Ráðherra hleypur apríl Jón Steindór Valdimarsson skrifar 9. apríl 2021 07:31 Aðild Íslands að Evrópusambandinu er eitt af mörgum skýrum stefnumálum Viðreisnar. Ég er einn af þeim sem myndi ganga svo langt að segja að hún væri einn af burðarásum í stefnu flokksins og ein af grundvallarástæðum þess að Viðreisn varð til og mun vera til um ókomna framtíð. Aðild að Evrópusambandinu snýst um margt. Í mínum huga snýst hún fyrst og fremst um hugsjónir og viðhorf til náinnar samvinnu þjóða Evrópu til að haldi uppi friði og hagsæld í álfunni og um leið að láta gott af sér leiða í heimsmálunum. Með hverju árinu sem líður verður mér ljósara hve mikilvægt það er fyrir Ísland að leggja sitt lóð á vogarskálar evrópskrar samvinnu, taka þátt og njóta um leið þess ávinnings sem aðild að sterku Evrópusambandi hefur í för með sér. Verkefni nútímans og framtíðarinnar krefjast þess einfaldlega að við sitjum ekki hjá heldur setjumst til borðs með þeim 27 fullvalda og sjálfstæðu ríkjum sem hafa ráðist í það mikla og erfiða verkefni að vinna þétt saman. Viðfangsefnin eru ærin, umhverfismál, heilbrigðismál, jafnréttismál og efnahagsmál svo eitthvað sé nefnt, en síðast en ekki síst að halda friðinn. Evrópusambandið er ekki fullkomið. Þar er tekist á og stundum virkar það svifaseint og ekki nógu afgerandi. Það á sér skýringar af ýmsu tagi, ekki síst þær að Evrópusambandið er í eðli sínu samstarfsverkefni um markmið sem 27 þjóðir verða að koma sér saman um. Þrátt fyrir þetta sýnir og sannar saga Evrópusambandsins að árangur þess er mikill og hefur haft víðtæk áhrif, bæði innan og utan álfunnar. Margs af því njótum við með EES samningnum sem við höfum átt farsæla aðild að í rúm 25 ár. Nú er hins vegar kominn tími til að halda áfram og setjast að því borði þar sem ákvarðanir eru mótaðar og teknar. Við verðum að hætta að hugsa eins og þiggjendur og verða virkir þátttakendur og gerendur innan Evrópusambandsins. Þess vegna lagði þingflokkur Viðreisnar fram tvö þingmál þann 31. mars, annars vegar þingsályktun um endurupptöku viðræðna um aðild að Evrópusambandinu og hins vegar um viðræður við ráðherraráð Evrópusambandsins um samstarf í gjaldeyrismálum og gagnkvæmar gengisvarnir. Utanríkisráðherra rak greinilega í rogastans þegar hann sá þessi þingmál Viðreisnar. Varnarviðbrögð hans eru kunnugleg og koma því ekki á óvart þegar þau birtast í Morgunblaðinu. Í fyrsta lagi ýjar hann að því að Viðreisn sé á móti EES-samningnum og grafi markvisst undan honum. Þetta er auðvitað fjarri sannleikanum og það veit ráðherrann mætavel. Í öðru lagi ver hann stærstum hluta greinar sinnar í að sýna listir sínar í prósentureikningi og telur að þar sanni hann í eitt skipti fyrir öll að EES-samningurinn hafi hér minniháttar áhrif miðað við aðild að ESB. Þetta er líka þrautreynt stílbragð sem ráðherra sækir í smiðju ritstjóra Morgunblaðsins sem fyrir margt löngu var líka ráðherra. Með þessu reynir utanríkisráðherra að drepa málum á dreif og þyrla ryki í augu lesenda. Það tekst honum auðvitað ekki. EES-samningurinn er góður samningur. Viðreisn vill einfaldlega stíga stærri skref og varðveita hagsmuni Íslands enn betur með aðild að Evrópusambandinu. Þar til það gerist verður að standa vörð um EES-samninginn og nýta alla þá kosti og möguleika sem hann býður. Munurinn á EES-samningnum og ESB-aðild verður ekki metinn með reiknikúnstum. Þær segja engum neitt um þýðingu og áhrif þess sem að baki býr. Sérstaklega þegar forsendur útreikninganna eru umdeildar. Munurinn verður metinn heildstætt á grundvelli hagsmuna Íslendinga af því að sitja við borðið með öðrum fullvalda ríkjum. Það eina sem er rétt hjá ráðherranum er að enginn hljóp apríl. Við í Viðreisn erum stolt af okkar stefnu og ekki feimin við að halda henni á lofti og fylgja henni eftir hvar sem tækifæri gefst. Það er ástæða til að þakka utanríkisráðherra fyrir að vekja athygli á tillögum okkar í Viðreisn þó hann mætti hafa valið til þess víðlesnari miðil. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Aðild Íslands að Evrópusambandinu er eitt af mörgum skýrum stefnumálum Viðreisnar. Ég er einn af þeim sem myndi ganga svo langt að segja að hún væri einn af burðarásum í stefnu flokksins og ein af grundvallarástæðum þess að Viðreisn varð til og mun vera til um ókomna framtíð. Aðild að Evrópusambandinu snýst um margt. Í mínum huga snýst hún fyrst og fremst um hugsjónir og viðhorf til náinnar samvinnu þjóða Evrópu til að haldi uppi friði og hagsæld í álfunni og um leið að láta gott af sér leiða í heimsmálunum. Með hverju árinu sem líður verður mér ljósara hve mikilvægt það er fyrir Ísland að leggja sitt lóð á vogarskálar evrópskrar samvinnu, taka þátt og njóta um leið þess ávinnings sem aðild að sterku Evrópusambandi hefur í för með sér. Verkefni nútímans og framtíðarinnar krefjast þess einfaldlega að við sitjum ekki hjá heldur setjumst til borðs með þeim 27 fullvalda og sjálfstæðu ríkjum sem hafa ráðist í það mikla og erfiða verkefni að vinna þétt saman. Viðfangsefnin eru ærin, umhverfismál, heilbrigðismál, jafnréttismál og efnahagsmál svo eitthvað sé nefnt, en síðast en ekki síst að halda friðinn. Evrópusambandið er ekki fullkomið. Þar er tekist á og stundum virkar það svifaseint og ekki nógu afgerandi. Það á sér skýringar af ýmsu tagi, ekki síst þær að Evrópusambandið er í eðli sínu samstarfsverkefni um markmið sem 27 þjóðir verða að koma sér saman um. Þrátt fyrir þetta sýnir og sannar saga Evrópusambandsins að árangur þess er mikill og hefur haft víðtæk áhrif, bæði innan og utan álfunnar. Margs af því njótum við með EES samningnum sem við höfum átt farsæla aðild að í rúm 25 ár. Nú er hins vegar kominn tími til að halda áfram og setjast að því borði þar sem ákvarðanir eru mótaðar og teknar. Við verðum að hætta að hugsa eins og þiggjendur og verða virkir þátttakendur og gerendur innan Evrópusambandsins. Þess vegna lagði þingflokkur Viðreisnar fram tvö þingmál þann 31. mars, annars vegar þingsályktun um endurupptöku viðræðna um aðild að Evrópusambandinu og hins vegar um viðræður við ráðherraráð Evrópusambandsins um samstarf í gjaldeyrismálum og gagnkvæmar gengisvarnir. Utanríkisráðherra rak greinilega í rogastans þegar hann sá þessi þingmál Viðreisnar. Varnarviðbrögð hans eru kunnugleg og koma því ekki á óvart þegar þau birtast í Morgunblaðinu. Í fyrsta lagi ýjar hann að því að Viðreisn sé á móti EES-samningnum og grafi markvisst undan honum. Þetta er auðvitað fjarri sannleikanum og það veit ráðherrann mætavel. Í öðru lagi ver hann stærstum hluta greinar sinnar í að sýna listir sínar í prósentureikningi og telur að þar sanni hann í eitt skipti fyrir öll að EES-samningurinn hafi hér minniháttar áhrif miðað við aðild að ESB. Þetta er líka þrautreynt stílbragð sem ráðherra sækir í smiðju ritstjóra Morgunblaðsins sem fyrir margt löngu var líka ráðherra. Með þessu reynir utanríkisráðherra að drepa málum á dreif og þyrla ryki í augu lesenda. Það tekst honum auðvitað ekki. EES-samningurinn er góður samningur. Viðreisn vill einfaldlega stíga stærri skref og varðveita hagsmuni Íslands enn betur með aðild að Evrópusambandinu. Þar til það gerist verður að standa vörð um EES-samninginn og nýta alla þá kosti og möguleika sem hann býður. Munurinn á EES-samningnum og ESB-aðild verður ekki metinn með reiknikúnstum. Þær segja engum neitt um þýðingu og áhrif þess sem að baki býr. Sérstaklega þegar forsendur útreikninganna eru umdeildar. Munurinn verður metinn heildstætt á grundvelli hagsmuna Íslendinga af því að sitja við borðið með öðrum fullvalda ríkjum. Það eina sem er rétt hjá ráðherranum er að enginn hljóp apríl. Við í Viðreisn erum stolt af okkar stefnu og ekki feimin við að halda henni á lofti og fylgja henni eftir hvar sem tækifæri gefst. Það er ástæða til að þakka utanríkisráðherra fyrir að vekja athygli á tillögum okkar í Viðreisn þó hann mætti hafa valið til þess víðlesnari miðil. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun