Dánaraðstoð: Hugtakanotkun skiptir máli Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson skrifa 24. mars 2021 15:31 Í yfirlýsingu á heimasíðu Læknafélags Íslands gagnrýna starfsmenn líknarráðgjafarteymis Landspítala (LSH) skýrslu heilbrigðisráðherra um dánaraðstoð sem birt var 4. september sl. Formaður Læknafélags Íslands, Reynir Arngrímsson, tekur undir athugasemdir þeirra og krefst þess að skýrslan verði dregin til baka og innihald hennar leiðrétt. Við, stjórnarmenn í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð, erum sammála líknarráðgjafarteymi LSH um að rangt sé að skilgreina líknarmeðferð sem eina „tegund dánaraðstoðar“ líkt og er gert í ofangreindri skýrslu. Sérfræðingar í líknarmeðferð hérlendis hafa ávallt haldið fram að líknarmeðferð sé ekki veitt í þeim tilgangi að binda endi á líf sjúklinga heldur aðeins til að lina þjáningar. Ef líknarmeðferð væri tegund dánaraðstoðar mætti í raun fullyrða að dánaraðstoð hafi verið framkvæmd um þó nokkurt skeið hér á landi. Líknarráðgjafarteymi LSH og formanni Læknafélags Íslands láist að gagnrýna að óbein dánaraðstoð skuli einnig vera skilgreind sem tegund dánaraðstoðar. Meðvitað athafnaleysi læknis sem veitir sjúklingi ekki þá meðferð sem gæti lengt líf hans telst að okkar mati ekki til dánaraðstoðar eins og hún er almennt skilgreind. Við tökum ekki undir með líknarráðgjafarteymi LSH og Læknafélagi Íslands um að draga verði skýrsluna til baka heldur teljum við nægja að leiðrétta hugtakanotkun. Við óttumst að röng hugtakanotkun í skýrslunni verði til þess að hún verði hluti umræðunnar og afvegaleiði hana. Okkur langar líka að nota tækifærið og andmæla harkalega þriðja áherslulið líknarráðgjafarteymi LSH sem einmitt snýr að hugtakanotkun. Andstæðingar dánaraðstoðar hafa ítrekað gert athugasemdir við orðið „dánaraðstoð“ og gagnrýnt að það sé ekki rétt þýðing á gríska hugtakinu „euthanasia“. Því erum við reyndar sammála enda höfum við í Lífsvirðingu aldrei haldið fram að um sé að ræða beina þýðingu á hugtakinu. Dánaraðstoð er heiti sem við höfum valið að nota sem almennt heiti yfir aðstoð við að deyja. Þess ber að geta að sambærileg hugtök eru notuð í Svíþjóð (dödshjälp), Noregi (dødshjelp) og Danmörku (dødshjælp). Orðið „líknardráp“, sem er notað í skýrslu heilbrigðisráðherra, er svo sannarlega ekki rétt þýðing á orðinu „euthanasia“. Í orðinu fara saman „líkn“, sem hefur frekar jákvæða skírskotun“, og „dráp“, sem er óneitanlega neikvætt hlaðið. Dánaraðstoð hefur unnið sér sess í umræðunni og munum við í Lífsvirðingu hér eftir sem hingað til notast við það hugtak. Höfundar eru stjórnarmenn í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í yfirlýsingu á heimasíðu Læknafélags Íslands gagnrýna starfsmenn líknarráðgjafarteymis Landspítala (LSH) skýrslu heilbrigðisráðherra um dánaraðstoð sem birt var 4. september sl. Formaður Læknafélags Íslands, Reynir Arngrímsson, tekur undir athugasemdir þeirra og krefst þess að skýrslan verði dregin til baka og innihald hennar leiðrétt. Við, stjórnarmenn í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð, erum sammála líknarráðgjafarteymi LSH um að rangt sé að skilgreina líknarmeðferð sem eina „tegund dánaraðstoðar“ líkt og er gert í ofangreindri skýrslu. Sérfræðingar í líknarmeðferð hérlendis hafa ávallt haldið fram að líknarmeðferð sé ekki veitt í þeim tilgangi að binda endi á líf sjúklinga heldur aðeins til að lina þjáningar. Ef líknarmeðferð væri tegund dánaraðstoðar mætti í raun fullyrða að dánaraðstoð hafi verið framkvæmd um þó nokkurt skeið hér á landi. Líknarráðgjafarteymi LSH og formanni Læknafélags Íslands láist að gagnrýna að óbein dánaraðstoð skuli einnig vera skilgreind sem tegund dánaraðstoðar. Meðvitað athafnaleysi læknis sem veitir sjúklingi ekki þá meðferð sem gæti lengt líf hans telst að okkar mati ekki til dánaraðstoðar eins og hún er almennt skilgreind. Við tökum ekki undir með líknarráðgjafarteymi LSH og Læknafélagi Íslands um að draga verði skýrsluna til baka heldur teljum við nægja að leiðrétta hugtakanotkun. Við óttumst að röng hugtakanotkun í skýrslunni verði til þess að hún verði hluti umræðunnar og afvegaleiði hana. Okkur langar líka að nota tækifærið og andmæla harkalega þriðja áherslulið líknarráðgjafarteymi LSH sem einmitt snýr að hugtakanotkun. Andstæðingar dánaraðstoðar hafa ítrekað gert athugasemdir við orðið „dánaraðstoð“ og gagnrýnt að það sé ekki rétt þýðing á gríska hugtakinu „euthanasia“. Því erum við reyndar sammála enda höfum við í Lífsvirðingu aldrei haldið fram að um sé að ræða beina þýðingu á hugtakinu. Dánaraðstoð er heiti sem við höfum valið að nota sem almennt heiti yfir aðstoð við að deyja. Þess ber að geta að sambærileg hugtök eru notuð í Svíþjóð (dödshjälp), Noregi (dødshjelp) og Danmörku (dødshjælp). Orðið „líknardráp“, sem er notað í skýrslu heilbrigðisráðherra, er svo sannarlega ekki rétt þýðing á orðinu „euthanasia“. Í orðinu fara saman „líkn“, sem hefur frekar jákvæða skírskotun“, og „dráp“, sem er óneitanlega neikvætt hlaðið. Dánaraðstoð hefur unnið sér sess í umræðunni og munum við í Lífsvirðingu hér eftir sem hingað til notast við það hugtak. Höfundar eru stjórnarmenn í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun