Taka verður hröð og stór skref Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar 22. mars 2021 20:00 Efnahagsleg áhrif Covid heimsfaraldursins og þær jarðhræringar sem hafa nú orðið á suðvesturhorninu sýna glögglega að tímabært sé að taka stór og hröð skref í uppbyggingu á landsbyggðinni og byggja undir aukna verðmætasköpun. Uppbygging varaflugvalla Fjármunir til uppbyggingu flugvalla hafa að mestu farið í Keflavíkurflugvöll og í ofanálag var 15 milljarða hlutafjáraukning afgreidd til ISAVIA 12.janúar 2021 sem virðist einungis eiga að fara í uppbyggingu tengt Keflavíkurflugvelli. Varaflugvellir hafa lengi setið á hakanum fyrir utan uppbyggingu sem er nú farin af stað á Akureyrarflugvelli en Egilsstaðaflugvöllur situr eftir sem er óásættanlegt. Jarðhræringarnar síðustu daga á suðvesturhorninu sýna okkur mikilvægi þess að hafa örugga varaflugvelli til staðar en við glímum við þá staðreynd að við erum langt á eftir íuppbyggingu varaflugvallafyrir Keflavíkurflugvöll.Tökum nú stór skref í þeirri uppbyggingu í þágu öryggissjónarmiða, ferðaþjónustu, vöruflutninga og aukinna lífsgæða. Ferðaþjónustan Ferðaþjónustan hefur verið gífurlega stór hluti verðmætasköpunar hér á landi með þeirri atvinnusköpun sem henni fylgir. Í Covid heimsfaraldrinum hefur orðið áherslubreyting hjá ferðamönnum en kannanir sýna að efst á lista erlendra ferðamanna eru ferðalög í víðerni náttúrunnar en ekki borgarferðir, eins og tíðkast hefur hingað til. Setjum myndarlega fjármuni í uppbyggingu "ferðamannasegla" á landsbyggðinni ogverðum tilbúin til að taka á móti bólusettum ferðamönnum þegar þeir fara að streyma til landsins út á land í sumar. Grænar fjárfestingar Græna orkan okkar er framtíðin og grundvöllur áhuga erlendra fyrirtækja á möguleikum til gagnavera, framleiðslu á rafhlöðum og vetnisframleiðslu sem gæti haft með sér þúsundir hátæknistarfa ef af verður. Landfræðilegar aðstæður eru mjög hagkvæmar á Íslandi og velja verður svæði án jarðhræringa sem leiðir okkur að landsbyggðinni. Verðmætasköpun Huga þarf að atvinnulífinu sem hefur þurft að bera þungar byrðar í þeim efnahagsþrengingum sem heimsfaraldurinn hefur haft í för með sér á sama tíma og starfskjör hafa stóraukist. Mikilvægt er að horfa til þess að atvinnulífinu verði veitt súrefni til að viðhalda sinni starfsemi, efla og skapa tækfæri fyrir fjölgun fjölbreyttra starfa og horfa til einföldunar regluverksins. Lífsgæðin á landsbyggðinni Sveitarfélögin þurfa einnig að einsetja sér í að byggja áfram upp góða þjónustu á landsbyggðinni, tryggja góða innviði, þjónustu, atvinnutækifæri, nægt húsnæði, leikskólapláss og afþreyingu. Skoska leiðin hefur einnig leitt til niðurgreiðslu flugs fyrir íbúa landsbyggðarinnar að þjónustu á vegum ríkisins í Reykjavík. Leggjumst öll á eitt við að bjóða upp á góð lífsgæði á landsbyggðinni þar sem tækifærin liggja og fjölskylduvænt umhverfi umlykur okkur öll. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Fréttir af flugi Múlaþing Norðausturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Efnahagsleg áhrif Covid heimsfaraldursins og þær jarðhræringar sem hafa nú orðið á suðvesturhorninu sýna glögglega að tímabært sé að taka stór og hröð skref í uppbyggingu á landsbyggðinni og byggja undir aukna verðmætasköpun. Uppbygging varaflugvalla Fjármunir til uppbyggingu flugvalla hafa að mestu farið í Keflavíkurflugvöll og í ofanálag var 15 milljarða hlutafjáraukning afgreidd til ISAVIA 12.janúar 2021 sem virðist einungis eiga að fara í uppbyggingu tengt Keflavíkurflugvelli. Varaflugvellir hafa lengi setið á hakanum fyrir utan uppbyggingu sem er nú farin af stað á Akureyrarflugvelli en Egilsstaðaflugvöllur situr eftir sem er óásættanlegt. Jarðhræringarnar síðustu daga á suðvesturhorninu sýna okkur mikilvægi þess að hafa örugga varaflugvelli til staðar en við glímum við þá staðreynd að við erum langt á eftir íuppbyggingu varaflugvallafyrir Keflavíkurflugvöll.Tökum nú stór skref í þeirri uppbyggingu í þágu öryggissjónarmiða, ferðaþjónustu, vöruflutninga og aukinna lífsgæða. Ferðaþjónustan Ferðaþjónustan hefur verið gífurlega stór hluti verðmætasköpunar hér á landi með þeirri atvinnusköpun sem henni fylgir. Í Covid heimsfaraldrinum hefur orðið áherslubreyting hjá ferðamönnum en kannanir sýna að efst á lista erlendra ferðamanna eru ferðalög í víðerni náttúrunnar en ekki borgarferðir, eins og tíðkast hefur hingað til. Setjum myndarlega fjármuni í uppbyggingu "ferðamannasegla" á landsbyggðinni ogverðum tilbúin til að taka á móti bólusettum ferðamönnum þegar þeir fara að streyma til landsins út á land í sumar. Grænar fjárfestingar Græna orkan okkar er framtíðin og grundvöllur áhuga erlendra fyrirtækja á möguleikum til gagnavera, framleiðslu á rafhlöðum og vetnisframleiðslu sem gæti haft með sér þúsundir hátæknistarfa ef af verður. Landfræðilegar aðstæður eru mjög hagkvæmar á Íslandi og velja verður svæði án jarðhræringa sem leiðir okkur að landsbyggðinni. Verðmætasköpun Huga þarf að atvinnulífinu sem hefur þurft að bera þungar byrðar í þeim efnahagsþrengingum sem heimsfaraldurinn hefur haft í för með sér á sama tíma og starfskjör hafa stóraukist. Mikilvægt er að horfa til þess að atvinnulífinu verði veitt súrefni til að viðhalda sinni starfsemi, efla og skapa tækfæri fyrir fjölgun fjölbreyttra starfa og horfa til einföldunar regluverksins. Lífsgæðin á landsbyggðinni Sveitarfélögin þurfa einnig að einsetja sér í að byggja áfram upp góða þjónustu á landsbyggðinni, tryggja góða innviði, þjónustu, atvinnutækifæri, nægt húsnæði, leikskólapláss og afþreyingu. Skoska leiðin hefur einnig leitt til niðurgreiðslu flugs fyrir íbúa landsbyggðarinnar að þjónustu á vegum ríkisins í Reykjavík. Leggjumst öll á eitt við að bjóða upp á góð lífsgæði á landsbyggðinni þar sem tækifærin liggja og fjölskylduvænt umhverfi umlykur okkur öll. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun