvarnar með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Kristín segir ólíklegt að hraun komi til með að renna nálægt byggð eða að gosið hafi áhrif á innviði á svæðinu. Gosið sé ekki stórt enn sem komið er en það þurfi að bíða og sjá hvernig það þróast og fylgjast með. Jarðskjálftavirkni hefur verið töluvert minni við Fagradalsfjall undanfarna daga en vikurnar tvær á undan. Vísindamenn höfðu því talið að hugsanlega hefðu líkurnar á eldgosi dvínað. Aðspurð hvort það hafi komið á óvart að það byrjaði að gjósa svarar Kristín játandi. „Já, það gerði það en Páll Einarsson var búinn að tala um þeirra reynslu frá Kröflueldum sem var sú að það var einmitt sem það dró úr þessum merkjum sem við höfum séð að hefur dregið úr, þessari aflögun og skjálftavirkninni. Þegar maður heldur að allt sé að verða búið, það er þá sem þetta gerist. Þannig að ég hafði það svo sem alltaf í bakhöfðinu,“ segir Kristín. Kröflueldar voru hrina eldgosa og kvikuhlaupa sem urðu við Kröflu á árunum 1975 til 1984. Spurð út í hvort atburðirnir nú geti varað mjög lengi segir Kristín möguleika á ýmsu. Aftur á móti sé langlíklegast að gosið verði stutt og lítið. „Algengustu gosin standa yfir í einhverja daga eða nokkrar vikur þannig að það er líklegasta sviðsmyndin.“ Eins og áður segir flaug Kristín yfir gosstöðvarnar með þyrlu Gæslunnar í kvöld. Hún segir að þau hafi verið heppin þegar þau komu á staðinn þar sem það hafi aðeins létt til en það er búið að vera lágskýjað. „Við sáum þetta ansi vel. Það er auðvitað mikill bjarmi af gosinu og í þyrlunni þá opnuðum við hurðarnar og maður fann mikinn hita frá þessu. Það var auðvitað mjög magnað að sjá þetta,“ segir Kristín. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira