Aron glotti og rifjaði upp rauða spjaldið en Davíð segir spennustigið á góðu róli Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2021 16:00 Davíð Snorri Jónasson stýrir U21-landsliðinu í fyrsta sinn þegar það mætir Rússlandi í Ungverjalandi á morgun. vísir/Sigurjón „Þetta eru miklir fagmenn,“ segir Davíð Snorri Jónasson um lærisveina sína í U21-landsliðinu sem leika sinn fyrsta leik á EM á í Ungverjalandi á morgun. Ísland mætir Rússlandi klukkan 17 á morgun í fyrsta leiknum á EM. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði A-landsliðsins, glotti þegar hann rifjaði upp á blaðamannafundi í Þýskalandi í dag að spennustigið hefði verið hátt þegar hann mætti í sinn fyrsta leik á EM U21-landsliða, í Danmörku fyrir tíu árum. Hann hefði að minnsta kosti fengið rautt spjald í leiknum. Davíð Snorri var spurður hvernig spennustigið væri hjá hinum nýju EM-förum í Ungverjalandi. Hann hefur þjálfað þá í mjög stuttan tíma í U21-landsliðinu en þekkir þá einnig frá störfum sínum með önnur yngri landslið Íslands: „Ég upplifi þetta þannig að það sé góð stemning og góður gír í mönnum, en jafnframt mikil einbeiting. Auðvitað eru menn spenntir og ég finn að spennustigið er á mjög góðu róli. Við erum með gott jafnvægi á milli þess að vera mjög einbeittir og að vera bara við sjálfir,“ sagði Davíð Snorri í Györ í dag. Stærsta sviðið og því fylgir meiri athygli Jón Dagur Þorsteinsson er fyrirliði íslenska liðsins og hlakkar til að berjast við Rússana á morgun. Kórónuveirufaraldurinn kemur í veg fyrir að íslenskir stuðningsmenn geti flykkst til Ungverjalands líkt og þeir gerðu í Danmörku fyrir tíu árum, en Jón Dagur segir menn þó finna áhuga þjóðarinnar. „Auðvitað er þetta stærsta sviðið. Við áttum flotta undankeppni og maður fann það í gegnum undankeppnina að það voru alltaf meiri og meiri viðbrögð við öllu. Það er bara jákvætt. Það er ástæðan fyrir því að maður í þessu. Maður vill komast sem lengst og því fylgir meiri athygli þegar maður er kominn á þennan stað,“ sagði Jón Dagur. U21 karla mætir Rússlandi á morgun, fimmtudag, í fyrsta leik á EM 2021.Hér má sjá mörk strákana gegn Írlandi þegar þeir tryggðu sér sæti í lokakeppninni með 2-1 sigri ytra.The goals against Rep. of Ireland that clinched a place at EURO 2021.#fyririsland pic.twitter.com/BingOs7qym— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 24, 2021 Jón Dagur segir markmið Íslands skýrt: „Auðvitað förum við í þetta með það markmið að komast upp úr þessum riðli. Fyrst og fremst erum við komnir hingað með það að markmiði að njóta þess að spila fótbolta og gera okkar besta. Þetta er gríðarleg reynsla fyrir hópinn en okkar markmið er skýrt og það er að komast upp úr riðlinum,“ sagði Jón Dagur en til þess þarf Ísland að ná öðru af tveimur efstu sætum riðilsins. Fyrsti leikur er við Rússa á morgun. Ísland mætir Danmörku á sunnudag og loks Frakklandi næsta miðvikudag. EM U21 í fótbolta 2021 Tengdar fréttir Framtíðarstjörnurnar í U-21 árs landsliðinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri hefur leik á EM á fimmtudaginn. Í gær fór Vísir yfir fimm burðarstólpa liðsins og í dag fjöllum við um fimm framtíðarstjörnur liðsins. 24. mars 2021 11:00 UEFA hvetur fólk til að fylgjast með Ísak afmælisstrák Ísak Bergmann Jóhannesson er einn þeirra sem fólk ætti að fylgjast sérstaklega með á EM U21-landsliða í fótbolta sem hefst á morgun. 23. mars 2021 17:01 Burðarstólparnir í U-21 árs liðinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri hefur leik á EM á fimmtudaginn. Vísir fór yfir fimm burðarstólpa í liðinu. 23. mars 2021 11:00 Bjartsýnn að Valgeir og Andri Fannar verði klárir gegn Rússum Vonast er til að þeir Valgeir Lunddal Friðriksson og Andri Fannar Baldursson verði klárir í slaginn fyrir fyrsta leik U-21 árs landsliðsins á EM á morgun. 24. mars 2021 13:18 „Að sjálfsögðu dreymir okkur um að komast upp úr riðlinum“ Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla í fótbolta, segir að valið á lokahópnum fyrir EM hafi verið krefjandi. Hann hefði auðvitað kosið að vita hvaða leikmönnum hann hefur úr að spila en tekur óvissunni með jafnaðargeði. Íslenska liðið dreymir um að komast í átta liða úrslit á EM. 18. mars 2021 15:41 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Ísland mætir Rússlandi klukkan 17 á morgun í fyrsta leiknum á EM. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði A-landsliðsins, glotti þegar hann rifjaði upp á blaðamannafundi í Þýskalandi í dag að spennustigið hefði verið hátt þegar hann mætti í sinn fyrsta leik á EM U21-landsliða, í Danmörku fyrir tíu árum. Hann hefði að minnsta kosti fengið rautt spjald í leiknum. Davíð Snorri var spurður hvernig spennustigið væri hjá hinum nýju EM-förum í Ungverjalandi. Hann hefur þjálfað þá í mjög stuttan tíma í U21-landsliðinu en þekkir þá einnig frá störfum sínum með önnur yngri landslið Íslands: „Ég upplifi þetta þannig að það sé góð stemning og góður gír í mönnum, en jafnframt mikil einbeiting. Auðvitað eru menn spenntir og ég finn að spennustigið er á mjög góðu róli. Við erum með gott jafnvægi á milli þess að vera mjög einbeittir og að vera bara við sjálfir,“ sagði Davíð Snorri í Györ í dag. Stærsta sviðið og því fylgir meiri athygli Jón Dagur Þorsteinsson er fyrirliði íslenska liðsins og hlakkar til að berjast við Rússana á morgun. Kórónuveirufaraldurinn kemur í veg fyrir að íslenskir stuðningsmenn geti flykkst til Ungverjalands líkt og þeir gerðu í Danmörku fyrir tíu árum, en Jón Dagur segir menn þó finna áhuga þjóðarinnar. „Auðvitað er þetta stærsta sviðið. Við áttum flotta undankeppni og maður fann það í gegnum undankeppnina að það voru alltaf meiri og meiri viðbrögð við öllu. Það er bara jákvætt. Það er ástæðan fyrir því að maður í þessu. Maður vill komast sem lengst og því fylgir meiri athygli þegar maður er kominn á þennan stað,“ sagði Jón Dagur. U21 karla mætir Rússlandi á morgun, fimmtudag, í fyrsta leik á EM 2021.Hér má sjá mörk strákana gegn Írlandi þegar þeir tryggðu sér sæti í lokakeppninni með 2-1 sigri ytra.The goals against Rep. of Ireland that clinched a place at EURO 2021.#fyririsland pic.twitter.com/BingOs7qym— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 24, 2021 Jón Dagur segir markmið Íslands skýrt: „Auðvitað förum við í þetta með það markmið að komast upp úr þessum riðli. Fyrst og fremst erum við komnir hingað með það að markmiði að njóta þess að spila fótbolta og gera okkar besta. Þetta er gríðarleg reynsla fyrir hópinn en okkar markmið er skýrt og það er að komast upp úr riðlinum,“ sagði Jón Dagur en til þess þarf Ísland að ná öðru af tveimur efstu sætum riðilsins. Fyrsti leikur er við Rússa á morgun. Ísland mætir Danmörku á sunnudag og loks Frakklandi næsta miðvikudag.
EM U21 í fótbolta 2021 Tengdar fréttir Framtíðarstjörnurnar í U-21 árs landsliðinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri hefur leik á EM á fimmtudaginn. Í gær fór Vísir yfir fimm burðarstólpa liðsins og í dag fjöllum við um fimm framtíðarstjörnur liðsins. 24. mars 2021 11:00 UEFA hvetur fólk til að fylgjast með Ísak afmælisstrák Ísak Bergmann Jóhannesson er einn þeirra sem fólk ætti að fylgjast sérstaklega með á EM U21-landsliða í fótbolta sem hefst á morgun. 23. mars 2021 17:01 Burðarstólparnir í U-21 árs liðinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri hefur leik á EM á fimmtudaginn. Vísir fór yfir fimm burðarstólpa í liðinu. 23. mars 2021 11:00 Bjartsýnn að Valgeir og Andri Fannar verði klárir gegn Rússum Vonast er til að þeir Valgeir Lunddal Friðriksson og Andri Fannar Baldursson verði klárir í slaginn fyrir fyrsta leik U-21 árs landsliðsins á EM á morgun. 24. mars 2021 13:18 „Að sjálfsögðu dreymir okkur um að komast upp úr riðlinum“ Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla í fótbolta, segir að valið á lokahópnum fyrir EM hafi verið krefjandi. Hann hefði auðvitað kosið að vita hvaða leikmönnum hann hefur úr að spila en tekur óvissunni með jafnaðargeði. Íslenska liðið dreymir um að komast í átta liða úrslit á EM. 18. mars 2021 15:41 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Framtíðarstjörnurnar í U-21 árs landsliðinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri hefur leik á EM á fimmtudaginn. Í gær fór Vísir yfir fimm burðarstólpa liðsins og í dag fjöllum við um fimm framtíðarstjörnur liðsins. 24. mars 2021 11:00
UEFA hvetur fólk til að fylgjast með Ísak afmælisstrák Ísak Bergmann Jóhannesson er einn þeirra sem fólk ætti að fylgjast sérstaklega með á EM U21-landsliða í fótbolta sem hefst á morgun. 23. mars 2021 17:01
Burðarstólparnir í U-21 árs liðinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri hefur leik á EM á fimmtudaginn. Vísir fór yfir fimm burðarstólpa í liðinu. 23. mars 2021 11:00
Bjartsýnn að Valgeir og Andri Fannar verði klárir gegn Rússum Vonast er til að þeir Valgeir Lunddal Friðriksson og Andri Fannar Baldursson verði klárir í slaginn fyrir fyrsta leik U-21 árs landsliðsins á EM á morgun. 24. mars 2021 13:18
„Að sjálfsögðu dreymir okkur um að komast upp úr riðlinum“ Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla í fótbolta, segir að valið á lokahópnum fyrir EM hafi verið krefjandi. Hann hefði auðvitað kosið að vita hvaða leikmönnum hann hefur úr að spila en tekur óvissunni með jafnaðargeði. Íslenska liðið dreymir um að komast í átta liða úrslit á EM. 18. mars 2021 15:41